Fréttablaðið - 17.12.2022, Síða 96
Við fjölskyldan vorum
öll orðin leið á þessu
borgarbasli og að slást
við skólakerfi sem
nærði okkur lítið.
Orri Jónsson hætti í meistara-
námi og flutti með fjölskyld-
una til Mexíkó. Hann hefur
nú sent frá sér ljósmyndabók
sem varð til á því tímabili.
tsh@frettabladid.is
Ljósmyndarinn Orri Jónsson hefur
sent frá sér nýja ljósmyndabók sem
ber heitið Fangið þitt er svo mjúkt
það er eins og lamba ull. Ljós-
myndirnar voru teknar yfir rúma
þrjá áratugi og mynda eins konar
fjölskyldusögu þar sem tíminn er
óræður og staðsetningar á reiki.
„Myndirnar spanna 32 ár sirka og
eiga það sameiginlegt að þær voru
ekki teknar með það fyrir augum
að enda í einhverri bók,“ segir Orri.
Átti bara ritgerðina eftir
Orri byrjaði að gera bókina undir
lokin á meistaranámi í ljósmynd-
un og heimildavinnslu í Ryerson
háskólanum í Toronto, sem hann
fór í fyrir nokkrum árum.
„Það sem talað er um sem list-
ljósmyndun hefur í gegnum tíð-
ina oftast verið byggt á fyrirfram
gefnum hugmyndum, ljósmyndin
er oft notuð sem miðill til að mynd-
skreyta einhverja hugsun. Algengt
er að fólk afmarki einhverja hug-
mynd, leggist svo í rannsóknar-
vinnu og framkvæmi síðan þá hug-
mynd eftir einhverjum leiðum sem
auðvelt er að færa rök fyrir með
orðum. Mig langaði að nálgast þetta
akkúrat öfugt, í fyrsta lagi að vinna
með mótíf sem skipti mig hjartans
máli og vinna með efnið sjónrænt,
út frá innsæi og tilfinningu frekar
en rökhyggju,“ segir hann.
Árið 2016, þegar Orri átti aðeins
meistararitgerðina eftir, ákvað
hann þó að venda sínu kvæði í kross
og hætti í náminu.
„Við fjölskyldan vorum öll orðin
leið á þessu borgarbasli og að slást
við skólakerfi sem nærði okkur lítið,
það var fyndið að vera 45 ára og
upplifa sama skólaleiðann og 7 ára
og 18 ára synir okkar. Í staðinn fyrir
að eyða nokkrum mánuðum í að
skrifa ritgerð þar sem ég hefði reynt
að útskýra með orðum það sem ég
hefði annars sagt með myndum, þá
fórum við fjölskyldan til Mexíkó í
eina önn. Við leigðum okkur hús
í litlu þorpi og vorum þar bara í
svona heimanámi og að endurstilla
okkur. Þar varð kjarninn að þessari
bók til,“ segir Orri.
Þurfti fjarlægð frá efninu
Bók Orra er mjög persónuleg enda
samanstendur hún mestmegnis af
ljósmyndum af fjölskyldu hans í
gegnum árin, konu hans, Þórdísi,
og fjórum börnum þeirra, í bland
við borgar- og landslagsmyndir frá
stöðum þar sem þau hafa búið. Orri
segir það nokkuð sérstakt að vinna
með svo persónulegt efni.
„Ég fann f ljótt að ég þurfti fjar-
lægð frá þessu efni til að geta
umgengist það og unnið með það
svolítið frjálst. Það er rosa auðvelt að
tengjast tilfinningalega augnablik-
unum þegar þú tókst myndirnar og
þá ertu kominn í svolítil vandræði,
ef þú ert farinn að vinna efnið út frá
því. Maður þarf einhvern veginn að
geta stigið frá þessu og unnið með
myndirnar úr ákveðinni fjarlægð
til þess að þær meiki einhvern sens
í stærra samhengi og eigi sér rödd
utan fjölskyldualbúmsins,“ segir
hann.
Eins og áður sagði spannar bókin
langt tímabil en myndunum er þó
ekki raðað í tímaröð og reyndi Orri
þess í stað að búa til öðruvísi þráð í
gegnum hana.
„Þegar ég byrjaði fyrst að vinna
með þetta þá svona að gamni
byrjaði ég að raða þessu í tímaröð,
til þess að átta mig sjálfur aðeins á
tímanum og þessari tímalínu. En
ég fann það mjög fljótt að það væri
alltof einfalt og grunnt að vinna
með þetta alveg í tímalínu. Vegna
þess að maður skynjar tímann á
alls konar hátt og auk þess þá skoðar
fólk ljósmyndabækur mjög sjaldan í
harðri tímalínu frá blaðsíðu eitt og
að lokum.“
Ekki algengt viðfangsefni karla
Hvaðan kemur titill bókarinnar
Fangið þitt er svo mjúkt það er eins
og lamba ull?
„Hann kemur frá yngsta syni
okkar. Þetta muldraði hann eina
nóttina þegar ég var að bera hann
fram á klósett þegar hann þurfti
að pissa. Titillinn kom í raun mjög
seint, ég var búinn með bókina og
var ekki með neinn titil, en öðru
hverju hafði ég mátað einhverja
titla og fannst þeir ómögulegir,“
segir Orri.
Hann bætir því við að vinkona
hans, Ingibjörg Birgisdóttir, hafi
sannfært hann um að nota þennan
titil þegar þau unnu bókarkápuna
saman.
Orri segir svona persónuleg ljós-
myndaverkefni eiga sér ýmsar fyrir-
myndir en það hefur þó ekki verið
algengt að karlkyns ljósmyndarar
noti fjölskyldur sínar sem viðfangs-
efni.
„Í gegnum ljósmyndasöguna þá
hefur það verið viðurkennt að kven-
ljósmyndarar hafa verið ófeimnar
við að nota fjölskyldu sína og mynd-
ir af börnum í stærri verkefni af ein-
hverri alvöru en það hefur vantað
mikið hjá karlljósmyndurum.
Það eru auðvitað mýmörg dæmi
um að karlljósmyndarar hafi gert
seríur, kannski yfir langt tímabil, af
konunum sínum en þeir virðast lítið
hafa velt fyrir sér fjölskyldunni af
einhverri alvöru í sínum verkum.“ n
Ljósmyndaði fjölskyldu
sína í rúma þrjá áratugi
Myndirnar í bók Orra eru að mestu teknar af fjölskyldu hans yfir 32 ára tímabil.
Mynd/Orri JónssOn
Orri segir það ekki algengt að karlljósmyndarar noti fjölskylduna sína sem efnivið í stærri verkefni. Fréttablaðið/Ernir
Upplýsingar um sölustaði
er að finna á glediskruddan.is
glediskruddan glediskruddan
Höfundar: Marit & Yrja.
Gleðiskruddan
er dagbók fyrir
börn á aldrinum
6-15 ára sem byggir
á hugmyndafræði
jákvæðrar
sálfræði.
„Ég mæli einlæglega með
Gleðiskruddunni sem er
frábær bók til að virkja
börn í að efla vellíðan,
bjartsýni og þrautseigju“
-Bryndís Jóna,
Núvitundarsetrinu-
menning 17. desember 2022 LAUgARDAgUR