Fréttablaðið - 17.12.2022, Page 8

Fréttablaðið - 17.12.2022, Page 8
Nýtt veðurtungl Evrópsku geimvísindastofnunarinnar markar kaflaskil í veður­ athugun. Meðal annars fær Veðurstofa Íslands aðgang að eldingamæli sem er mikil­ vægt fyrir flugumferð. kristinnpall@frettabladid.is VE ÐUR Evrópska geimvísinda­ stofnunin skaut nýju veðurtungli út í geim í vikunni, sem á að marka kaf laskil í veður athugun. Veður­ stofa Íslands er afar spennt að kom­ ast yfir gögnin úr gervihnettinum. „Við fögnuðum þessu með köku hérna á Veðurstofunni, það er svo mikil spenna fyrir þessum tíma­ mótum,“ segir Elín Björk Jónas­ dóttir, hópstjóri veðurþjónustu, aðspurð út í þessi tímamót. „Veðurtunglin eru okkur ofboðs­ lega mikilvæg til að fylgjast með breytingum í rauntíma. Áður fyrr var lítið um veðurathuganir og það kom fyrir að lægðir komu upp á land sem enginn vissi af, því þær fóru fram hjá þeim fáu veður­ athugnarstöðvum sem voru til staðar. Þegar fyrsta veðurtunglið fór á loft hófst nútímaveðurfræði­ kaflinn og veðurtunglunum hefur fjölgað hratt á fimm áratugum.“ Elín segir að þetta hafi verið fyrsta veðurtunglið af þremur sem er á leiðinni út í geim og segir að þetta eigi eftir að hafa jákvæð áhrif víða. „Þetta er fyrsta veðurtunglið af þremur sem eru búin mun betri tækni og skila okkur betri mynd­ um. Við notumst við tvenns konar veðurtungl, sístöðutungl sem skila gögnum á fimm mínútna fresti og póltungl sem eru alltaf á sporbaug um jörðu. Póltunglin skila betri gögnum en það er lengri bið á milli þess að þau skili inn efni, en með þessu erum við að fá gögn líkari þeim sem við fáum í póltunglunum en í rauntíma,“ segir Elín og að þetta gjörbreyti eftirliti með eldingum. „Með þessu fáum við afnot af eld­ ingamæli sem fylgist með stöðunni hérna yfir hafinu suður af Íslandi. Við vorum ekki nægilega vel sett í eldingamælingum, en þetta verður gríðarlega mikilvægt fyrir flugum­ ferðina sem er að aukast við Ísland. Þó að eldingamælirinn eigi líklegast ekki eftir að ná upp á land á Íslandi nær þetta f lugumferðarsvæðinu fyrir sunnan Ísland og með því sjáum við hvað er væntanlegt til landsins.“ Hún segir að þetta eigi fyrst og fremst eftir að skila meiri ná­ kvæmni í veðurspám. „Þetta verður fyrst og fremst jákvætt skref í veðurspám. Með þessu getum við betur mælt raka í andrúmslofti og mengun, og getum birt nákvæmari spár. Það er bylting­ in sem hefur verið talað um,“ segir Elín. „Þær aukast alltaf kröfurnar. Fólk vill fá nákvæma spá fyrir pall­ inn á sumarbústaðnum sínum,“ segir Elín kímin, aðspurð hvort allar spár héðan í frá verði nákvæmar. Hún segir að þetta gefi Veður­ stofunni betri möguleika til að spá fyrir um ofsaveður. „Það er mikilvægur punktur í þessu, að þetta er betri vettvangur til að sjá fyrr upplýsingar um ofsa­ veður og koma því áleiðis. Á svæðum í Evrópu þar sem hætt er við skyndi­ flóðum af völdum eldinga gæti þetta reynst afskaplega mikilvægt. Svo verður hægt að sjá betur hvar er von á skýstrókum og eldingaveðrum sem kosta mannslíf á hverju ári,“ segir Elín, sem tekur undir að þetta bæti allt starf Veðurstofunnar. „Í grunninn ætti þetta að hjálpa okkur að skila nákvæmari veður­ spám og að auka möguleika okkar á að fylgjast með náttúruvám, jökla­ þróun, loftslagsbreytingum og jarð­ hræringum, þó að það sé auðvitað margt sem við þurfum að læra fyrst.“ Elín kveðst sjálf vera orðin mjög spennt. „Heldur betur. Ég minntist á það á samskiptamiðlum á sínum tíma að ég væri öfundssjúk að sjá gögnin sem NASA var með undir höndum, en nú erum við að fá sömu gögn.“ n Von á nákvæmari veðurspá Það var eldflaug af tegundinni Ariane 5 sem fór með veðurtunglið frá Franska Gvæjana út í geim vikunni. MYND/ESA Við vorum ekki nægi- lega vel sett í eldinga- mælingum, en þetta verður gríðarlega mikilvægt fyrir flug- umferðina sem er að aukast við Ísland. Elín Björk Jónasdóttir, hóp- stjóri hjá Veður- stofu Íslands benediktboas@frettabladid.is LANDBÚNAÐUR Vöðvasullur hefur greinst í sauðfé á svæði Heilbrigðis­ eftirlits Austurlands. Þetta kom fram á bæjarráðsfundi Hornafjarð­ ar í vikunni. Var starfsmönnum falið að minna alla dýraeigendur á að sinna ormahreinsun árlega svo komið verði í veg fyrir að vöðva­ sullur berist á milli dýra. Á f undi Heilbrigðisnefndar Austurlands í byrjun mánaðarins kom fram að tíðindin væru mikil vonbrigði og merki þess að sótt­ varnaraðgerðum gegn útrýmingu sulls sé ekki framfylgt eins og vera ber. „Hvergi má víkja frá þessum sóttvörnum og nauðsynlegt að tryggja að allir hundar séu band­ ormahreinsaðir árlega eftir sláturtíð eins og lög og reglur segja til um, og að hindra að þeir komist í hrámeti, svo sem slátur úrgang,“ segir í bókun nefndarinnar. Á heimasíðu MAST segir að vöðvasullur í sauðfé sé blöðrur í vöðvum kinda sem innihalda lirfur bandormsins Taenia ovis, sem lifir í hundum og refum. Þegar hundur eða refur étur hrátt kjöt sem inni­ heldur slíkar blöðrur komast lirf­ urnar í meltingarveginn þar sem þær verða að ormum. Egg ormanna fara út með saur og geta þaðan bor­ ist í sauðfé. Til að stöðva hringrásina er mikilvægt að eigendur láti orma­ hreinsa hunda sína. n Vöðvasullur í sláturlömbum Vöðvasullsbandormurinn smitast ekki í fólk en sullurinn veldur skemmdum á kjöti og að öllum líkindum vanlíðan fyrir sýkt fé. 8 Fréttir 17. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.