Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 66
Við fáum reglulega
til okkar viðskipta-
vini sem segjast enn vera
að nota 15-20 ára gamlar
flíkur frá vörumerkinu.
Það eru bestu með-
mælin, fatnaður sem
endist vel og virkar.
The North Face er eitt fræg-
asta útivistarmerki í heimi.
Fyrirtækið varð til þegar
tveir gönguáhugamenn
stofnuðu litla útivistar-
verslun í San Francisco árið
1966. The North Face opnaði
verslun á Hafnartorgi Gall-
ery um miðjan júlí í sumar
og hafa viðtökur verið góðar.
Allt frá upphafi skuldbundu stofn-
endur sig til að þjóna öllum þeim
sem vildu kanna náttúrulegar og
fáfarnar slóðir. Útivistarfatnaður
The North Face hefur því verið
gríðarlega vinsæll hjá pólförum og
Everest-klifrurum. Aðrir útivistar-
garpar hafa einnig fundið rétta
fatnaðinn hjá The North Face.
Birna Dögg Guðmundsdóttir,
verslunarstjóri hjá The North Face
á Hafnartorgi, segir að þessi versl-
un sé sú fyrsta með vörumerkið hér
á landi en fatnaður fyrirtækisins
hefur m.a. fengist hjá Útilífi hér á
landi. „Við erum ákaflega stolt og
hreykin af þessari verslun.
Í verslun The North Face fæst
alhliða útivistarfatnaður fyrir
dömur og herra. Við erum sömu-
leiðis með Summit línuna sem
er sú tæknilegasta frá The North
Face. Það er fatnaður sem hentar
erfiðustu veðurskilyrðunum. Auk
þess bjóðum við upp á götufatnað
sem hentar til daglegra nota, og
hefur verið mjög vinsæll hjá þeim
sem fylgjast með tískunni,“ segir
hún. „Þá bjóðum við sömuleiðis
upp á skó og aukahluti, meðal ann-
ars duffle töskurnar frægu, ólíkar
gerðir af bakpokum, höfuðljós,
göngustafi og margt fleira, sem
allir útivistarmenn og áhugafólk
væri glatt með í jólagjöf.“
Birna segir að þar sem verslunin
sé tiltölulega ný muni vöruúrvalið
taka breytingum eftir því sem
viðskiptavinurinn óskar eftir. „Við
viljum finna taktinn og hjartað
í kúnnanum hér í þessari nýju
verslun í miðbænum. Hingað koma
bæði Íslendingar og erlendir ferða-
menn. Við erum staðsett í Hafnar-
torg Gallery, ásamt fleiri verslun-
um og mathöll. Við trúum á þessa
staðsetningu enda eru þúsundir
bílastæða hér undir versluninni og
mjög góð aðkoma. Það er rúllustigi
niður í bílastæðahúsið svo þetta
gæti ekki verið einfaldara. Fólk
þarf ekki að fara út úr húsi þegar
það kemur til okkar,“ segir Birna.
„The North Face er eitt vandað-
asta útivistarmerki í heimi. Við
fáum reglulega til okkar viðskipta-
vini sem segjast enn vera að nota
Birna Dögg segir að viðskiptavinir hafi tekið vel í The North Face verslunina á Hafnartorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Mikið úrval af yfirhöfnum sem henta einstaklega vel í íslenskum vetrarkulda.
92 Retro Nuptse
64.990 kr.
Printed 71 Sierra
Down Parka
74.990 krónur.
Vandaðar jólagjafir
fyrir kröfuhart
útivistarfólk
Himanlayan Parka
74.990 kr.
10 kynningarblað 17. desember 2022 LAUGARDAGURHafnartorg