Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 65

Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 65
Verslun Levi’s á Hafnartorgi er eins og flaggskip Levi’s í London. Þar trónir afmælis- barn næsta árs enn og aftur á topplistanum: Levi’s 501. „Það verður mikið um dýrðir hjá Levi‘s á nýárinu því árið 2023 verða Levi‘s 501 gallabuxurnar 150 ára. Þá verða gefin út afmæliseintök af þessum frægustu gallabuxum heims, en um þessar mundir eru 501-gallabuxur einmitt það allra vinsælasta hjá unga fólkinu. Þetta frábæra gallabuxnasnið virðist rjúka upp í vinsældum á tíu ára fresti þegar nýjar kynslóðir ungl- inga uppgötva 501 og vilja klæðast þeim við öll tilefni.“ Þetta segir Lilja Bjarnadóttir, eigandi Levi‘s á Íslandi. Hún er stödd í nýjustu verslun Levi‘s á Hafnartorgi í miðborg Reykjavík- ur, en Levi‘s er líka með verslanir í Kringlunni og Smáralind. „Við opnuðum á Hafnartorgi sumarið 2021 og var verslunin ein af þeim fyrstu í Evrópu sem var innréttuð samkvæmt nýjasta standard í innréttingum frá Levi‘s, svokölluðu Indigo Consept Store. Hún lítur því út eins og flaggskip Levi‘s í London, og í millitíðinni höfum við einn- ig fært Levi‘s í Kringlunni í sama búning, stækkað hana og fært um set innanhúss,“ segir Lilja. 150 ára afmæli Öldungurinn Levi‘s 501 er enn, 150 árum eftir að fyrstu gallabuxurn- ar komu á markað í Bandaríkjunum árið 1873, vinsæl- ustu gallabuxur í veröldinni. „Það sem er einstakt við 501 gallabux- urnar er hversu klassískar þær eru. Sniðið er beint og maður getur verið jafn flottur í því hvort sem maður velur að hafa þær níðþröngar, hálflausar eða mjög lausar þannig að þær hangi niður rassinn, eins og sumir vilja hafa það. 501 fylgir tískunni á hverjum tíma og fást alltaf í þremur grunn- litum, ljósbláu, dökkbláu og svörtu, en dökkbláu buxurnar, sem kallast „indigo denim“, verða bara enn flottari með árunum því efnið breytist, mýkist og aðlagast,“ segir Lilja um 501-gallabuxurnar sem klæða öll kyn. „Nú fæst líka sérstakt 501-snið fyrir konur og er mjög vinsælt hjá stelpunum en sumar vilja líka hefðbundnar 501-buxur fyrir karla því það er líka flott á stelpum.“ Trendin koma frá Levi’s í Evrópu Verðlagning Levi‘s á Íslandi er sambærileg við aðrar Levi‘s-búðir í Norður- Evrópu og í f lestum til- vikum er verðið hér betra en í Danmörku. „Það er gaman að segja frá því að eftir að við komum með Levi‘s á Hafnartorg koma enn fleiri útlendingar að versla hjá okkur og í vikunni fékk ég yfirlit frá Tax Free yfir hvaða þjóðir versla mest við okkur. Þar eru Banda- ríkjamenn í fyrsta sæti, svo Danir og Norðmenn. Margir segja ódýrast að versla Levi‘s í Ameríku, sem er eflaust rétt ef þú kaupir Levi‘s í Wallmart, en stundum er sú framleiðsla úr öðrum efnum en í Evrópu. Þess vegna sækjast Bandaríkjamenn eftir Levi‘s í Evrópu sem er miklu smartari vara og úr flottari efnum, sérstaklega 501 gallabuxurnar,“ upplýsir Lilja. Hún segir fæsta átta sig á stærð og umfangi Levi‘s í heiminum, en fyrirtækið rekur þrjú fyrirtæki á heimsvísu, í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Þótt ákveðnar Levi‘s-vörur séu svipaðar á milli fyrirtækjanna aðlaga þau sig að sínum markaði. Í dag skarar Levi‘s í Evrópu fram úr í trendum og því að koma nýrri tísku af stað og þess vegna sækjast Bandaríkjamenn eftir því að koma í verslun okkar á Hafnartorgi,“ segir Lilja. Vistvæn framleiðsla Levi’s Levi‘s hefur verið með verslun á Íslandi síðan 1972, eða í hálfa öld. „Levi‘s er frægasta gallabuxna- merki í heimi og mikill braut- ryðjandi í gallabuxnatískunni á hverjum tíma,“ segir Lilja, en hún og eiginmaður hennar, Hrafnkell Reynisson, hafa verið með Levi‘s á Íslandi í að verða tuttugu ár. „Ég er alltaf mjög stolt af Levi‘s. Þótt merkið sé risi á heimsmæli- kvarða hefur það umhverfisvitund í hávegum. Í dag er mikil umræða um mikla vatnsnotkun sem fylgir því að framleiða bómull og er Levi‘s alltaf að leita leiða til að gera framleiðslu sína vistvænni, nota minna vatn og þeir endurnýta plast í efnin sín. Það sem mér þykir þó mest virðingarvert er að Levi‘s heldur engu út af fyrir sig, heldur deilir fyrirtækið öllu til iðnaðarins í heild sinni því það vill stuðla að því að iðnaðurinn verði vist- vænni,“ segir Lilja. Hún nefnir annað dæmi um að Levi‘s sé langt á undan sinni samtíð. „Í kreppunni miklu 1929 var mikið atvinnuleysi í Bandaríkj- unum en á sama tíma sagði Levi‘s engum upp heldur minnkaði starfshlutfall hvers og eins svo allir hefðu vinnu. Þeir hafa alltaf verið framarlega í öllu vinnuum- hverfi, hugsað vel um starfsfólk sitt og umhverfið. Fólk gengur því að því vísu að kaupa vistvænni gallabuxur og versla við fyrirtæki sem hefur mannúð í öndvegi hjá Levi‘s.“ Allir fá buxur fyrir sinn stíl Fyrir jólin eru Levi‘s-búðirnar fullar af freistandi fatnaði og fylgi- hlutum í jólapakkana. „Starfsfólk Levi‘s er ungt og metnaðargjarnt og leggur ofur- áherslu á að leiðbeina og ráðleggja viðskiptavinum um hvaða buxur og flíkur henta hverjum best. Markmið okkar er alltaf að veita góða þjónustu og að allir fái buxur og fatnað sem henta þeirra stíl og óskum,“ segir Lilja. Levi‘s er á Hafnartorgi, í Kringlunni og Smáralind. Frægustu gallabuxur í heimi orðnar 150 ára Eva Margrét og Alicia Lind taka vel á móti viðskiptavinum á Hafnartorgi. fréttablaðið/ernir Par í Levi’s 501 gallabuxum sem verða 150 ára á nýárinu. Verslun Levi’s á Hafnartorgi er innréttuð eftir nýjasta útliti Levi’s í stílnum Indigo Consept Store. Sokka- gjafabox er æðisleg jólagjöf; fjögur flott Levi’s sokkarpör á aðeins 3.490 krónur. Levi’s 501 fást í mörgum litum. Hér má sjá þær í ljósbláu og dökkbláu. Verð frá kr. 13.990. Levi’s í Evrópu skarar fram úr í trendum og því að koma nýrri tísku af stað. Þess vegna sækjast erlendir ferðamenn eftir því að koma í verslun Levi’s á Hafnartorgi. kynningarblað 9LAUGARDAGUR 17. desember 2022 haFnartorg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.