Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 46

Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 46
Hafnartorg Gallery er nýr og glæsilegur áfangastaður í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða einstakt fjöl- nota upplifunarrými sem er helgað mat, verslun og menningu. jme@frettabladid.is Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir er rekstrarstjóri Hafnartorgs Gallery. „Mestan hluta míns starfsferils hef ég unnið í veitingageiranum en það er eitthvað við hasarinn í þeim bransa sem á vel við mig,“ segir Ást- hildur, sem er með MA í mannauðs- stjórnun og BA í mannfræði. „Ég vann á Hananum nokkurn veginn frá því hann opnaði og fékk að taka þátt í mótun verkferla í rekstri staðarins. Einnig starfaði ég sem veitingastjóri á Roadhouse. Ég hef öðlast dýrmæta reynslu sem hefur nýst vel frá því ég tók við rekstrarstjórastöðu Hafnar- torgs Gallery í mars á þessu ári. Þetta hefur verið skemmtilegur og lærdómsríkur tími á meðan fram- kvæmdir voru í gangi og veitinga- staðir voru í hönnunarferli. Það koma margir að svona verkefni og ýmislegt þarf að gerast áður en formlegur rekstur fer í gang. Mun fleira en flestum hefði dottið í hug,“ segir Ásthildur. Matur, menning, verslun Í Hafnartorgi Gallery má finna breitt úrval verslana með alþjóðleg vörumerki, vandaða hönnun, munað og nytjahluti. Meðal annars eru þar Casa Boutique, 66°Norður og The North Face. „Hér gefst tæki- færi til að njóta lífsins frá morgni til kvölds við hvaða tilefni sem er. Hingað er tilvalið að kíkja í hádegis- mat á bæjarröltinu, í snarl eða drykk áður en haldið er út á lífið eða á tónleika á tónleikastöðum miðbæjarins.“ Sex veitingabásar deila glæsilegu veitingasvæði í kjarna Hafnartorgs Gallery. Black Dragon, Brand vín og grill, Fuego, Neó og La Trattoria. Í jaðri Hafnartorgs Gallery er svo veitingastaðurinn Akur þar sem frönsk-norræn stemning með árs- tíðabundnum afurðum fær að njóta sín við bryggjuna.“ Veitingasvæðið, sem er eitt glæsi- legasta veitingarými landsins og veitingastaðirnir, eru hannaðir af Basalt arkitektum. „Hér er mikið lagt upp úr gæðum svo að gestir njóti sín sem allra best. Sætin eru þægileg, rýmið er fallega upplýst, hljóðvistin er góð og öflug loftræst- ing kemur í veg fyrir að salurinn fyllist af matarlykt og brælu. Hér er vandlega hugsað út í allra smæstu smáatriði sem gleymast gjarnan við opnun nýrra staða.“ Veitingasalurinn er listarými með níu stafrænum skjáum þar sem verkum ákveðins listamanns er varpað hverju sinni. „Skjáirnir virka eins og gluggar og skapa ein- staklega notalega og skemmtilega stemningu fyrir gesti og gangandi.“ Sérstakt svæði í salnum er svo til- einkað viðburðahaldi. „Við höfum nú þegar haldið nokkra vel heppn- aða viðburði og má sérstaklega nefna fría tónleika með Bríeti og Högna um daginn. Andrúmsloftið var vægast sagt magnað. Desember hefur verið viðburðaríkur og í dag snúa Aðventukransarnir plötum og spila jólalög. Svo verða jólasveinar á vappi um Hafnartorgið. Eitthvað við allra hæfi Hver veitingastaður og verslun í kjarnanum hefur sína sérstöðu og sjarma og voru sérvaldir úr hópi umsækjenda. „Við lögðum mikið upp úr gæðum í vali á rekstrarað- ilum. Hér er enginn sem við höfum ekki fulla trú á og gerum miklar væntingar til. Þetta eru ólíkir aðilar sem hafa gríðarlegan metnað og hafa sannað að þeir viti hvað þeir eru að gera. Verslun og matur er af afar fjölbreyttum toga, allt frá götubita upp í fínni veitingar. Sama gildir um verslanir Hafnartorgs. Það er því óhætt að segja að öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í mat og drykk, sem og verslun, á Hafnartorgi.“ Lúxus staðsetning Hafnartorg Gallery er staðsett fyrir ofan bílastæðakjallarann sem gerir til að mynda tónleika- ferð í Hörpu einstaklega þægilega þegar vindar blása. „Bílnum er lagt í kjallaranum og lyftan tekin upp í Hafnartorg Gallery. Eftir að fólk hefur gætt sér þar á girnilegum veitingum er svo hægt að ganga yfir í Hörpu í gegnum bílastæða- kjallarann. Þetta er alger lúxus þegar kalt og blautt er úti, en það er í raun sama í hvaða erinda- gjörðum fólk er í miðbænum, við erum alltaf vel staðsett,“ segir Ásthildur. „Við lögðum upp úr því að gera þetta að upplifunarrými sem fólk á öllum aldri gæti heimsótt og notið sín. Aðgengi er frábært og inn- gangar eru á öllum hliðum hússins. Þetta er því ekki síður vinsæll áfangastaður fyrir hjólastólanot- endur og fólk með barnavagna. Hér er nóg pláss og feikinóg af bíla- stæðum. Viðtökurnar hafa vægast sagt farið fram úr björtustu vonum og ég hvet þau sem ekki hafa heim- sótt okkur enn eindregið til þess að skella sér í Hafnartorg Gallery og upplifa þennan nýja áfangastað höfuðborgarinnar. Við hlökkum til að sjá ykkur,“ segir Ásthildur að lokum. n Hittu miðborgina beint í hjartastað Ásthildur segir veitingarýmin vel hönnuð og að hugsað hafi verið út í smæstu smáatriði til að gera þau eins og best verður á kosið. Fréttablaðið/Valli ACNE STUDIOS DIEMME FILIPPA K AXEL ARIGATO HELMUT LANG PAUL SMITH ROYAL REPUBLIQ C.P. COMPANY SAMSØE SAMSØE TIGER OF SWEDEN FLOTT HERRA MERKI ÞÚ FÆRÐ FILIPPA K HERRAFATNAÐ HJÁ OKKUR HAFNARTORG Þú finnur jólagjöfina hjá okkur 6 kynningarblað 17. desember 2022 LAUGARDAGURHafnartorg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.