Fréttablaðið - 17.12.2022, Qupperneq 100
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri árið 1978. Mynd/Aðsend
Í samræmi við úrslit kosninganna
ákvað Kristján Eldjárn strax 5.
desember að veita Steing r ími
Hermannssyni fyrstum umboð til
stjórnarmyndunar, en hann hafði
þá nýlega tekið við formennsku
í Framsóknarf lokknum af Ólafi
Jóhannessyni. Hóf hann strax til-
raunir til að endurreisa vinstri
stjórn Framsóknar, Alþýðuf lokks
og Alþýðubandalags undir sínu
forsæti. Jafnframt lýsti Steingrímur
því yfir skömmu eftir að hann fékk
umboðið að hann útilokaði sam-
starf við Sjálfstæðisf lokk. Með
þessu þrengdi hann möguleika til
stjórnarmyndunar verulega því að
skipting þingsæta eftir kosningar
var þannig háttað að án þátttöku
Sjálfstæðisf lokks var ekki kostur á
neinum öðrum starf hæfum þriggja
f lokka meirihluta en vinstri stjórn
og engum tveggja f lokka. Eftir að
hafa haldið áfram samningaum-
leitunum sínum um vinstri stjórn
án árangurs í næstum tvær vikur
var því ekki um annað a en skila
umboðinu aftur til forseta.
Nú varð hlé á viðræðum vegna
jólahalds til 27. desember en þá fól
forseti Geir Hallgrímssyni umboð
til stjórnarmyndunar. Á pappírn-
um virtist staða Sjálfstæðisf lokks-
ins allsterk þar sem hann hafði
þingstyrk til að mynda tveggja
f lokka stjórn með hverjum hinna
þriggja f lokkanna sem var. Hér var
þó ekki allt sem sýndist, Steingrím-
ur hafði þegar útilokað samstarf
við Sjálfstæðismenn og samkomu-
lag við Alþýðuf lokk var ólíklegt,
bæði vegna andstöðu Benedikts
Gröndal formanns gegn nýrri Við-
reisnarstjórn og vegna tæps meiri-
hluta á sameinuðu Alþingi. Þriðji
kosturinn, samstarf Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðubandalag, var ekki
heldur árennilegur þrátt fyrir nægi-
legan þingstyrk. Þessir andstæðu
pólar í íslenskum stjórnmálum
höfðu aðeins einu sinni verið
saman í stjórn, þ.e. í nýsköpunar-
stjórn Ólafs Thors 1944-47, fyrir
daga kalda stríðsins. Nú gerðist
það hins vegar að Styrmir Gunn-
arsson, ritstjóri Morgunblaðsins,
skrifaði grein þar sem hann hvatti
til þess að reynt væri að ná því sem
hann kallaði "sögulegum sáttum"
milli þessara tveggja f lokka. Þótt
nokkrar þreifingar, sem mér þóttu
áhugaverðar og hvatti Geir til að
athuga í alvöru, ættu sér síðan stað,
kom brátt í ljós að kalda stríðs við-
horfin voru enn of sterk til að þetta
gæti orðið að veruleika. Í stað þess
taldi Geir vænlegra að leita fyrir
sér um myndun þjóðstjórnar en
fyrir því reyndist ekki heldur nægur
áhugi. Hann skilaði því umboði
sínu 14. janúar.
Var nú komið að því að Kristján
Eldjárn kallaði Lúðvík Jósepsson
formann Alþýðubandalagsins til að
taka að sér stjórnarmyndun, hann
baðst hins vegar undan því þar
sem hann hygðist bráðlega draga
sig í hlé frá stjórnmálum. Kom það
því í hlut Svavars Gestssonar að
leysa Lúðvík af hólmi og tók hann
við umboði forseta 15. janúar.
Lagði hann, eins og Steingrímur,
megináherslu á endurreisn vinstri
stjórnar en það bar lítinn árangur.
Þegar hér var komið sögu var
Kristján Eldjárn farinn að hafa
þungar áhyg gjur þar sem ekki
virtist miða neitt í samkomulag-
sátt milli f lokkanna. Hann taldi
því nauðsynlegt að búa sig undir að
geta skipað utanþingsstjórn, ef allt
um þryti. Mánudaginn 21. janúar
bað svo Kristján mig um að koma
á fund til sín. Sagðist hann vera að
hugsa um að skipa utanþingsstjórn
og spurði mig hvort ég væri tilbúinn
að taka að mér forsæti í henni.
