Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 36

Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 36
Ef þú ert búinn að brjóta af þér, þá tapar þú ákveðinni virðingu samfélagsins. Katrín Ólafsdóttir, nýdoktor í menntavísindum, hefur rann­ sakað það hvernig ofbeldi í nánum samböndum þrífst og er viðhaldið í íslensku sam­ félagi. Hún segir mikilvægt að fjölga úrræðum fyrir ger­ endur á sama tíma og virðing fyrir þolendum sé í fyrsta sæti. Ég hafði verið að kenna í menntaskóla lengi og samstarf mitt þar við bæði nemendur og kenn­ ara varð til þess að ég fór að velta fyrir mér hvernig jafnrétti í samfélaginu og hugmyndir um kynjaðar staðalímyndir stangast einhvern veginn á,“ segir Katrín Ólafsdóttir, nýdoktor í mennta­ vísindum. Hún hefur rannsakað hvernig ofbeldi í nánum samböndum þrífst og er viðhaldið í íslensku samfélagi. Rannsóknarefnið skoðaði Katrín meðal annars út frá gerendum, sem er nýnæmi í íslenskum rann­ sóknum. „Ég hef mikið horft á of beldi í nánum samböndum út frá forvörn­ um og hvernig við getum í rauninni hjálpað unga fólkinu okkar að lenda ekki í þessum sporum,“ segir Katrín. Hún segir mikið af rannsóknum af þessu tagi beinast að einstakl­ ingum, hennar rannsókn beinist að samfélaginu, því hvernig samfélagið ýti undir það að ofbeldi þrífist enn innan þess. „Kyngervishugmyndir skipta þarna mjög miklu máli. Ég talaði við gerendur, þolendur og ungt fólk þegar ég vann að rannsókninni og ungu krakkarnir, kannski 18 ára, voru öll sammála um að jafnrétti væri þeim mjög mikilvægt og þau voru meðvituð um ríkjandi jafn­ réttishugmyndir í samfélaginu,“ segir Katrín. „En svo þegar þau eru komin í náin sambönd þá eru svo skýrar hugmyndir um það hvernig strákar eiga að haga sér og svo hvernig stelpur eiga að haga sér og þær hug­ myndir passa ekki við þessar jafn­ réttishugmyndir í samfélaginu,“ útskýrir Katrín. Völd og ofbeldi Katrín segir að það að hugmyndir um jafnrétti í samfélaginu, og svo kynjaðar staðalímyndir í nánum samböndum passi ekki saman, geti haft áhrif á það hvernig of beldi þrífist. „Í samböndum eru það strákar sem leiða og stelpur eiga að láta leiðast. Fólk fær upplýsingar um það hvernig það á að haga sér í gegnum alls konar leiðir, svo sem sjónvarp, og þar er okkur alltaf sagt að stelpur eigi að leyfa strákunum að stýra og strákar fá þau skilaboð að þeir eigi að nýta sér hvert tækifæri til að stunda kynlíf,“ segir Katrín og bætir við að ekki sé pláss fyrir önnur kyn en konur og karla, eða aðra kyn­ hneigð en gagnkynhneigð, innan þessara staðalímynda. „Ofbeldi snýst að svo miklu leyti um völd, í þessum kynjuðu staðal­ ímyndum liggja völd hjá körlum, þeir eru 90 prósent gerenda, sama hvort að þolendur séu konur, karlar eða af öðrum kynjum, og það er ekki tilviljun,“ segir Katrín. Spurð að því hvað sé til ráða segir Katrín kerfisbundnar breytingar líklegastar til árangurs. „Þessar hug­ myndir um kynin eru svo lúmskar og leynast svo djúpt bæði í þjóðar­ sálinni og í sjálfinu okkar og þess vegna er svo erfitt að breyta þessum mynstrum, en það er samt hægt,“ segir Katrín. „Það væri til dæmis hægt með samstilltu átaki í menntamálum, en þá þyrfti að breyta öllu. Skoða nám­ skrá, námsgögn, menntun kennara og svo framvegis,“ segir hún. „Kynfræðsla hefur til dæmis verið að aukast með árunum og þar er verið að tala um samskipti, virð­ ingu, mörk og allt þetta, en það er ekki nóg að það komi einstaka fræð­ ari eða að það séu einhver átök í smá tíma, á meðan það er ekki fræðsla gegnumgangandi í gegnum öll skólastig þá hefur þetta í rauninni mjög lítil áhrif,“ heldur hún áfram. Katrín segir það geta verið flókið fyrir ungt fólk að sitja eina kennslu­ stund þar sem lögð er áhersla á gömul samfélagsleg gildi og í þeirri næstu sé valdeflandi kynfræðsla. „Það þarf að samþætta þetta og það þarf að koma þessum breytingum inn í menntun kennara og skóla­ kerfið allt.