Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 70

Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 70
 Við vildum að til yrði svæði þar sem fólk myndi sækja í gæðavöru og þjón- ustu. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Hafnartorgssvæðið er nýtt og nútímalegt borgar- hverfi sem nær alveg frá Lækjartorgi og að Hörpu. Á svæðinu er blandað saman íbúðarhúsnæði, skrifstofum, hótelum, glæsilegum versl- unum og gæðaþjónustu ásamt menningartengdri starfsemi. Reginn fasteignafélag er eigandi verslunar- og þjónustuhúsnæðis á Hafnartorgssvæðinu. Finnur Bogi Hannesson, þróunarstjóri Hafnartorgs, hefur unnið að þróun svæðisins frá árinu 2017 og segir að hvað Regin varði megi skipta verkefninu í þrennt. „Fyrsti áfanginn hófst með opnun H&M og H&M Home á haustmánuðum 2018, en síðan þá hefur rekstraraðilum á svæðinu fjölgað nokkuð jafnt og þétt. Í þessum fyrsta áfanga hefur sér- stök áhersla verið lögð á glæsilegt framboð af alþjóðlegri tískuvöru í bland við vinsæla afþreyingu, bæði meðal Íslendinga og erlendra gesta. Rekstraraðilar á þessu svæði eru nú þegar orðnir 13 talsins,“ segir hann. „Auk H&M verslananna opnuðu, í þessum fyrsta áfanga, tískuvöru- verslanir á borð við COS, Col- lections, GK Reykjavik, Levi‘s og Michelsen 1909 með Rolex vöru- merkið í broddi fylkingar.“ Annar áfanginn í þróun Hafnartorgssvæðisins var opnun Hafnartorgs Gallery. Þegar það var opnað bættust við 11 nýjar rekstrareiningar við flóru verslana og þjónustu á svæðinu. „Það má segja að á árinu 2022 hafi orðið ákveðinn vendipunktur á svæðinu með þessari opnun. Húsnæðið hýsir glæsilegar lífsstíls- verslanir og fjölmarga veitinga- staði. Stuttu áður en Hafnartorg Gallery var opnað, var fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi opnað, Reykjavík Edition, í næsta húsi. Það má segja að þessum öðrum áfanga muni svo ljúka með til- færslu nýrra höfuðstöðva Lands- bankans á svæðið ásamt utan- ríkisráðuneytinu,“ upplýsir Finnur Bogi. „Þá verða ríflega 1.000 starfs- menn starfandi á svæðinu svo það verður mjög líflegt þar alla daga. Þriðji og jafnframt síðasti áfang- inn í þessu skemmtilega verkefni eru eignir sem Reginn festi nýlega kaup á við Hafnarstræti. Þar hafa nú þegar nokkrir mjög öflugir Eins og að vera í erlendri stórborg Finnur Bogi Hannesson, þróunarstjóri Hafnartorgs, segir spennandi áfanga fram undan í þróun svæðisins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Svæðið er blanda af íbúðum, verslunum, þjónustu og menningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nýja verslunarsvæðinu hefur verið vel tekið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK rekstraraðilar bæst við undir hatt Hafnartorgs, meðal annars Reykjavik Konsúlat hótelið, Lyfja og BioEffect. Næst á dagskrá er svo þróun og opnun á Hafnarstræti 18 sem er enduruppbygging á sögu- frægu húsi sem mun tengja svæðið skemmtilega við gamla miðbæinn og Lækjartorg.“ Gæði í vörum og þjónustu Grunnhugmyndin við þróun svæðisins var, að sögn Finns Boga, að velja inn rétta blöndu af rekstraraðilum á svæðið. Rekstrar- aðilum sem myndu styrkja svæðið og miðborgina. „Við vildum að til yrði svæði þar sem fólk myndi sækja í gæðavörur og þjónustu, en áherslurnar hafa vissulega verið aðeins mismun- andi eftir því hvar á svæðinu við höfum verið. Eins og ég kom að áðan var mikil áhersla á alþjóðleg tískuvörumerki í fyrsta áfang- anum, það hefur verið grunnstefið okkar. En í öðrum áfanganum hefur verið lögð meiri áhersla á lífsstílsverslanir, til dæmis North Face, 66°Norður og Casa, ásamt því besta sem borgin hefur upp á að bjóða í mat og drykk,“ útskýrir hann. „Eins og ég sagði áðan þá markaði árið 2022 mikil tímamót í þessu þróunarverkefni, en nú er ljóst að árið 2023 verður ekki síður spennandi. Við erum nú þegar búin að skrifa undir samninga við nýja og öfluga rekstraraðila sem munu bætast við á næsta ári. Þar á meðal er ný lúxusvöruverslun sem kemur erlendis frá og mun eflaust vekja mikla athygli. Sú verslun mun bjóða upp á lúxusvörumerki í fatnaði og fylgihlutum sem hafa ekki áður fengist á Íslandi.