Sagðist ég fús til þess. Skýrði hann
mér fyrst frá því hve erfið staðan
virtist vera og lýsti því hvernig hún
leit út frá hans sjónarhóli. Svo vildi
til að fyrr um daginn hafði Gunnar
Thoroddsen komið á fund forseta
að eigin ósk. Hafði Gunnar þá lýst
þeirri skoðun sinni að helst virtust
möguleikar á að mynda þriggja
f lokka stjórn Sjálfstæðis-, Alþýðu-
og Framsóknarflokks, en það kynni
að stranda á því hver skyldi gegna
embætti forsætisráðherra. Gæti þá
lausn vandans verið fólgin í því að
einhver annar en einn formanna
þessara f lokka tæki það að sér.
Nefndi hann sem dæmi að Stein-
grímur Steinþórsson hefði gegnt
embætti forsætisráðherra í stjórn
Framsóknar- og Sjálfstæðisf lokks
1950-53 þegar hvorki Ólafur Thors
né Hermann Jónasson gátu sætt sig
við forsæti hins. Ekki gerðum við
okkur grein fyrir því á þessu stigi,
hvað hér bjó undir.
Við Kristján ræddum síðan all-
lengi um myndun hugsanlegrar
utanþingsstjórnar. Hér var að sjálf-
sögðu um allt annað og vandasam-
ara verkefni að ræða en myndun
bráðabirgðastjórnar til þriggja
mánaða eins og við höfðum rætt um
í október. Nú væri hins vegar um
að ræða ríkisstjórn sem þyrfti að
marka stefnu í efnahagsmálum og
f leiri sviðum til langs tíma og eiga
framgang mála undir samkomulagi
við þingheim. Auk þess að velja ein-
staklinga eftir þekkingu þeirra og
reynslu þyrftu tilvonandi ráðherrar
einnig að hafa áhrif sem gætu auð-
veldað tengsl við stjórnmálaf lokk-
ana, svo sem Helga Bergs, fyrrver-
andi þingmann Framsóknarflokks,
og Inga R. Helgason, áhrifamann í
Alþýðubandalaginu. Einnig var
haft samband við Ásmund Stef-
ánsson, Jón Sigurðsson, Ármann
Snævarr, Jónas Haralz og Huldu
Valtýsdóttur.
Kristján Eldjárn var þeirrar
skoðunar að hann þyrfti innan
skamms að set ja for mönnum
stjórnmálaf lokkanna tímamörk
um að komast að niðurstöðu um
myndum starf hæfrar stjórnar, ella
myndi hann skipa utanþingsstjórn.
Eftir þetta lét hann mig fylgjast með
því helsta sem gerðist í samskiptum
hans við forystumenn stjórnmála-
f lokkanna næstu daga.
Daginn eftir fund minn með
forseta skilaði Svavar Gestsson
umboði sínu og Benedikt Gröndal
tók við því staðinn. Þegar hér var
komið virtist ljóst orðið að aðeins
væru eftir tveir kostir til mynd-
unar meirihlutastjórnar, annars
vegar með Alþýðu-, Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokki og hins vegar með
Alþýðubandalagi, Framsóknar- og
Sjálfstæðisf lokki. Margt var þó
hér enn til fyrirstöðu og þá einkum
andúð Steingríms Hermannssonar
og Svavars Gestssonar á samvinnu
við Sjálfstæðisf lokkinn, sem yrðu
sterkasta af lið í slíkri samstjórn.
Í þessari erfiðu stöðu kom nú hins
vegar Gunnar Thoroddsen til skjal-
anna og bauðst til að koma, ásamt
fáeinum öðr um þing mönnum
Sjálfstæðisf lokksins, til samstarfs
við Framsóknarf lokk og Alþýðu-
bandalag þannig að nægjanlegur
þingstyrkur fengist til að tryggja
starf hæfan meirihluta, enda yrði
ríkisstjórnin þá að vera undir for-
sæti hans.
Þótt þreifingar Gunnars hefðu
staðið um hríð og ættu sér alllang-
an aðdraganda varð það ekki heyr-
inkunnugt fyrr en miðvikudaginn
30. janúar en þá höfðu viðræður
hans um stjórnarmyndun staðið í
nokkra daga og málefnasamningur
nærri tilbúinn. Gunnari hafði
þó ekki tekist að fá þá tvo til þrjá
þingmenn Sjálfstæðisf lokksins til
stuðnings við sig sem þurfti til að
hafa meirihluta til stjórnarmynd-
unar. Til þess að ná því yrði hann
að leita stuðnings þingf lokksins.
Þetta ákvað hann nú að gera á
fundi þingf lokksins næstkomandi
föstudag, fyrsta febrúar.
Ég beið því spenntur eftir fréttum
af því sem þar mundi gerast. Hafði
ég samband við Eyjólf Konráð Jóns-
son, góðvin minn og öf lugan stuðn-
ingsmann Geirs Hallgrímssonar.
