Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 10
Við höfum ekki talið fjölda tungumálanna sem nemendurnir tala sín á milli, en þjóð- ernin eru alls fjörutíu og tvö. Laurie Anne Berg Upplag ritsins var 60.500 eintök. Á átta árum hefur alþjóðlegum nem- endum skólans fjölgað úr 24 í rúmlega 130. Fjöldi alþjóðlegra nemenda í Landakotsskóla hefur fimm- faldast á síðustu átta árum. Að sögn skólastjóra hefur aukningin verið talsverð áskorun fyrir skólann, að hluta til vegna plássleysis. Ný álma hafi hins vegar verið tekin í notkun í síðustu viku. erlamaria@frettabladid.is Menntun „Þegar alþjóðadeildin var fyrst stofnuð við skólann árið 2015 voru 24 erlendir nemendur skráðir hjá okkur. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað talsvert, en núna erum við með rúmlega 130 nemendur í alþjóðadeildinni og um 230 í íslensku deildinni,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Landakots skóla. Í síðustu viku var ný álma tekin í notkun sem stækkar skólann um fjórar skólastofur. Ingibjörg segir að slíkt hafi verið löngu tímabært. „Við erum búin að vera í vandræð- um með pláss, þar sem við tókum við nýjum nemendum núna í haust. Þannig að við erum búin að vera að leigja stofu út á Hallveigarstöðum. Nýja álman er kærkomin viðbót, en að því sögðu þyrftum við þó í rauninni að fá aðeins meira pláss þar sem allir bekkir, bæði í íslensku deildinni og alþjóðadeildinni, eru svo til fullir,“ segir Ingibjörg. Að sögn Laurie Anne Berg, deildar stjóra alþjóðadeildarinnar, hefur alþjóðlegum nemendum fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Þó hafi hlutfall barna frá Indlandi hækkað mest allra þjóðerna. „Við erum með rúmlega fimm- tíu indverska nemendur, sem er mikil breyting frá síðustu árum. Við höfum ekki talið fjölda tungu- málanna sem nemendurnir tala sín á milli, en þjóðernin eru alls fjörutíu og tvö,“ segir Laurie. Alþjóðadeildin vinnur út frá Cambridge-námskránni sem Laurie segir að gefist mjög vel. Í skólanum séu bæði íslenskumælandi sem og enskumælandi kennarar, sem gefi skólanum alþjóðlegan blæ. „Kennslan við alþjóðadeildina fer fram á ensku og það er skemmtilegt að sjá hversu vel nemendunum er að takast að aðlagast íslensku skóla- samfélagi, sama frá hvaða landi þau koma,“ segir Laurie. „Krakkarnir tala oft um hversu mikið þau elska að búa á Íslandi. Hér sé svo mikið frelsi. Fyrir mörg er það mikil nýbreytni að geta verið úti án þess að það sé verið að hafa eftirlit með þeim,“ bætir hún við. Aðspurð segir Laurie ástæðurnar að baki veru barnanna hér á landi af ýmsum toga. „Við erum til dæmis með nem- endur sem eiga foreldra sem eru erindrekar hér á landi. Þá eru sum hingað komin vegna atvinnutæki- færa foreldra og sum vegna stríðs- ins í Úkraínu. Þannig að ástæðurnar eru alls konar. En það er svo fallegt að sjá bæði úkraínska og rússneska nemendur saman í bekk, hlið við hlið. Að sjá svona marga menning- arheima koma saman og verða eitt samfélag,“ segir Laurie. n Fimmfalt fleiri alþjóðlegir nemendur og ný álma risin við Landakotsskóla Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Landakotsskóla, og Laurie Anne Berg, deildarstjóri alþjóðadeildar Landakotsskóla. benediktboas@frettabladid.is  StjórnSýSla Bæklingur um upp- byggingu íbúða, sem sendur var á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu, degi eftir að upplýst var um 15,3 milljarða rekstrarhalla borgarsjóðs kostaði borgina tæpar 17 milljónir með virðisaukaskatti. Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, við fyrirspurn Sjálf- stæðisflokksins um kostnaðinn við bæklinginn. Ritið var unnið af almanna- tengslafyrirtækinu Athygli ehf. og var ákvörðun um útgáfuna tekin á skrifstofu borgarstjóra og borgar- ritara. Ritform ehf. sá um hönnun og umbrot. Upplag ritsins var 60.500 eintök en ekki var farið í útboðsferli fyrir einstaka liði enda fóru þeir ekki yfir viðmið um útboð og verðfyrir- spurn, samkvæmt svarinu. Sjálfstæðisf lokkurinn bókaði á borgarráðsfundi að bæklingar af þessu tagi séu augljóst tækifæri til niðurskurðar sem meirihlutinn hafi vannýtt. „Til samanburðar hefur meirihlutinn ákveðið að skera niður bókakaup til bókasafna grunn- skólanna sem nemur 9 milljónum árlega. Hefur niðurskurðartillagan vakið mikla reiði meðal skólastjórn- enda. Betur hefði farið á því að fjár- festa í bókum fyrir grunnskólabörn heldur en bæklingi með upplýs- ingum sem vel mætti gera aðgengi- legar á vef Reykjavíkurborgar,“ segir í bókuninni. Borgarráðsfulltrúi Sósíalista- f lokksins benti á að ritið kostaði meira en kostnaðurinn við að halda félagsmiðstöðvum fyrir unglinga opnum til klukkan 22.00 á ársgrundvelli. „Nær hefði verið að skera niður við gerð þessa rits og tryggja þess í stað að unglingar hafi gott athvarf í formi félagsmiðstöðva, en starfsfólk og þau sem koma að starfi miðstöðvanna hafa gagnrýnt þessar aðgerðir um að loka fyrr.“ n Sautján milljóna króna bæklingur Félagsmiðstöðvar lentu í niðurskurðarhníf borgarinnar en þó var nóg til til að dreifa 60 þúsund eintökum um uppbyggingu húsnæðis. Fréttablaðið/Ernir benediktboas@frettabladid.is StjórnSýSla Ekki er pláss fyrir full- trúa Grafarvogs í átta manna dóm- nefnd vegna uppbyggingar Keldna og Keldnaholts, sem er í Grafarvogi. Meirihlutinn í borgarráði hafn- aði tillögunni og bendir á í bókun sinni um málið að dómnefndin hafi þegar verið skipuð. Þar sitja fulltrúar Reykjavíkurborgar, fulltrúar eigenda landsins og erlendir sérfræðingar. Þegar niðurstaða dómnefndarinn- ar liggur fyrir fer hún í hefðbundið umsagnarferli og samráð við íbúa í Grafarvogi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- f lokksins bentu á að um væri að ræða stærsta skipulagsmál í Grafar- vogi í áratugi og miðað við stærðina á dómnefndinni hefði verið auðvelt að hleypa fulltrúa íbúaráðs og íbúa- samtaka þar inn. „Borgarstjórnar- meirihlutinn kýs að virða þær óskir að vettugi. Sú afgreiðsla sýnir að tylli dagaskvaldur fulltrúa meirihlut- ans um aukið gagnsæi og samráð við íbúa um mikilvægar ákvarðanir, er innantómt og merkingarlaust,“ bendir flokkurinn á. n Ekkert pláss fyrir íbúa í átta manna dómnefnd Ekkert pláss er í dómnefnd vegna þróunar Keldna og Keldnaholts fyrir íbúa Grafarvogs. Fréttablaðið/Ernir leiðrétting Vegna rangra upplýsinga frá dómsmálaráðuneytinu varðandi fargjöld kom fram í gær að meðalferð Jóns Gunnarssonar kostaði rúmar 444 þúsund krónur. Hið rétta er að hún kostaði 294 þúsund. 10 Fréttir 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.