Fréttablaðið - 17.12.2022, Blaðsíða 83
Silja Bára og
Bergur Ebbi
ræddu um
nokkur af helstu
fréttamálum
ársins.
Fréttablaðið/
anton brink
Á meðan Trump er
áfram með þennan
málflutning þá er hann
ekki að fara að laða að
sér jafn mikið fylgi.
Silja Bára Ómarsdóttir
það og dómurinn styrkir Demó-
krata gríðarlega. Hann hristir út fólk
sem myndi alltaf kjósa Repúblikana
en trúir samt á rétt fólks til þess að
ráða yfir eigin líkama.
Á meðan að Trump er áfram með
þennan málf lutning þá er hann
ekki að fara að laða að sér jafnmikið
fylgi og hefur ekki eins mikla vigt og
áður. Að einhverju leyti þá er hann
bara að fara að sprikla, en ég mun
mögulega þurfa að éta þetta ofan í
mig eftir eitt ár.
Loftslagsváin
Varðandi frekari óeiningu þá hafa
verið mótmæli víðs vegar um heim-
inn og sérstaklega í Íran. Þarna er
verið að safnast í kringum píslar-
vottinn Mahsa Amini.
Silja: Það sem mér fannst áhuga-
vert í því er hvernig líkamar eru not-
aðir. Að það megi ekki sjást í hárið
og annað og að þú þurfir að vera
með þessa slæðu. Mahsa Amini
verður einmitt að píslarvætti, en ef
við horfum aðeins dýpra þá er hún
ekki bara kona heldur líka Kúrdi.
Þetta er flóknara. Það sem uppruna-
lega snerist um líf og frelsi kvenna
er orðið meira líf og frelsi almennt.
Þetta er orðið lýðræðistengt. Svar
klerkaveldisins er svo að taka út sið-
gæðislögregluna. Með því er verið
að svara kvennahliðinni, en þeir eru
ekki að ná að svara því sem er orðið
stóra lýðræðismálið.
Mannfjöldi heimsins nær 8 millj-
örðum í ár og við stefnum hröðum
skrefum að því að hlýnun verði meiri
en 1,5°C. Misstum við athyglina á
loftslagsmálum þetta árið?
Bergur: Ég held að á þessu ári hafi
ákveðnum teningum verið kastað,
sérstaklega vegna orkukrísunnar.
Þetta getur leitt til mikillar þróunar
til hins betra en það getur líka leitt til
hins gagnstæða. Þetta þvingar okkur
að ákveðnu leyti á Vesturlöndum, að
Íslandi utanskildu, til þess að leita
nýrra leiða við orkuöflun.
Silja: Það sem mér finnst gerast á
þessu ári er að það er gríðarleg með-
vitund meðal ungs fólks og það er
talað mikið um það. Það sem kom
út úr COP27-ráðstefnunni er aðal-
lega þessi viðbragðssjóður sem
borga á fyrir skemmdir í fátækari
löndum sem orðið hafa vegna lofts-
lagsbreytinga. Ef við eigum að fá
fátækari ríkin með í að draga úr
losun þá þarf að veita þeim tækni
til þess að sleppa ákveðnum þáttum
sem ríkari lönd hafa farið í gegnum í
sinni þróun. Það sem er þó að gerast
og það sem ég óttast, er þetta bak-
slag. Það er verið að tala um að opna
aftur kjarnorkuver og það er til
umræðu að nota kolaver í Bretlandi.
Bergur: Til þess að reyna að horfa
á eitthvað jákvætt þá er þetta árið
þar sem fólk í Evrópu áttar sig á því
hversu dýru verði orka er keypt. Það
er sagt að við munum ekki byrja að
berjast gegn hlýnun fyrr en við finn-
um á eiginn skinni loftslagsbreyt-
ingarnar sjálfar og það er byrjað að
gerast að einhverju leyti. Það gæti
verið upptaktur að einhverju stærra
og meira, til þess að horfa aðeins á
björtu hliðarnar. n
Jólagjafir fyrir útivistarfólk
Fornix MIPS
kr. 29.490
Fovea Clarity
frá kr. 29.490
Zonula Clarity
frá kr. 32.990
Bakbrynjur fyrir börn
og fullorðna
frá kr. 16.490
Fjallaskíðabakpokar
margar gerðir
frá kr. 32.990
POCito barnahjálmar
frá kr. 21.990
Obex MIPS
kr. 29.490
Nexal Clarity
frá kr. 34.490
POCito barnagleraugu
frá kr. 11.490
Hjóla-/útivistargleraugu
frá kr. 27.490
trollveggen Thermal Pro
millilag dömu/herra
kr. 28.990
falketind down750
dúnúlpa dömu/herra
kr. 45.990
pureUll ullarnærföt
dömu/herra margir litir
frá kr. 14.990
lofoten/lyngen ullarsokkar
margar gerðir/litir
frá kr. 5.990
/29 ullarhúfur
margir litir
kr. 7.990
lyngen down850
dúnúlpa dömu/herra
frá kr. 59.990
Peloton ehf • Klettagarðar 23 • www.peloton.is • 666-1199
Opið11-18 laugardag
Helgin 47LAUGARDAGUR 17. desember 2022 Fréttablaðið