Hann var sannfærður um að Gunn-
ar Thoroddsen væri rúinn trausti
og mundi fara hina mestu sneypu-
för á fund þingf lokksins. Fyrstu
fréttir sem ég fékk virtust staðfesta
þetta. Gunnar hafði ekkert viljað
tjá sig eftir fundinn og horfið á
braut þungur á brún, en fundurinn
hafði mótatkvæðalaust samþykkt
að Geirs Hallgrímsson hefði áfram
umboð til að halda áfram viðræð-
um um stjórnarmyndun. Frá öllu
þessu var skýrt í sjónvarpsfréttum
um kvöldið, en síðan var viðtal við
Gunnar þar sem hann sýndi allar
sínar bestu hliðar. Flutti mál sitt
af ró og yfirvegun og lýsti nauðsyn
þess að allir legðust á árar til að
koma á löglegri stjórn í landinu og
forða Alþingi frá þeirri niðurlæg-
ingu að hér verði skipuð utanþings-
stjórn. Hafði þessi frammistaða
hans mikil áhrif á fólk sem var
orðið þreytt á sífelldum þrætum
stjórnmálanna og greiddi þannig
fyrir þeirri atburðarás sem fram-
undan var.
Ég hringdi því í Eyjólf Konráð til
að fá frekari fréttir af fundinum.
Hann var hæstánægður og sagði að
Gunnar hefði verið ofurliði borinn
og ætti sér ekki viðreisnar von. Ég
spurði hann þá, hvort á fundinum
hefði aðeins verið samþykkt trau-
styfirlýsing á Geir, en engin mót-
mæli gegn eða athugasemdir við
samningamakk Gunnars Thor-
oddsen. Þá svaraði Eyjólfur: “Við
spörkum ekki í liggjandi mann“.
Sannleikurinn er sá að Geir og
fylgismenn hans vanmátu ætíð
styrk og vinsældir Gunnars og því
fór sem fór. Þótt Gunnar hafi vafa-
laust orðið fyrir vonbrigðum á
fundinum hélt hann strax daginn
eftir áfram að vinna að stjórnar-
myndun. Enn var þó allt í óvissu
um hvort hún myndi takast, og
kallaði Kristján Eldjárn því á
mig til þess við færum yfir skipun
utanþingsstjórnar sem hugsan-
lega þyrfti að skipa allra næstu
daga. Þess gerðist þó ekki þörf því
að næsta dag, sem var sunnudagur,
fengu Gunnar og Geir í hendur
yfirlýsingu frá Albert Guðmunds-
syni þar sem sagði að hann mundi
með atkvæði sínu verja ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsen falli, ef til
vantrausts kæmi.
M á n u d a g s m o r g u n i n n fé k k
Kristján Eldjárn bréf frá Gunn-
ar Thoroddsen þar hann skýrði
frá því að hann hafi stuðning 31
þingmanns af 60 til að til að gera
tilraun til myndunar meirihluta-
st jór nar, þar af 28 þing menn
Alþýðubandalags og Framsóknar-
f lokks, auk alþing ismannanna
Eggerts Haukdal og Alberts Guð-
mundssonar og svo hans sjálfs.
Kristján Eldjárn þurfti nú að
velta fyrir sér hvort öll skilyrði
væru fyrir hendi til þess að hann
gæti veitt Gunnari Thoroddsen
umboð til þess að reyna stjórnar-
myndun. Þótt Gunnar hefði nú
tryggt sér nægilega marga þing-
menn til að verja stjórnina falli
væri sá meirihluti mjög naumur og
ekki fyrir hendi í báðum deildum
þingsins. Auk þess var ekki loku
fyrir það skotið að aðrir mögu-
leikar til stjórnarmyndunar væru
enn fyrir hendi, svo sem minni-
hlutastjórn Sjálfstæðisf lokks með
stuðningi Alþýðuf lokks. Eftir að
hafa kannað þetta í samráði við
lögfróða ráðgjafa sína komst Krist-
ján að þeirri niðurstöðu að hann
hlyti að veita Gunnari umboðið.
Gerði hann það þegar daginn eftir,
5. febrúar 1980. n
Stjórnmál á villigötum
Lifað með öldinni
Fréttablaðið birtir kafla úr nýrri bók
Jóhannesar Nordal, Lifað með öld-
inni. Þótt Jóhannes Nordal væri einn
helsti áhrifamaður landsins bak við
tjöldin tók hann aldrei beinan þátt
í stjórnmálum. Veturinn 1979–1980
munaði þó litlu að svo færi þegar
forseti Íslands, Kristján Eldjárn, bað
hann að mynda utanþingsstjórn.
Hér segir Jóhannes í fyrsta sinn frá
þessum atburðum.
64 Menning 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið