Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 30

Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 30
Það er einhver mystík í þessum orðum söngvarans. Líkt og þorri þjóðarinnar man undirrituð best eftir Agli úr skemmtanalíf inu, sjónvarpsviðtölum og tónleikum og að sjálfsögðu kvikmyndunum. Veikindin virðast alls ekki áberandi þennan kalda vetrardag, að minnsta kosti ekki fyrir manneskju sem talar við Egil í eigin persónu í fyrsta sinn. Kannski er helst að merkja það á röddinni, sem er hljóðari og lág- stemmdari en maður hefur heyrt í sjónvarpsviðtölum. Agli fylgir skapandi orka, forvitni og húmor og hann er af þessari manntegund sem fyllir hvaða herbergi sem er, sama hver er þar staddur fyrir. Það er engin tilviljun að hann er stjarna. „Ég er að skipta um lyf núna. Var mjög hress í morgun og er búinn að vera á fótum frá sjö. Það stemmir, það eru fimm tímar. Nú er ég að byrja að fjara út. Ég þarf að hvíla mig. Með erfiðismunum er ég að tala. Það er ekki vegna þess að röddin sé ekki þarna, heldur ræður heilinn ekki við að senda skilaboð um það hvernig ég eigi að nota hana. Þú talar átómatískt án þess að hugsa um það, en ég verð að hugsa um það,“ útskýrir Egill. Velur sér von og gleði Aðspurður hvort hann fyllist reiði vegna þessara nýju aðstæðna, svar- ar hann: „Nei, ég reyni að vera … ég er stundum pirraður. Auðvitað fer þetta í skapið á mönnum og menn fara í geðlægðir og svona. En ég hef verið nokkuð heppinn með það að ég var alltaf tiltölulega bjartsýnn, og ég er áfram bjartsýnn. Það hjálpar mér. En auðvitað verður maður pirr- aður,“ segir Egill. Þögnin fyllir herbergið í tíu sek- úndur. Allir fullorðnir þekkja geð- lægðir upp að einhverju marki, en með Parkinson-sjúkdómnum er geðlægðin sjúkdómseinkenni og fylgikvilli, þegar dópamínstöðvar heilans, sem framkalla gleðiboð- efnin, hætta að starfa. Egill leggur áherslu á að þeir sem séu með sjúkdóminn gefi ekki upp vonina. „Ég hef búið mér til að vera alltaf mjög glaður á fullu tungli. Það eru svona vörður sem ég fer á milli. Ég veit að ég verð glaður á fullu tungli og það togar í mig. Svo skipti ég um lyf og þá er enn meiri von, það eru þessi placebo-áhrif með lyfin. Menn verða að búa sér til svona vörður þar sem menn geta glaðst með sjálfum sér þrátt fyrir allt,“ segir hann. „Þetta er ekki versti sjúkdómur- inn sem hægt er að fá. Menn eru að fá krabbamein sem dregur unga menn til dauða á örskömmum tíma. Yngsti maðurinn sem hefur fengið Parkinson er þrjátíu og fimm ára. Það gengur hratt yfir af því að frumuskiptin eru örari. Það er ansi ungt. Það er margt sem hendir menn. Ég held að ég sé heppinn að hafa fengið þetta svona seint.“ Fimm ára með flugferðir Nýja platan hans Egils heitir „tu duende/el duende“, er í tvöföldu albúmi og Egill tileinkar plötuna sérstaklega listamönnum sem hann kynntist sem barn í gegnum Ríkis- útvarpið og kenndir eru við latínsk- karíbska músík. „Þetta er allt músík eftir mig en hún sækir áhrif sín víða og langt aftur. Það setur mark sitt á lögin og útsetningarnar. Þar naut ég samstarfs við kúbverska lista- menn til að koma þessu erindi mínu áleiðis, bæði innlendu og erlendu, og fullkomna þannig draum lítils drengs sem stóð með ukulele-hljóð- færið sitt í Norðurmýrinni fyrir 65 árum og hélt þá þegar að hann ætti erindi.“ Hvernig barn var Egill Ólafsson? „Ég var hlédrægur, en samt með ákveðna löngun til þess að eiga erindi við fólk. Ég var mikið að reyna að setja á svið alls konar hluti. Ég setti tombólu á svið þar sem menn áttu að koma með gjaldmiðil sem var búinn til heima hjá þeim. Foreldrarnir áttu að teikna pen- ingaseðla. Svo var ég með flugferðir fyrir börnin í Norðurmýrinni,“ segir hann. Egill og vinur hans, Páll Þór, stóðu fyrir f lugferðunum. „Pabbi hans vann á f lugvellinum og var korta- gerðarmaður. Þá var bara spýta í kross og svo hljóp ég með f lug- vélina og lýsti því sem við f lugum yfir, tilbúnum löndum. Svo var lent í einhverjum borgum á tilteknum stöðum í Norðurmýrinni.