Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2022, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 17.12.2022, Qupperneq 82
Silja Bára Ómarsdóttir, pró- fessor í alþjóðasamskiptum, og Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur og uppistandari, settust á rökstóla Fréttablaðs- ins til þess að gera upp árið 2022 sem mun brátt heyra sögunni til. Endalok Covid-faraldursins, stríð í Úkraínu, óeirðir í Íran, vantraust á ríkið og samsæriskenningar voru meðal þess sem rætt var í samantekt á fréttaefni ársins. Til þess að byrja með væri ef laust gott að rýna aðeins í það hvar við stöndum, nú þegar faraldurinn er að vissu leyti búinn. Silja: Er ekki Covid að fara að verða flensa? Við eigum þó að sjálf- sögðu eftir að fara í gegnum hvort við fórum of harkalega í skerðingum og annað. En ég held að stóra málið sé enn þá sambýli manna og dýra og sjúkdómar sem stökkva á milli tegunda. Það er að segja, eyðing vist- kerfa sem þrýsta dýrum nær okkur. Líka mögulega að sýklalyfin séu að fara að renna út? Bergur: Það er það sem Þórólfur er að tala um núna og minntist á það á Matvælaþingi um daginn. Það var minnst á þetta í pallborði þar. Það eru alltaf nýjar hættur. En líka að Covid hafi vakið okkur aðeins upp varðandi þessa alþjóðavæðingu sem hefur verið í gangi síðustu þrjátíu ár. Hversu viðkvæm hún er fyrir vágestum. En þetta er allt sam- tengt. Það er alla vega mjög mikið að melta. Erum við að sjá merki út frá þessu um að við getum verið samtaka sem heild og í raun sem tegund? Silja: Já og nei. Vesturlönd gátu bólusett sig. En til dæmis var einka- leyfum ekki sleppt og það var lítið um að lyf væru niðurgreidd til fátækra ríkja. Þetta er smá eins og að segja að hlutirnir séu á heimsvísu af því að OECD-löndin voru samtaka. Þannig að manns eigin vestræna sýn getur mögulega bjagað þetta? Silja: Já, til dæmis í Kína, að frið- samleg mótmæli beri árangur er alveg magnað. Stjórnvöld hafa reynt að halda þessari núll Covid-stefnu allan þennan tíma. Jafnvel þegar engin smit eru þarftu samt að fara í próf á sjötíu og tveggja tíma fresti. Svona var það bara þangað til fyrir viku síðan. Það komu upp þrjú smit í margra milljóna borg þar sem vin- kona mín býr og þá var þetta próf á hverjum sólarhring. Allur tíminn og raðirnar sem fólk þarf að standa í, því þetta eru náttúrulega ekkert heimapróf, það er ekkert verið að treysta þér. Bergur: Maður verður líka að horfa á eitthvað jákvætt og það má segja að í sameiningu höfum við sigrast á þessum óvini og þetta hefði getað farið miklu verr. En það varð líka til sundrung í vestrænum sam- félögum sem við höfum ekki séð áður. Sem er rosalega djúpstæð van- trú á stjórnvöldum og ég held að það sé áhyggjuefni til framtíðar. Ég held að stjórnvöld hafi fundið að mestu leyti einhvern takt upp á að ganga ekki of langt. Ég held til dæmis að á Íslandi hafi bólusetningarhlut- fallið farið mest í 87 prósent. Þegar ég heyrði þetta hugsaði ég að stjórn- völd ættu ekkert að ýta því eitthvað mikið hærra. Silja: Enda gerðu þau það ekki. Vantraust og hernaður Þetta er ár stríðsins, ekki satt ? Silja: Jú, auðvitað. Þetta eru orðn- ir níu mánuðir. Það er ekkert hægt að líta fram hjá því. Þetta tengist að vissu leyti þessum klofningi sem myndast, en það sem Covid gerir er að það nærir samsæriskenningar gagnvart stjórnvöldum. Maður sér það alveg í kringum stríðið líka. Það er svo rosalegur fókus á vígbúnað- inn og hernaðinn. Úkraínustríðið er í raun að þurrka upp vopnabirgðir í heiminum, því það er verið að dæla vopnum þarna inn. Þetta mun Óeining og upplýsingaóreiða einkennir áriðRagnar Jón Hrólfsson ragnarjon @frettabladid.is síðan kalla á rosalega framleiðslu. Vonandi lýkur þessu f ljótt, en þá verðum við komin með hergagna- framleiðslu sem við höfum ekki séð í áratugi. Talið berst að þeirri óeiningu sem hefur ríkt varðandi fréttaf lutning af stríðinu og trausti almennt gagnvart stjórnvöldum og stofnunum. Silja: Þarna kemur þessi klofning- ur aftur. Hverju trúir maður og hvaða fjölmiðlum? Áróður og falsfréttir frá Rússlandi sem tala inn í bólusetn- ingaróttann og vantraustið? Það er einhver