Fréttablaðið - 17.12.2022, Side 106
- ómissandi með steikinni
Árið var að vanda viðburðaríkt í heimi heims-
fræga fólksins. Svo virtist sem margir væru
komnir með fiðring af ýmsum mis-skynsam-
legum toga eftir samkomutakmarkanir síðustu
tveggja ára og því var af nógu að taka fyrir
blaðamann. Það er ógjörningur að gera öllu
skil, en við lítum á nokkur eftirminnileg dæmi.
ninarichter@frettabladid.is
Heimsfræg með skæting og skandala árið 2022
Elon Musk kaupir Twitter
Allt ætlaði um koll að keyra þegar auðjöfurinn Elon
Musk keypti Twitter á fjörutíu milljarða Bandaríkja-
dala sem er ágætis summa. Stjörnur létu sig hverfa
af miðlinum og margir spáðu endalokum forritsins
og var Elon sjálfur í þeim hópi. Hann tók sig til og rak
þorra starfsfólks og setti blátt staðfestingarmerki
miðilsins á útsölu, aðeins 8 dollara fyrir hvern sem er.
Svo virðist sem rekstrartengdar ákvarðanir Elons
rati í heimsfréttirnar vikulega. Hann stefnir á frekari
breytingar á komandi ári, þar á meðal að fjölga
mögulegum stafabilum í hverju tísti í rúmlega fjögur
þúsund. Fjölskyldumeðlimir
Elons rötuðu einnig í heims-
fréttirnar, en í sumar var sagt
frá því að faðir Elons Musk
hefði feðrað barn með upp-
eldisdóttur sinni, sem hafði
búið hjá honum frá fjögurra
ára aldri.
Þær fregnir bárust síðan
í desember að Elon Musk
væri ekki lengur ríkasti maður
heims, eftir að ítalski listaverka-
salinn og lúxus-keðjueigandinn
Bernard Arnault skaust fram úr
honum.
Kjólafíaskó og Kim Kardashian
Frægasta Kardashian-systirin var vinsæll gestur á
síðum slúðurblaðanna, sem og fyrri ár. Kim, sem
er ein hæst þénandi stjarna skemmtanabransans
vestra, sagði í viðtali við Variety: „Ég er með besta
ráðið fyrir konur í viðskiptalífinu.
Standið upp af fjárans rassgatinu og
farið að vinna. Það er eins og enginn
vilji vinna nú til dags.“
Kim sló sér upp á árinu með Pete
Davidson og mætti á MET gala,
stórhátíð tískubransans í Banda-
ríkjunum, í sögulegum kjól
af kvikmyndastjörnunni
Marilyn Monroe. Kjóll-
inn er skilgreindur
sem safngripur og
ekki leist öllum jafn
vel á uppátækið. Kim
var einnig gagnrýnd af
líkamsvirðingaraktívist-
um fyrir að svelta sig til að
passa í kjólinn. Hann pass-
aði þó ekki betur en svo að
hún lét gera eftirlíkingu sem
hún klæddist þegar af rauða
dreglinum var komið. Þegar
Kim skilaði kjólnum aftur á
safnið var hann rifinn á nokkrum
stöðum.
Will Smith fer í Óskarsbann
Will Smith varð einn umtalaðasti gestur Óskarsverð-
launanna í mars þegar hann gaf skemmtikraftinum
Chris Rock einn á lúðurinn uppi á sviði í beinni út-
sendingu. Áhorfendur vissu ekki hvaðan á þá stóð
veðrið en fljótlega kom í ljós að um reiðikast var
að ræða, en ekki uppstilltan leikþátt. Tilefnið sem
Will Smith gaf voru ummæli Rock um eiginkonu
Wills, Jada Pinkett Smith. Will Smith hlaut í kjölfarið
bann á Óskarsverðlaunahátíðinni, þó að hann geti
enn verið tilnefndur og unnið verðlaunin. Hann má
bara ekki mæta á staðinn. Heit umræða skapaðist í
tengslum við málið um eitraða karlmennsku í Holly-
wood og ofbeldismenningu.
„Hafðu engar áhyggjur, elskan“
Upphaf málsins má rekja til ósættis
leikstjórans Oliviu Wilde og leik-
konunnar Florence Pugh. Florence
lék aðalhlutverkið í kvikmynd
Oliviu, „Don‘t Worry Darling“, sem
mætti þýða sem „Engar áhyggjur,
elskan.“ Ósættið sneri að hvarfi
Shia LaBeouf úr leikhópi myndar-
innar sem Olivia reyndist opinber-
lega tvísaga um, auk baktals Oliviu
og Shia um Florence, þar sem vísað
var til hennar sem Miss Flo.
Florence lét hvergi sjá sig á
spurt-og-svarað panel á Kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum og
haft var eftir viðstöddum að
stemningin hafi verið skrýtin.
Harry Styles, leikari og tónlistar-
maður sem átti í ástarsambandi
við Oliviu á þessum tíma, sat við
hliðina á Chris Pine á forsýning-
unni. Þá spruttu upp samsæris-
kenningar á samfélagsmiðlum um
að Chris Pine hefði hrækt á Harry
Styles á viðburðinum, og mynd-
band birt því til meints stuðnings.
Enginn veit nákvæmlega hvað
fór fram en einhver fótósjoppaði
glæsilega geit inn á myndbandið,
sem Chris virðist henda í fangið á
Harry, og það rammar málið ágæt-
lega inn.
Búningabannið á Harry prins
Árið var erfitt hjá bresku krúnunni.
Þegar Elísabet drottning Breta
andaðist þann 8. september flaug
Harry prins frá Kaliforníu til að
vera viðstaddur konunglega útför
ömmu sinnar. Þar sem Harry er
ekki lengur starfandi meðlimur
konungsfjölskyldunnar fékk hann
ekki að klæðast viðhafnaremb-
ættisbúningi eins og aðrir með-
limir fjölskyldunnar.
Þetta kom þó í bakið á skipu-
leggjendum, því myndir frá við-
burðinum komu út eins og Harry
væri mikilvægasti maðurinn á
svæðinu, með fylgdarliði embætt-
ismanna. Því var ákvörðunin dregin
til baka. Þá hefur Harry gegnt 10
ára herþjónustu fyrir hönd bresku
krúnunnar. Buckingham-höll bauð
Harry og Megan Markle til konung-
legrar móttöku í tengslum við út-
förina, og afbauð þeim síðan aftur.
Vandræðagangurinn endar ekki
hér, heldur frumsýndi Netflix í
desember heimildarþætti um
Harry og Meghan þar sem þau
segja sína hlið á Mexit-málinu
svokallaða og konungsfjölskyldan
kemur ekki heldur neitt æðislega
vel út úr þeirri frásögn.
Guðmóðir Vilhjálms krónprins
og háttsettur meðlimur hirðarinn-
ar sagði af sér í nóvember eftir að
hafa verið gripin við rasísk ummæli
í veislu.
Nína Richter
ninarichter
@frettabladid.is
70 Lífið 17. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið