Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2022, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.12.2022, Qupperneq 16
3Z hefur prófað blóð- þrýstingslyf á sebra- fiskum gegn ADHD. Sebrafiskar, mammútsungi, nanó-vélmenni og rörsýni úr íslenskum stöðuvötnum. Fréttablaðið leit yfir nokkra af helstu viðburðum vísindanna á árinu, bæði á erlendum og innlendum vettvangi. kristinnhaukur@frettabladid.is O k t ób e r Un nu r Þ or s t e i n s - dóttir, framk væmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu og forseti Heilbrigðis vísindasviðs Háskóla Íslands, var útnefnd áhrifamesta vísindakona Evrópu og sú fimmta áhrifamesta í heiminum, á lista sem vefurinn Research.com tók saman. Fram kemur á Research.com að til- vitnanir í rannsóknir sem Unnur hefur komið að séu hátt í 190 þús- und og birtingar hennar rúmlega 460, á því tímabili sem liggur til grundvallar listanum. Unnur hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir störf sín og fékk meðal annars riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag á vettvangi erfðarannsókna og vís- inda árið 2017. Lesa náttúrusögu af vatnasýnum Júlí Gagnasöfnun í einni stærstu vatnarannsókn heims lauk hér á Íslandi. Tekin voru sýni úr 52 stöðuvötnum sem verða greind til að finna erfðaefni dýra og plantna allt að 14 þúsund ár aftur í tímann. Setlögunum er safnað í stór rör, frá tveggja til tíu metra löngum. Setlögin úr stöðuvötnunum geta sagt okkur hvernig lílfríkið og loftslagið var í fortíðinni. Wesley Farnsworth, nýdoktor við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnar- háskóla, leiðir rannsóknina. Hún er unnin á vegum Rannsóknaseturs Margrétar II. Danadrottningar og Vigdísar Finnbogadóttur, um haf, loftslag og samfélag, ROCS. Sebrafiskar me ð ADHD Nóvember Rannsókn vísinda- manna sprotafyrirtækisins 3Z lofar góðu hvað varðar lyfjagjöf fyrir þá sem eru með ADHD. Hafa þeir prófað stór lyfjasöfn á sebrafiskum til að finna þau lyf sem henta best. Í dag er metýlfenídat notað gegn ADHD. Það er örvandi, hefur miklar aukaverkanir og því fylgir hætta á misnotkun. Auk þess virkar það aðeins fyrir um 65 prósent sjúkl- inga. Helstu niðurstöður 3Z eru þær að fjögur áður þekkt lyf og eitt nýtt lyf gefi góða svörun gegn ADHD. Þessi Stór stökk í vísindum á árinu áður þekktu lyf eru í dag notuð gegn of háum blóðþrýstingi. Þau hafa verið lengi á markaði, hafa litlar aukaverkanir og ekki er hætta á misnoktun. Greind barna tengist joðneyslu Desember Ingibjörg Gunnars- dóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, hefur rannsakað neyslu landsmanna á joði. Eitt þúsund barnshafandi konur hafa tekið þátt í rannsókninni, þar sem þvag- og blóðprufur hafa verið teknar til að sýna næringarástand þeirra, en einnig hefur verið fylgst með þróun á þarma f lóru fjölda barna þeirra kvenna sem þátt tóku í rannsókninni. Rannsóknarteymi Ingibjargar hefur einkum horft til þess hvaða næring hefur helst áhrif á heilsu móður og barns og hvað skortur á ákveðnum bætiefnum getur haft í för með sér. Lítið joð hjá barns- hafandi konum hefur verið tengt við lakari frammistöðu barna á greindarprófum. n 16 Fréttir 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðiðAnnáLL VísinDi Fréttablaðið 17. desember 2022 LAUGARDAGUR Heimildir og myndir: Ríkisstjórn Yukon, Frumuatlas mannslíkamans, NASA, Northwestern-háskóli, People’s Daily 2022: Árið í vísindum Júlí: NASA birtir fyrstu ljósmyndirnar frá James Webb geimsjónaukanum, samstarfsverkefni evrópsku og kanadísku geimferðastofnananna. Þetta landslag glitrandi stjarna eru útmörk svæðis þar sem ný stjarna er að myndast, sem kallast NGC 3324 í Carina-stjörnuþokunni. MYNDIR AF ÁÐUR ÓSÉÐUM HEIMI ALZHEIMER – BYLTING Í LYFJAÞRÓUN Nóvember: Nýtt tilraunalyf hægir á heilaskemmdum hjá Alzheimer-sjúklingum, en Alzheimer er algengust heilabilana. ÍSALDARMAMMÚTUR Júlí: Námuverkamenn á Yukon-svæðinu í norðvesturhluta Kanada –nna frosinn mammútsunga í sífreranum. Lecanemab er mótefni sem ræðst á prótein sem kallast beta-mýlildi sem byggist upp á milli tauga- frumna í heilanum. Taugafruma Mýlildi (amyloid) Jarðfræðingar við Calgary-háskóla hafa greint dýrið sem kvenkyns og meira en 30 þúsund ára gamalt, með fullkomlega varðveittar táneglur, húð, rana og hár. September: Kínverskir vísindamenn tilkynna uppgötvun steinefnisins changesít-(Y) en það –nnst í tunglgrjóti sem inniheldur helíum-3. Talið er að nýta megi efnið í orkuframleiðslu. Maí: Verkfræðingar við Northwestern-háskólann í Chicago sýna minnsta vélmenni heims sem getur gengið, aðeins 0,5 millimetrar að breidd og lítur út eins og krabbi. Rannsóknir verkfræðinganna færa þjarkavísindin skre–nu nær því að að gera örþjarka færa um að leysa verkefni í þröngum aðstæðum. Örþjarkar gætu gert viðgerðir á smávélum eða verið til aðstoðar við skurðaðgerðir, svo sem í að hreinsa stí£aðar kransæðar eða ¤arlægja krabbameinsæxli. Aðeins 100 tonn af helíum-3 samsætunni gætu knúið heiminn í heilt ár. Deutríum Róteind Ni eind Helíum-3 Venjulegt helíum Orka Róteind HELÍUM-3 UNNIÐ ÚR TUNGLINU MINNSTA VÉLMENNI HEIMS September: Prófun DART, ker–s þróaðs af NASA til að ýta smástirnum og lo¦steinum af braut til Jarðar, tekst. DART er fyrsta eiginlega geimvarnarker– Jarðar. DART keyrir inn í 160 metra breiða smástirnið Didymos í um 11 milljón kílómetra ¤arlægð frá Jörðinni. Flaugin klessir á Didymos á 22.530 kílómetra hraða á klukkustund og ýtir smástirninu af braut sinni. VARNIR JARÐAR Maí: Y–r 2.300 rannsakendur í 83 löndum búa til atlas y–r frumur mannsins. Staðsetning rúmlega einnar milljónar frumna er kortlögð í 33 líªærum. GRÍÐARMIKLAR UPPLÝSINGAR Í LÍFVÍSINDUM Takmark atlassins er að kortleggja allar frumutegundir í mannslíkamanum til að stóre£a þekkingu á mannlegri heilsu og sjúkdómum. © GRAPHIC NEWS FRUMU- ATLAS MANNS- LÍKAMANS Haraldur Þorsteinsson, einn af stofn- endum 3Z Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ Wesley Farnsworth, nýdoktor við HÍ og Kaupmanna- hafnarháskóla Unnur Þor- steinsdóttir, framkvæmda- stjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, var útnefnd sú áhrifamesta í Evrópu. Mynd/Jón gústafsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.