Fréttablaðið - 17.12.2022, Page 84

Fréttablaðið - 17.12.2022, Page 84
Goðavíg & bleikir belg ir Árið var ansi gott fyrir alla sem elska sögu- drifin ævintýri. Souls- leikirnir svokölluðu hafa á undanförnum misserum unnið sér inn nafn sem einhvers konar níðþung mann- dómsvígsla og biðu aðdáendur í ofvæni þegar þeir heyrðu að leti- bikkjan George R.R. Martin myndi taka þátt í gerð handritsins að Elden Ring. Leikurinn hefur réttilega feng- ið frábæra dóma þar sem skotheld spilun og fallegur og áhugaverður söguheimur tvinnast saman. Ferðalag Kratos til Norðurlanda í God of War frá 2018 var draumur í dós fyrir ævintýrafólk þar sem mátti sjá talsvert meiri metnað í persónu- sköpun fýlda Spartverjans en áður. Framhaldið God of War Ragnarök uppfærði nánast allt það sem forveri þess gerði gott – nema þá kannski íslenskuna, sem er bjagaðri en 2010 Google Translate. Drepsóttir hafa verið ansi heitar á liðnum árum og í dag ætti fólk í miðbæ Reykjavíkur að tengja all- hressilega við systkinin í A Plague Tale: Requiem, sem þurfa ekki einungis að takast á við pláguna – heldur rotturnar sem henni fylgja. Það hefur svo lengi verið vöntun á kattarhermum og svaraði Stray þeirri eftirspurn glæsilega í staf- rænni dystópíu þar sem hægt er að reka upp gestaspjót í neón-lýstri Blade Runner-borg. Mjá takk! Skot á mark? Hið svokallaða framhald af Over- watch kom „loksins“ út nýlega og voru viðtökurnar við Overwatch 2 vægast sagt blendnar. Blizzard hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir markaðssetningu leiksins, sem er í grunninn nákvæmlega sami fjöl- spilunarleikurinn, en nú er boðið upp á samvinnudrifin borð. En samt ekki strax. Þótt leikurinn sé ókeypis ótengt forvera sínum eru valkvæðu kaupin ekki jafn valkvæð og áður og þykir mörgum peningaplokkið komið út fyrir öll velsæmismörk. Call of Duty: Warzone 2.0 brot- lenti svo inn á Battle-Royale mark- aðinn og virtust gagnrýnendur og hinn almenni spilari ósammála um gæðin þar að baki. Einhverjir vildu meina að um ferska uppfærslu á upprunalega leiknum væri að ræða en aðrir að leikurinn væri stútfullur af tæknilegum erfiðleikum og að hjálpardekk þeirra sem nota fjar- stýringu fram yfir mús og lyklaborð væru ósanngjörn. Hérna koma nokkrir belgir Zelda-þyrst fólk þarf að bíða áfram enn um sinn en Nintendo sat þó Elden Ring skipar sér verðugan sess hjá mörgum sem leikur ársins 2022. Í God of War Ragnarök gefst tækifæri á að hitta Grýlu. Fánan í Pokémon Scarlet & Violet er kostuleg. Kynja­ skepna sem er í laginu eins og bifhjól? Hvað nú, Darwin?Kirby er alltaf jafnkrúttlegur þrátt fyrir myrka undirtóna. Gósentíðin í tölvuleikjum er svo taumlaus að það er ómögulegt að gera grein fyrir heilu ári af leikjafréttum á einni síðu. Hér verður þó gerð einhvers konar tilraun til þess með þeim fyrir- vara að ekki kemst allt fyrir. arnartomas@frettabladid.is Kisu er eitthvað ómótt í framtíðar­ dystópíunni Stray. Shredder’s Revenge er afturhvarf í það sem sumir kalla gullöldina. ekki auðum höndum á árinu. Pen- ingaprentun Game Freak náði nýjum hæðum þegar fyrirtækið gaf út tvo nýja stóra Pokémon-leiki fyrir Switch á árinu. Í Pokémon Legends Arceus var reynt að brjóta aðeins upp formúluna með ágætum árangri á meðan Scarlet og Violet svöruðu eftirspurn íhaldssamra sem vilja ekki að neitt breytist í heimi vasaskrímslanna. Það er svo spurning hvort það þurfi ekki að fara að hægja aðeins á framleiðslu miðað við að Pokémon-leikirnir eru á köflum nánast óspilandi hvað varðar tæknilegu hliðina. Óseðjandi belgurinn Kirby sneri aftur í stærsta leik um hann hingað til – Kirby and the Forgotten Land. Bleika krúttið hefur venjulega skilað sínu og gerir það áfram í þessu nýja hoppi & skoppi. Þótt yfirbragðið sé krúttlegt þá er mannlaus borgin vís- bending um fall siðmenningarinnar og áminning um að við hverfum til betri vegar, eða eitthvað. Mario Strikers: Battle League er svo nýjasta viðbótin í Super Mario Strikers seríuna. Frábær boltaleikur sem er auðvelt að koma sér inn í en erfitt að ná fyllilega tökum á. Ein- spilunin er ansi dræm svo það er eiginlega skilyrði að spila hann í gegnum netið eða með vinum og þar til gerðum vandamönnum. Indíslegt ár Indísenan er að mati margra þar sem töfrar tölvuleikja fá í alvöru að skína í gegn með nýjum og ferskum hugmyndum. Vampire Survivors, sem lítur í grunninn út eins og leikur á Super Nintendo eða Flash, varð mest spilaði leikurinn á Steam. Verðmiðinn er varla túkall en það er augljóst hvers vegna leikurinn er jafnvinsæll og raun ber vitni. Hefur þig einhvern tímann langað til að drepa tugþúsundir á innan við hálftíma? Þá er þetta leikurinn fyrir þig. Instant klassík sem hefur strax skapað slatta af eftirhermum. Sértrúarsöfnuðir hafa aldrei verið jafnkrúttlegir og í Cult of the Lamb þar sem leikmenn gera sitt besta til að gera myrkum guði sínum til geðs. Leikurinn lítur út eins og barnabók með ansi myrku yfirbragði en spil- unin ætti að hitta í mark hjá öllum þeim sem kunna að meta góðan roguelike. Það var svo frábært afturhvarf að gefa óþokkum á kjammann í Teen- age Mutant Ninja Turtles: Shredd- er’s Revenge. Skjaldbökurnar hafa verið fjarverandi frá leikjamarkaðn- um allt of lengi og þessi er líklega sá besti sem hefur verið gerður síðan skriðdýrin gerðu garðinn frægan í Turtles in Time. n 48 Helgin 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið 17. desember 2022 LAUGARDAGURAnnáLL TöLvULeikiR Fréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.