“ Lenti undir strætisvagni Hann segir tíða f lutninga hugsan- lega hafa valdið hlédrægninni. „Ég var alltaf nýr í skólum og kom stundum inn seint á haustin. Það var erfitt. Þetta var af því að pabbi minn var í vinnu hist og her. Við fluttum upp á Skaga og hann var í útgerð þar. Svo vorum við í Vogahverfinu í þrjú ár. Svo í Stangarholti, Heiðar- gerði, Austurbrún. Við f luttum og ég skipti um skóla, var í Ísaksskóla fyrst. Þá lenti ég í afgerandi slysi. Ég lenti undir strætó, sem er sennilega valdur að því sem ég er að horfast í augu við í dag, ör á heilanum.“ Egill útskýrir að Parkinson-sjúk- dómurinn sé ekki genetískur. „Þetta kemur oft til af höggi sem kemur á heilann þegar menn eru ungir með óþroskaðan heila. Ég var í átta ára bekk, er að fara heim með strætó við Hlemm. Ég horfi inn eftir Hverfis- götunni. Svo er að koma strætó, ég er að athuga hvort Álfheimavagn- inn sé að koma. Þá kemur maður sem er að flýta sér í vagninn, hann rekst utan í mig og ég dett utan í vagninn. Dett niður í hjólskálina og rotast,“ segir Egill. Mannþröng var viðstödd slysið og til allrar hamingju var vegfarandi í hópnum sem kom auga á ungan Egil í rotinu. „Hann tekur í lappirnar á mér og fleygir mér upp, og ég lendi með hausnum utan í strætóbekkn- um. Ég fékk gat á höfuðið, níu spor. Menn vilja meina að það geti hafa valdið þessu löngu síðar.“ Egill segist muna mjög vel eftir atvikinu. „Svo raknaði ég úr rotinu og stóð upp og ætlaði að fara inn í næsta strætó. Þessi maður sem bjargaði mér var sýningarstjóri í Gamla bíói, ég fékk lengi frítt í bíó.“ Súkkulaðið gleður ekki lengur Söngvarinn ítrekar að menn viti minnst um heilann af allri líkams- starfseminni, og því sé aðeins um kenningar að ræða. „En það eru framtíðarhorfur í þessu, nokkuð góðar, varðandi stofnfrumur. Þeir forrita þær og planta þeim í heila sjúklingsins þar sem þær taka við hlutverki þeirra frumna sem sjúk- dómurinn hefur drepið. Ef það er ekki of langt um liðið,“ segir hann. „Ég gat gert allt fyrir ári. Það sá ekkert á mér. Ég er með það sem er kallað Parkinson plús. Ég skelf ekki neitt. Ég get ekki hrist sjúkdóminn af mér, sem er kostur,“ segir Egill og glottir. „En þetta hægir allt niður, hreyfigeta minnkar og raddstyrkur- inn dofnar. Ég vona að ég sleppi við ótímabær elliglöp, sem mér skilst að geti fylgt þessari tegund sjúkdóms- ins. Ég finn ekkert fyrir því, ekki enn sem komið er að minnsta kosti og maður bara krossleggur fingur og c’est la vie.“ Egill segist vongóður um að lyfin verði betri. Hann segir þau þó hjálpa lítið sem stendur. Þá kemur hann aftur inn á skort á dópamíni. „Maður gleðst ekki yfir hlutum sem glöddu mann. Ég var mikill súkku- laðimaður, en dökkt súkkulaði – nú finnst mér ekkert varið í það lengur. Ég horfi bara á súkkulaðið og það er bara þarna.“ Egill er þó lausnamiðaður. „Maður gerir sér bara upp eitthvað sem maður gleðst yfir. Ég get búið mér til gleði. Ég ímynda mér hana,“ segir hann. „Þeir sem eru ekki á neinum lyfjum fara oft í mikla geð- lægð sem getur verið skelfileg. Ég reyndi það fyrst, þá settu þeir mig á geðlyf til að minnka geðdeyfð- ina, en líkaði það ekki, of mikið af hliðarverkunum, alls konar veseni. Ég fór af þeim fljótlega og hef verið að prófa mig áfram með alls konar smáskammtalyf. Ég hef í gegnum lækna útvegað mér lyf sem heitir LDN mixtúra, en það var notað á afturbata heróínista. Það á að hjálpa upp á dópa mín- framleiðslu heilans og það hefur reynst mér nokkuð vel. Svo tek Ég lenti undir strætó sem er sennilega valdur að því sem ég er að horfast í augu við í dag, ör á heilanum. Egill leggur áherslu á að þeir sem greinst hafa með sjúkdóminn gefi ekki upp vonina. Stuðmenn kynna plötuna Hvítir mávar í gróðurhúsi 1984. F.v. Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Jakob Frímann. Mynd/GVA Þetta er ekki versti sjúkdóm- urinn sem hægt er að fá. Ég held að ég sé heppinn að hafa fengið þetta svona seint.   30 Helgin 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.