Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 26
Svo varð þetta bara risastórt, sprakk alveg. Benedikt Freyr Jónsson Öll stærstu sjávarút- vegsfyrir- tæki lands- ins gera upp í erlendri mynt. n Í vikulokin Ólafur Arnarson BIRNADROFN@FRETTABLADID.IS Í viðtali í Markaðnum á Hringbraut í vikunni lýsti Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar, því hvernig það væri eins og rússnesk rúlletta að reka fyrirtæki í ferðaþjónustu í krónuhagkerfinu. Áætlanagerð hér á landi til lengri tíma en nokkurra daga er ágiskun ein vegna þess að enginn veit hvert gengi krónunnar verður eftir mánuð, hvað þá eftir hálft eða heilt ár. Í vikunni kom fram að um 250 íslensk fyrirtæki hafa fengið undan- þágu til að færa bókhald og gera upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni. Flest stærstu fyrirtæki landsins, líka ríkisfyrirtæki, gera upp í erlendum gjaldmiðlum. Öll stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins gera upp í erlendri mynt. Þessi fyrirtæki eru komin út úr krónuhagkerfinu og búa til að mynda við allt önnur vaxtakjör en litlum fyrirtækjum og almenningi í landinu standa til boða. Kostnaður þjóðarbúsins vegna notkunar íslensku krónunnar er talinn nema um 300 milljörðum króna á ári. Þessi kostnaður kemur til af ýmsu. Mikið af honum er vegna kostnaðar við að skipta krónum í gjaldeyri og gjaldeyri í krónur vegna utanríkisviðskipta. Þetta er bæði beint tap þjóðarbúsins og tilflutn- ingur á fjármagni frá almenningi og fyrirtækjum til fjármálastofnana. Krónan lokar okkur út úr við- skiptasamfélagi heimsins, er helsta, jafnvel eina, ástæða þess að erlendir bankar og tryggingafélög starfa ekki hér á landi. Of mikil áhætta er falin í krónunni. Þetta leiðir til þess að íslenskir bankar og tryggingafélög njóta verndar til að okra á viðskiptavin- Íslenska krónan verndar okur hér á landi um sínum. Ofurhagnaður banka og tryggingafélaga stafar af þeirri vernd sem krónan veitir þeim frá alþjóð- legri samkeppni. Þetta er á kostnað lífskjara hér á landi. Krónan er ástæða þess að íslensk fyrirtæki eru ekki samkeppnishæf á alþjóðamarkaði. Krónan er ástæða þess að miklu dýrara er að versla í matinn á Íslandi en annars staðar á byggðu bóli. Krónan er þjóðarböl – þjóðar- böl sem gagnast óheilbrigðu fjár- málakerfi og fjármagnseigendum á kostnað heildarinnar. n Hin aldræmdu partíkvöld Pabbahelgar snúa aftur í kvöld. Benni B-Ruff og Gísli Galdur lofa góðri stemning- um á Sunset. birnadrofn@frettabladid.is Þetta verður geggjuð stemn- ing,“ segir plötusnúðurinn Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B-Ruff. Hann og Gísli Galdur Þorgeirsson endurvekja í kvöld hina alræmdu Pabbahelgi sem þekkt var sem svakalegt partí- kvöld fyrir rúmum áratug. „Ég og Gísli Galdur kynntumst þegar ég var sextán ára og hann fimmtán ára. Hann spurði hvort hann mætti taka eina syrpu á DJ- græjunum mínum og ég sagði já. Komst að því strax þá að hann væri frábær og við höfum verið vinir síðan og spilað mikið saman,“ segir Benni en Gísli Galdur er einnig plötusnúður. „Svo eignuðumst við báðir börn árið 2009, hann stelpu og ég strák. Við héldum áfram að spila í orlofinu og úr varð konseptið Pabbahelgar,“ segir Benni. Þeir Gísli Galdur héldu Pabba- helgar á Kaffibarnum í Bergstaða- stræti einu sinni í