Fréttablaðið - 17.12.2022, Page 18

Fréttablaðið - 17.12.2022, Page 18
Sif Sigmarsdóttir n Gunnar Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjórar: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, helgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Mín skoðun Reglur um ríkisstyrki til handa einka- reknum fjölmiðlum á allra síðustu árum hafa verið jafn almennar og þær hafa verið umdeildar. Í aðdrag- anda hátíðanna væri okkur hins vegar hollt að muna að lífið er líka takmörkuð auðlind. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Vinkona mín sendi mér skilaboð í vikunni. „Eigum við að kíkja út í kaffi?“ Ég svaraði að bragði. „Sorrí, hef ekki tíma.“ Við hvað var ég upptekin? Ég var úti í búð að leita að jólagjöf handa henni. Vikum saman hefur ómælt andlegt þrek og athyglisgáfa farið í að finna hina fullkomnu jólagjöf handa vinum og vandamönnum. Það fær enginn Omaggio-vasa í jólagjöf frá pistla- höfundi. Fyrst sú væntumþykja sem gjöfum er ætlað að tjá skín ekki úr verðinu þarf hún að skína úr valinu, og verður niðurstaðan að endurspegla af þeim mun meiri nákvæmni persónuleika viðtakandans og skilaboðin sem ég vil tjá honum. Afdrif vitnisburðar væntumþykju minnar kunna þó að verða önnur en ég ætlaði. Neyta og þjóta Þegar ég var þrettán ára var ég send í viku langa pössun til ömmu meðan foreldrar mínir voru í útlöndum. Í þá daga komu börn með nesti að heiman í skólann, frumstæða fæðu á borð við samloku með kæfu. Fyrsta daginn, að skóla loknum, spurði amma hvar plastpokinn undan samlokunni væri. „Í ruslinu,“ svaraði ég. Næsta dag smurði amma handa mér samloku og bað mig um að koma heim með plastpokann því það mætti nýta hann oftar en einu sinni. Á hinum viðkvæmu unglingsárum, þegar gallabuxur merktar öðru vörumerki en því sem var hjörðinni þóknanlegt þann daginn uppskáru háðsglósur, gat ég ekki ímyndað mér nokkuð pínlegra en að stinga notuðum plastpoka ofan í skólatöskuna. Ég virti að vettugi beiðni ömmu. Nýjar reglur um flokkun sorps taka gildi um áramót. Frá og með 1. janúar verður öllum skylt að flokka sorp í fjóra mismunandi flokka: a) matarleifar b) pappír c) plast og d) almennt rusl. Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá SORPU, sagði í viðtali nauðsynlegt að við færum að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar. „Fyrir um sextíu árum síðan var hringrásarhagkerfið á Íslandi nánast fullkomið,“ segir Freyr. „Við nýttum hlutina vel, keyptum minna, vorum dugleg að laga hlutina og lánuðum hvert öðru meira til að deila notkun.“ Vika er til jóla. Ég er eflaust ekki ein um að hunsa ástvini og verja tímanum í staðinn við kaup á dóti sem ætlað er að tjá hinum sömu ást mína. Fyrir dótið greiði ég með peningum sem eru ávísun á enn meira af tíma mínum, tíma sem ekki er heldur varið með fjölskyldu, vinum eða við hugðarefni. Ruslahaugar veraldarinnar eru fullir af lítið notuðum fatnaði, skrautmunum sem ekki var pláss fyrir, rafmagnstækjum sem engan vantaði. Þess verður vart langt að bíða að innihald jólagjafa sem við veljum nú af kostgæfni taki að dúkka upp í rusla- geymslum landsins samkvæmt hinu nýja fjórflokkunarkerfi. En það er ekki aðeins á Íslandi sem nýja árið ber með sér nýbreytni á sviði úrgangs. Árið 2023 munu farþegar þýska almennings- lestakerfisins geta keypt sér kaffi í endurnýt- anlegum bollum úr postulíni í stað pappa- glasa eins og verið