tenging þarna á milli. Það eru þessi blönduðu átök í kringum þetta allt saman sem við þurfum að vera rosalega meðvituð um líka. Mætti ekki segja að ákveðið botn fall hafi orðið í trausti fólks til stofnana, stjórnvalda, trúarbragða Maður verður líka að horfa á eitthvað jákvætt og það má segja að í sameiningu höfum við sigrast á þessum óvini og að þetta hefði getað farið miklu verr. En það varð líka til sundrung í vestrænum samfélög- um sem við höfum ekki séð áður. Bergur Ebbi Benediktsson Silja Bára og Bergur Ebbi eru sammála um það að stríðið í Úkraínu sé eflaust eitt stærsta frétta- mál ársins. Fréttablaðið/ anton brink og hugmynda almennt? Að hin póst- móderníska hugsun sé farin að blæða í meira mæli inn í almenna hugsun, sem orsakar það að við höfum engan grundvöll? Að ekkert eitt sé rétt? Bergur: Það sem gerðist á þessu ári er að fólk byrjaði að vantreysta tæknirisunum og samfélagsmiðl- unum líka. Þetta er ákveðinn upp- taktur að falli þeirra heljargreipa sem þessi öfl höfðu á hugsun okkar. Við sjáum núna, eftir að hafa lifað með samfélagsmiðlum í fimmtán ár, að auðvitað eru ákveðin hugsana- mengi og gildismat sem þessir hlutir boða. Þessi hugmynd, að þú eigir alltaf að deila öllu og að einkalífið eigi alltaf að vera til sýnis. Við sjáum að þetta leysir ekki öll vandamál heimsins og þetta leiðir að ákveð- inni krísu. Tæknirisar og samfélags- miðlar lenda svo í ákveðnum fjár- hagsvandræðum. Facebook stofnar sig eiginlega upp á nýtt í febrúar þegar þau kynna Metaverse. Twitter er keypt af Elon Musk og ég held að það séu að einhverju leyti samning- ar sem eru ekki alveg gengnir í gegn, án þess að þekkja það. Þetta hefur leitt til ákveðins vantrausts á þessa hluti. Ég held að í stórum atvikum í heiminum þá höfum við minna haldreipi heldur en áður til að meta hvað er satt og rétt. Silja: Það er líka alveg merkilegt hversu mikill fjöldi fólks er tilbúinn til að segja það að Rússar eigi Krím- skagann. Að þetta sé einfaldlega réttlætanlegt. Þeir séu bara að verja Rússa þar. Að þetta sé í lagi. Það er í raun ótrúlega stór hópur sem er tilbúinn til þess að taka undir þennan málflutning, sem er dreift af stjórnvöldum í Rússlandi. Bergur: Maður vill kannski ekki vera í of miklum yfirlýsingum en mögulega erum við að sjá eitt mesta bakslag í alþjóðavæðingunni, þeirri alþjóðavæðingu sem hófst við fall múrsins í Þýskalandi í kringum 1989 og í líka í kringum fall Sovétríkjanna. Pólitík í ólugsjó Talið berst þá að stjórnvöldum og hefjast leikar í Bretlandi. Boris Johnson segir af sér og Liz Truss tekur við í fimmtíu daga og núna er Rishi Sunak mættur. Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessari ólgu, er það mögulega Brexit? Silja: Ég held að þetta sé klár- lega afleiðing af Brexit. Það er núna sundrung í f lokknum og það sem mér finnst áhugavert við þetta er að þetta tengist aðeins kenn- ingunni um glerþakið og glerrúllu- stigann, sem er þegar karlar byrja í kvennastétt að þá skjótast þeir yfir- leitt á toppinn. En glerbrúnin er svo þegar allt er að fara til fjandans þá hleypir þú konum að. Þá er það fyrst Liz Truss sem tekur við og núna er það forsvari minnihlutahóps. Sunak er fyrsti forsætisráðherra Breta af suður-asískum uppruna og frá nýlenduveldi. Maður horfir á þetta og þau vita þetta og það er ákvörðun að láta ekki hvítan karl standa þarna og taka þessi högg. Þannig að það er búið að taka konuna og svo fær hör- undsdökki maðurinn að spreyta sig. Trump er að boða endurkomu sína. Hann ætlar að vinna árið 2024. Það er mikil óeining í gangi þar og ákveðið menningarstríð sem kraumar. Eru síðustu þingkosningar þar sem Repúblikanar biðu ákveð- inn ósigur vísbending um eitthvað? Silja: Hvort þessar kosningar gefi til kynna einhverjar lengri tíma vís- bendingar er alveg ómögulegt að segja. En það sem mér finnst áhuga- vert við þetta er að Trump er kosinn á loforðinu um að hann muni skipa hæstaréttardómara sem muni fella Roe vs. Wade úr gildi. Hann gerir 46 Helgin 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðiðheLGin á RökstóLUm Fréttablaðið 17. desember 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.