“ Finnur Bogi segir að enn sé ekki ákveðið hvaða starfsemi verði í endurbyggingu hins sögufræga húss á Hafnarstræti 18, en verið sé að skoða möguleikana þar. „Það verður klárlega starfsemi sem styrkir svæðið. Við erum að skoða að hafa hugsanlega ein- hverjar hönnunarbúðir eða lífs- stílsverslanir þar, sem passa við svæðið. En það kemur betur í ljós með vorinu,“ segir hann. „Nú þegar er heildarfjöldi rekstraraðila á svæðinu orðinn rétt tæplega 30 talsins en það má gera ráð fyrir að þeir verði á fimmta tug á komandi árum með tilkomu nýrra verslana við Hafnarstræti og aukningu á þéttleika verslana. Við fjárfestum í vörumerkinu og leggjum mikla áherslu á að það tengi svæðið vel saman og standi fyrir gæði í verslun, veitingum og menningu.“ Listir og menning í forgrunni Tenging við menningu, listir og hönnun hefur verið markviss í þróun Hafnartorgssvæðisins. Hafnartorg hefur til að mynda verið einn af lykilsamstarfsaðilum Hönnunarmars undanfarin ár. „Þungamiðja hátíðarinnar hefur farið fram hér á Hafnartorgi, en við höfum auk þess sett upp margar mjög flottar sýningar hér á svæðinu í samvinnu við lista- fólk. Fyrr í haust var frumflutt nýtt margmiðlunarverk, Óratorinn, eftir Högna Egilsson og Karlsson- wilker og núna í desember eru til dæmis tvær mjög flottar sýningar á svæðinu. Annars vegar sýning Sigurjóns Sighvatssonar kvik- myndaframleiðanda, Becoming Richard, en hann sýnir undir lista- mannsnafninu COZY BOY. Hins vegar er Elísabet Ásberg með nýja listsýningu með fjölbreytt úrval verka þar sem hún notast mikið við silfurskúlptúra, sem eru glæsi- legir,“ segir Finnur Bogi. „Það hefur verið stefna okkar að vinna með og styðja við menningu og listir í miðborginni. Það hefur verið einn af lyklunum í þess- ari þróun að leyfa fólki að njóta svæðisins í gegnum fjölbreytta menningu.“ Finnur Bogi bætir við að aðgengi á svæðinu sé einstaklega gott fyrir mismunandi starfsemi, bæði fyrir gangandi, hjólandi og bílaumferð. „Svæðið hentar íslenskum aðstæðum mjög vel, hvorki bíla- stæði né veðrið eru hindrun hér, enda er stærsti bílakjallari landsins undir svæðinu, sem nær alla leið frá Hafnarstræti og undir Hörpu. Fólk getur keyrt inn í bílakjallarann frá þremur mis- munandi stöðum og gengið upp á mörgum stöðum, meðal annars með lyftum og rúllustigum, beint upp á göngugöturnar og verslunar- svæðin,“ segir hann. Finnur Bogi segir að viðtökurnar við þessu nýja svæði hafi verið góðar, bæði hjá Íslendingum og erlendu ferðafólki. „Vissulega tekur allt tíma í svona stóru þróunarverkefni. En fólk sem hefur séð gæðin í vöru og þjónustu hjá okkur hefur verið mjög ánægt og svæðið hefur verið vel sótt. Fólk er ánægt með að það séu komnar svona stórar og flottar verslanir í miðbæinn, með vörum sem ekki hefur verið hægt að fá hérlendis áður. Við höfum svolítið fundið fyrir því að fólki finnst eins og það sé í erlendum stórborgum þegar það heimsækir svæðið, vegna úrvalsins af verslunum og þjónustuaðilum. Við finnum líka aukinn meðbyr eftir opnun Hafnartorgs Gallery og erum spennt fyrir framhaldinu.“ n 14 kynningarblað 17. desember 2022 LAUGARDAGURHafnartorg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.