“ Fókus á gerendur Katrín skoðar sem fyrr segir ofbeldi meðal annars út frá gerendum. Hún segir nauðsynlegt að fjölga úrræðum fyrir gerendur hér á landi á sama tíma og virðing fyrir þol­ endum sé alltaf í fyrsta sæti. „Það er svo skiljanlegt að það hafi verið byrjað á enda þolenda þegar kemur að rannsóknum og úrræðum gegn of beldi. Minna hefur verið gert á enda gerenda, en það er líka mikil­ vægt,“ segir hún og bendir á að hver gerandi eigi í f lestum tilvikum fleiri en einn þolanda. „Það segir sig því sjálft að ef við ætlum raunverulega að sporna við vandanum þá ættum við að fókusera á það að finna leiðir til að fækka gerendum,“ segir Katrín. „Við vitum það að ef við hittum gerendur eftir fyrsta brot í viðtals­ meðferð eða öðrum inngripum þá getum við minnkað líkur og jafnvel fyrirbyggt það að þeir brjóti af sér aftur,“ bætir hún við. „Ef að gerendur hins vegar hafa brotið ítrekað af sér og kannski ekki áttað sig á því að um brot sé að ræða, er enn erfiðara að hjálpa þeim og vinna með þeim og aðstoða þá. Við þurfum fjölbreytt úrræði sem henta sem flestum. Eins og við erum með ólík úrræði fyrir þolendur þurfum við ólík úrræði fyrir gerendur,“ segir Katrín. Útskúfun Mikið hefur verið rætt um útskúf­ un gerenda í samfélaginu, að þeir eigi ekki afturkvæmt og geti ekki unnið sér aftur inn virðingu sam­ félagsins. Katrín segir nauðsynlegt að ger­ endur taki fulla ábyrgð á verkum sínum, þó að þeir geri það þýði það ekki endilega að þeir komist aftur á sama stað og þeir voru fyrir verknaðinn. „Ef að þú ert búinn að brjóta af þér þá tapar þú ákveðinni virðingu samfélagsins. Þú þarft svo bara að vinna þér hana inn aftur, en þú átt ekkert heimtingu á því að komast aftur á þann stað sem þú varst á eða að ná aftur sama status,“ segir Katrín. „Það fer svo líka auðvitað eftir því hvar þú starfaðir og hvað þú gerðir fyrir brotið, hvort að það sé viðeigandi að gerendur fari aftur í sömu stöðu, enda á þetta ekkert að snúast um það hvar gerendur enda eftir brot heldur ábyrgð og það að vinna úr sínum verkum,“ segir hún. Katrín segir mikilvægt að gefa engan „afslátt“ af þeirri ábyrgð sem liggur á gerendum, með auknum úrræðum sé hægt að veita meðferð sem skili árangri. „Svoleiðis meðferð tekur langan tíma, jafnvel mörg ár og hún getur verið mjög erfið. En það er ekki nóg að gerandi biðjist afsökunar, heldur þarf hann að átta sig á þeim sársauka sem hann olli þolanda,“ segir hún. „Þolendur upplifa margir kvíða, sjálfsvígshugsanir, þora ekki út úr húsi og sitja í sálfræðimeðferð sem kostar fullt af peningum í marga mánuði eða mörg ár, við viljum ekki að neinn upplifi það og þess vegna þurfum við fjölbreytt úrræði fyrir gerendur og þolendur,“ segir Katrín að lokum. n Katrín Ólafs- dóttir hefur rannsakað ofbeldi í nánum samböndum meðal annars út frá gerendum. Hún segir nauðsynlegt að gerendur taki fulla ábyrgð á sínum brotum. Fréttablaðið/ ernir Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is Ekki nóg að gerendur biðjist afsökunar 36 Helgin 17. desember 2022 LAUGARDAGURFrÉttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.