Fréttablaðið - 17.12.2022, Qupperneq 12
JOEBOXER.IS | KRINGLAN 4-12 (1. HÆÐ) | 103 REYKJAVÍK | S. 5332009
Kínverski efnahagurinn hefur
ekki séð jafn drjúgan vöxt í
marga áratugi og atvinnu-
leysi í landinu hefur aukist
til muna. Hagfræðingar spá
því að næstu mánuðir verði
sérstaklega erfiðir á meðan
þjóðin reynir að komast aftur
í eðlilegt horf.
helgisteinar@frettabladid.is
KÍNA Atvinnuleysi í Kína hefur auk-
ist í kjölfar harðra sóttvarnaaðgerða
sem stjórnvöld framfylgdu síðast-
liðna mánuði. Hagfræðingar spá því
að efnahagur landsins muni ná sér á
endanum en búast ekki við skjótum
gróða á næstunni.
Ástandið á vinnumarkaðnum
er verst meðal farandverkamanna,
það er að segja verkamanna sem hafa
flust frá landsbyggðinni til stórborga
í leit að verksmiðjuvinnu og öðrum
þjónustustörfum. Í gegnum tíðina
hefur þessi hópur verið eitt mikil-
vægasta tannhjólið í kínverska efna-
hagnum, en í nóvember voru rúm-
lega sex prósent þeirra án vinnu.
Atvinnuleysi á landsvísu hefur
einnig hækkað upp í 5,7 prósent og
hefur atvinnuleysi ekki verið það
hátt síðan í maí síðastliðnum þegar
öllu var skellt í lás í stórborginni
Sjanghæ. Ef litið er á 31 stærstu borg
landsins er atvinnuleysi komið upp
í 6,7 prósent.
Iðnaðarframleiðsla jókst aðeins
um 2,2 prósent, sem er rúmlega
helmingi minna en hún var í októ-
ber. Fasteignamarkaðurinn dróst
einnig saman um 9,8 prósent á fyrstu
ellefu mánuðum ársins, en sá mark-
aður sér fyrir rúmlega 30 prósentum
af allri landsframleiðslu Kína.
Stjórnvöld í Kína afléttu nýlega
ströngustu sóttvarnareglum í land-
inu í kjölfar mikillar mótmælaöldu
um allt land síðustu vikur. Mikil reiði
hefur verið á meðal Kínverja, sem
margir hverjir voru sendir í einangr-
unarbúðir eftir að upp komst um
smit eða lentu í því að gæludýrum
þeirra var lógað af heilbrigðisstarfs-
fólki.
Hagvöxtur í Kína hefur ekki verið
svona drjúgur síðan Mao Zedong
lést árið 1976 og byrjað var að opna
hagkerfi landsins. Hagfræðingar spá
því að vöxtur í Kína muni haldast í
kringum 2,8 til 3,2 prósent á næstu
mánuðum.
Skyndileg ákvörðun stjórnvalda
um afléttingar á sóttvarnareglum
hefur valdið ákveðnu uppnámi í
landinu og eru margir Kínverjar
Kína glímir við mjög sársaukafulla
enduropnun eftir sóttvarnaaðgerðir
Atvinnuleysi í Kína er komið upp í 5,7 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
© GRAPHIC NEWSHeimildir: Bloomberg, CNN Mynd: Newscom
4
5
6
7
des
2021
jan
2022
feb mar apr maí jún júl ágú sept okt nóv
6,0%
6,7%
Atvinnuleysi í Kína (%)
Farandverkamenn
31 stærsta borgin
Á landsvísu
5,7%
Mars 2022: Atvinnulaus
farandverkamaður
sefur úti á götu í
miðjum faraldri.
Á meðan stjórnvöld í Kína aétta sóttvarnaaðgerðum hefur atvinnuleysi
í landinu stóraukist og þá sérstaklega á meðal farandverkamanna.
Atvinnuleysi í Kína eykst
hræddir um að smitast af Covid-19.
Mikil truflun hefur verið í atvinnu-
lífinu og er algengt að sjá auða veit-
ingastaði og tómar verslunargötur.
Verksmiðjur í landinu glíma einn-
ig við skort á bæði starfsfólki og
birgðum.
Hagfræðingar japanska fjármála-
risans Nomura telja að efnahags-
ástandið hafi líklega verið helsta
ástæða þess að kínversk stjórnvöld
breyttu skyndilega um stefnu og
afléttu sóttvarnareglum en benda á
að næstu mánuðir verði afar erfiðir
fyrir kínverska efnahaginn.
„Við spáum því að það verði mikil
útbreiðsla á Covid-smitum í kring-
um kínverska nýárið í lok janúar
þegar fólk byrjar að ferðast um
landið og mun það hafa mikil áhrif
á efnahagslífið. Við höldum áfram að
vara fólk við því að enduropnun kín-
verska hagkerfisins verði mjög erfið
og sársaukafull.“ n
helgisteinar@frettabladid.is
PERÚ Að minnsta kosti fjórtán mót-
mælendur hafa látið lífið í óeirðum
í Perú. Stjórnvöld eru búin að lýsa
yfir neyðarástandi í kjölfar mikilla
mótmæla sem hófust eftir að Pedro
Castillo, fyrrverandi forseti lands-
ins, var handtekinn.
Ríkisstjórn Perú kynnti neyðar-
lög á miðvikudaginn og sagði að
lögin myndu gilda í 30 daga. Perúski
herinn hefur verið sendur á götur
landsins og hafa stjórnvöld meðal
annars bannað mótmæli og fjölda-
samkomur.
Mótmælin hafa sameinað marga
ólíka hópa í landinu, þar á meðal
verkalýðsfélög og frumbyggja úr
Amazon-regnskóginum. Fólkið
segist líta á nýjan forseta Perú, Dinu
Boluarte, sem valdaræningja og
hefur kallað eftir því að hún segi af
sér og að Pedro Castillo verði komið
aftur fyrir á valdastóli.
Utanríkisráðherrann hefur einn-
ig tilkynnt að sendiherrar Perú í
Argentínu, Kólumbíu, Mexíkó og
Venesúela verði kallaðir heim, þar
sem ríkisstjórnir þessara ríkja hafa
ekki viðurkennt Boluarte sem for-
seta.
Margir ferðamenn eru einnig
strandaglópar við ferðamannastað-
inn Machu Picchu. Eina leiðin inn og
út af svæðinu er með lest sem hefur
verið skemmd af mótmælendum og
hafa embættismenn meðal annars
beðið um þyrlur til að hjálpa við að
flytja ferðamenn út af svæðinu. n
Óeirðir halda
áfram í Perú
Mikil mótmæli hafa staðið yfir í Perú
seinustu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Iðnaðarframleiðsla
jókst aðeins um 2,2
prósent.
Mótmælin hafa sam-
einað marga ólíka
hópa í landinu, þar á
meðal verkalýðsfélög
og frumbyggja úr Ama-
zon-regnskóginum.
12 Fréttir 17. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