hefur. Glöggskyggnir lesendur kunna að veita því eftirtekt að ekki er um raunverulega nýjung að ræða heldur afturhvarf til fortíðar, tíma ömmu okkar og afa þegar „endurnýtanlegir bollar“ kölluðust einfaldlega bollar. Um jól göngum við á gjafir jarðar sem aldrei fyrr. Í aðdraganda hátíðanna væri okkur hins vegar hollt að muna að lífið er líka takmörkuð auðlind. Hvers óskaði ég mér í jólagjöf? Meiri tíma: Tíma til að lifa og njóta en ekki neyta og þjóta. Í stað þess að henda tíma okkar svo gott sem bókstaflega í f lokkunartunnuna væri kannski nær að verja honum með vini eða vinkonu yfir endurnýtanlegum kaffi- bolla. Það hefði amma gert. n Það sem amma hefði gert JÓLAGLEÐI Í FJARÐARKAUP ALLA HELGINA Laugardagur 17.des Sunnudagur 18.des 10:00 til 18:00 10:00 til 18:00 Hlökkum til að sjá þig Það hefur verið beinlínis átakanlegt að fylgjast með störfum fulltrúa meirihluta fjárlaganefndar Alþingis á síðustu dögum, þar sem þeir hafa varið með kjafti og klóm sértæka fjár úthlutun á hundrað milljóna króna styrk til sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri, en þar hefur farið saman glórulaus spilling og sprúðl- andi misbeiting á fjárheimildum ríkissjóðs. Sjaldan ef nokkurn tíma í seinni tíma sögu löggjafarsamkundunnar hefur landsmönnum birst jafn mikill hroki og einbeittur ósómi í afgreiðslu fjár úr sameiginlegum sjóðum lands- manna og einmitt við þá ákvörðun stjórnar- meirihlutans að hlaða fé á einn fjölmiðil, umfram aðra, þvert á jafnræðisreglu og almenna skynsemi um úthlutun almannafjár. Reglur um ríkisstyrki til handa einkareknum fjölmiðlum á allra síðustu árum hafa verið jafn almennar og þær hafa verið umdeildar, en almennar hafa þær þó alltént verið, fram að þessu, altso að allir sitji við sama borð. En þá ákveður formaður fjárlaganefndar upp á sitt einsdæmi að fara á svig við almennu regl- urnar og rétta einum miðli í eigin héraði svo sem eins og hundrað milljóna króna dúsu, óravegu frá umsvifum hans miðað við aðra fjölmiðla í landinu, og fær til þess samþykki frá mági helsta stjórnanda viðkomandi fjölmiðils sem situr einnig í fjárlaganefnd. Og allt er þetta gert án vitneskju þess ráðherra sem fer með málaflokk fjölmiðla, en sá hinn sami vissi ekki betur en að fara ætti að almenn- um reglum um stuðninginn við einkarekna fjölmiðla þegar hann var spurður út í þennan einleik meirihluta fjárlaganefndar. Og formaður nefndarinnar, spurður um hugsanlegt vanhæfi mágsins, hefur á orði að sá hinn sami hafi ekki komið að afgreiðslunni að öðru leyti en því að hann hefði skrifað undir samþykkt meirihlutans. Aldrei á seinni tímum hefur íslensk þjóð fengið álíka forskot á Áramótaskaupið. En þetta gerist samt án verulegra athuga- semda frá forkólfum ríkisstjórnarinnar. Þetta er látið hjá líða. Og það merkir ekkert minna en samþykki og velþóknun. Svona má stjórnsýslan vera. Það má vel sníða reglurnar að sérþörfum einstakra fyrirtækja. Regluverkið á íslenskum fjölmiðlamarkaði er óskapnaður. Ekkert svið atvinnulífsins hér á landi býr við annað eins ójafnræði. Ríkismiðl- inum er úthlutað ótakmarkað forskot á kostnað einkarekinna miðla. Og til að rétta hlut þeirra síðarnefndu á nú einmitt að skekkja stöðuna enn frekar. Og það til heimabrúks, fyrir per- sónur og leikendur í fjárlaganefnd. n Fjárlagasukk Skoðun Fréttablaðið 17. desember 2022 LAuGARDAGuR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.