mánuði. „Svo varð þetta bara risastórt, sprakk alveg,“ segir Benni. „Það varð alltaf biðröð á Kaffi- barinn alveg lengst niður á Laugaveg Loksins aftur pabbahelgi Gísli Galdur og Benni B-Ruff með börnin árið 2010 þegar Pabbahelgar voru haldnar einu sinni iímánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Benni hefur unnið sem plötusnúður í áraraðir, hér er hann við græj- urnar árið 2015. og færri komust að en vildu, og þeir sem komust inn fóru ekkert út, þau voru bara þangað til við lokuðum. Þetta var bara brjáluð stemning í fjóra til fimm tíma,“ segir hann. Í kvöld verður Pabbahelgi á Sunset á Edition-hótelinu. Benni segist búast við fjölmörgum gestum og lofar trylltri stemningu. „Við búumst við mjög fjölbreyttum hópi en við höfum líka heyrt af mörgum sem voru á Pabbahelgum á Kaffibarnum sem ætla að koma núna. Þetta var þéttur og ótrúlega skemmtilegur hópur svo það verður geggjað. Svo fá hundrað fyrstu frían drykk,“ segir Benni hlæjandi. „Við byrjum klukkan ellefu og lokum klukkan þrjú og hvetjum bara sem flesta til að mæta af því við vitum ekkert hvenær næsta Pabba- helgi verður,“ segir hann. n Katrín Ólafsdóttir ræðir um rannsóknir sínar á ofbeldi í þessu tölublaði en Katrín hefur rannsakað hvernig og hvers vegna ofbeldi þrífst í samfélaginu. Það gerir hún meðal annars með því að ræða við gerendur. Hún segir nauðsynlegt að fjölga úrræðum fyrir gerendur og að mikilvægt sé að úrræðin séu fjölbreytt. Samtalsmeðferð geti hjálpað gerendum og jafnvel spornað við því að þeir brjóti af sér aftur. Slík meðferð taki mörg ár og hún sé erfið en hún virki. Þá segir hún að með því að breyta áherslum í menntakerfinu sé hægt að draga úr ofbeldishegðun. Til þurfi samstillt átak þar sem menntun kennara, námskrá og námsgögn eru meðal þess sem er skoðað og breytt. Þetta eru gleðifréttir í mín eyru. Að það sé í alvörunni hægt að minnka ofbeldishegðun í sam- félaginu og hjálpa þeim sem beitt hafa aðra ofbeldi að gera það ekki aftur. Það hlýtur að vera markmiðið sem við vinnum að. Katrín er doktor í menntavísindum, hún lagði stund á gagnrýnin fræði. Hún lagði stund á það í æðstu menntastofnun landsins hvernig horfa skuli á alla þætti samfélagsins gagnrýnum augum. Hún leggur til leiðir til að draga úr ofbeldishegðun, ég legg til að við hlustum á hana. n Legg til að við hlustum Það eru gleðifréttir í mín eyru. Að það sé í alvörunni hægt að minnka ofbeldis- hegðun í samfélag- inu. Við mælum með Samloku á Kaffibrennslunni Kaffibrennslan á horni Laugavegs og Klapparstígs er fyrir löngu orðin flestum Reykvíkingum kunn. Þar er gott að setjast niður með kaffibolla og spjalla, en það sem kannski ekki allir vita er að þar eru á matseðli geggjaðar samlokur. Við mælum sérstak lega með Spicy Túna, Kjúllaloku og Veganlokunni. Ekki skemmir fyrir á hversu góðu verði samlokurnar eru. Ali Baba shawarma Shawarma á Ali Baba er ótrúlega góð máltíð bæði í hádeginu og á kvöldin en á Ali Baba er boðið upp á arabískan mat. Á kjúklinga- vefjunni er kál, kjúklingur, laukur og Ali Baba sósa og mælum við sér- staklega með henni. Einnig mælum við með Falafel shawarma sem er einstaklega bragðgóð og vegan. n 26 Helgin 17. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 17. desember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.