Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 47

Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 47
The Phallic Bistro/Cafe er veitingastaður og kaffihús sem er staðsett í húsnæði Reðasafns Íslands við Hafnartorg í miðbæ Reykja- víkur. Sérstaða The Phallic Bistro eru gómsætar belgískar vöfflur sem eru í laginu eins og typpi. Þar má finna bæði sætar og ósætar vöfflur sem og árstíðabundnar vöfflur. „Í sætu vöfflunum er vinsælasta vafflan okkar með ferskum jarðar- berjum, nutellasósu og ristuðum pekanhnetum. Svo er líka vinsælt á köldum vetrardögum að fá sér vöfflu með karamellugljáðum eplum, valhnetum og karamellu- sósu eða bláberjavöfflu með mar- engs og bláberjasósu en við erum með mikið úrval af dásamlegum vöfflum,“ segir Elín Bergljótar- dóttir, veitingastjóri á The Phallic Bistro. „Við leggjum mikið upp úr því að gera allt frá grunni og nota einungis hágæða hráefni. Ósætu vöfflurnar okkar eru máltíð með frönskum kartöflum. Við erum til að mynda með „komex“ kjúkl- ingavöfflu, „pulled pork“ vöfflu, morgunverðarvöfflu og svo árs- tíðabundnu vöffluna okkar sem er með hreindýrakjötbollum,“ segir Elín og bætir við: „Þessar vöfflur hafa verið mjög vinsælar og fólk er að koma í mat frá morgni fram á kvöld en Reðasafnið er opið alla daga frá klukkan 10 til klukkan 19. Einnig bjóðum við upp á einstaklega gott kaffi og margir sem koma hafa haft orð á því að við séum með eitt besta kaffi á Íslandi, en við erum stolt af því að eiga einu Kees van der Western kaffivélina á landinu og bruggum í henni artisan kaffi sem sérfræðingarnir í Kvörn hafa valið og brennt. Allt kaffið okkar er keypt beint af býli og er hand- tínt og vistvænt. Einnig erum við með dásamlegt úrval af hágæða tei,“ segir Elín veitingastjóri. „Svo má nú ekki gleyma að tala um kokteilana og bjórinn. Við erum með 5 tegundir af bjór á dælu en þeir koma allir frá Reykja- vík Brewing og kokteilarnir okkar eru ekki af verri endanum en þeir eru einnig blandaðir með hágæða hráefni og meðal annars áfengi frá Reykjavík distillery. Einnig erum við með árstíðabundna hrásaft úr íslenskum krækiberjum sem við tínum sjálf og pressum.“ „Fyrir jólin í ár bjóðum við einnig upp á íslenskan villibráðar- platta sem er frábær smakkplatti fyrir þá sem elska villibráð og svo má nú ekki gleyma því að minnast á jólavöffluna í ár, en hún er einstaklega glæsileg með ferskum hindberjum, karamellu- sósu, piparkökum og sérstökum hátíðarís,“ segir Elín og bætir því við að allt sem gert er á The Phal- lic Bistro sé vel gert og starfsfólkið leggi mikla alúð og nákvæmni í veitingarnar sem í boði eru, en The Phallic Bistro var opnað á Hafnartorgi árið 2019. Eina sinnar tegundar í heiminum „Reðasafnið sjálft er einnig vel þess virði að heimsækja en það er það eina sinnar tegundar í heiminum. Þetta er fræðasafn með reðum af yfir 300 dýrum sem safninu hefur áskotnast á síðast- liðnum 25 árum. Þar er einnig að finna mikið af skemmtilegum og fróðlegum upplýsingum um dýrin. Einnig erum við með einstaka gjafavöruverslun með mikið af munum sem margir hverjir eru ófáanlegir annars staðar en mikið af gjafavörunni okkar er handgerð hér á landi sérstaklega fyrir safnið með viðeigandi þema safnsins. Reðasafnið og Bistroið er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem mikill metnaður er lagður í að veita viðskiptavinum okkar skemmtilega, vandaða og öðruvísi upplifun,“ segir Elín. n Elín veitingastjóri, með jólavöffluna í ár, en hún er með ferskum hindberjum, karamellusósu, piparkökum og sérstökum hátíðarís. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fimm tegundir af bjór á dælu eru í boði á The Phallic Bistro. Vinsælasta vafflan er með ferskum jarðarberjum, nutellasósu og ristuðum pekanhnetum. MYNDIR/MAGNÚS ÓSKARSSON Ósætu vöfflurnar eru máltíð með frönskum kartöflum. Í boði á The Phallic Bistro er jólaglögg ásamt góðum kaffidrykkjum, hágæða tei og ljúffengum kokteilum. Fyrir jólin bjóðum við upp á íslenskan villibráðarplatta sem er frábær smakkplatti fyrir þá sem elska villibráð. Elín Bergljótardóttir Dásamlegar belgískar vöfflur  kynningarblað 7LAUGARDAGUR 17. desember 2022 hafnartorg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.