Fréttablaðið - 28.12.2022, Page 10

Fréttablaðið - 28.12.2022, Page 10
n Halldór n Frá degi til dags Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjórar: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, helgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þjóð- kirkjan er einfaldlega slæmur sendiherra og glötuð auglýsing fyrir þann guð kristinna manna sem biskup segir vera fórnarlamb þöggunar á Íslandi. Þungun barnungrar stúlku hefur lang- varandi afleiðingar á líf henn- ar, jafnt heilsu- farslega, félagslega og fjárhags- lega. Samkvæmt barnaverndarlögum erum við börn til 18 ára aldurs og eiga börn rétt á vernd og umönnun og skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska. Stúlkur sem ekki eru orðnar 18 ára og eignast börn eru því ennþá sjálfar börn samkvæmt skilgrein- ingu. Þungun barnungrar stúlku hefur langvarandi afleiðingar á líf hennar, jafnt heilsufarslega, félagslega og fjárhagslega. Áfallinu sem ég varð fyrir þegar ég varð ólétt, ný orðin 14 ára, er ekki hægt lýsa með orðum. Ótti, afneitun, einmanaleiki og ráðaleysi er blanda tilfinn- inga sem nær þó ekki utan um tilfinningalegt ástand mitt á þeim tíma. Þegar árin líða og ég horfi til baka til þessa erfiða tíma situr mjög í mér hversu mikið ráðaleysi og óöryggi var bæði í heilbrigðiskerfinu og hinu félagslega kerfi þegar þessar aðstæður komu upp og ekki síst hversu lítið vald ég hafði yfir eigin lífi og ákvörðunum er vörðuðu mig og barnið. Þó allnokkur ár séu síðan frumburður minn fæddist þá hefur því miður lítið breyst þegar kemur að réttindum barn- ungra mæðra og skortur er á stuðningi og sérstakri umönnun. Á Norðurlöndunum eru barnungar mæður í sér- stöku eftirliti enda sýna rannsóknir að aukin áhætta er bæði á meðgöngu, við fæðingu og ekki síst í kjölfar fæðingar og því rík þörf á sérstakri umönnun og stuðningi við þessar aðstæður. Ég hef lagt fram tvær fyrirspurnir á Alþingi er varða stöðu ungra mæðra, aðra til heilbrigðisráðherra er varðar sérhæfðan stuðning og hina til félags- og vinnumarkaðsráðherra er varðar félagslegan og fjárhagslegan stuðning til mæðra undir 18 ára. Þó að þungunum ungra stúlkna hafi sem betur fer fækkað hérlendis á undanförnum árum er mikilvægt að hér sé kerfi sem grípur stúlkur þegar þessar aðstæður koma upp og það er á ábyrgð samfélagsins að þær njóti verndar og umönnunar í samræmi við aldur sinn og stöðu. n Réttindi barnungra mæðra Jódís Skúladóttir þingmaður VG Biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðar- dóttir, segir að á Íslandi sé guð krist- inna manna beittur þöggun. Þetta kom fram í hátíðarmessu biskups um jólin sem sjónvarpað var og útvarpað af Ríkisútvarpinu. „Guð birtist hér á jörð í barninu Jesú. Það er ekki vinsælt að nefna nafnið hans í opin- berri umræðu. Það hefur verið þöggun í gangi varðandi guð kristinna manna,“ sagði biskup. Vel kann að vera að nafni guðs sé ekki hampað daglega í opinberri umræðu hér á landi líkt og Agnes segir. En merkir það að íslenska þjóðin sé guðlaus? Vitanlega ekki. Þjóðkirkjan er langstærsta trúfélagið hér- lendis og alla jafna langmest áberandi slíkra félaga. Því miður er það þó yfirleitt ekki sakir vel heppnaðrar útbreiðslu fagnaðarerindisins heldur fremur vegna væringa, illinda og jafn- vel hreinna ofbeldisverka innan kirkjunnar vébanda. Mikil er ábyrgð þjóðkirkjumanna í þessum efnum. Þjóðkirkjan er einfaldlega slæmur sendiherra og glötuð auglýsing fyrir þann guð kristinna manna sem biskup segir vera fórnarlamb þöggunar á Íslandi. Mikill er máttur Íslendinga ef það er rétt. Biskup hélt ræðu sinni áfram og hjó í kunn- uglegan knérunn sem sumir innan þjóðkirkj- unnar leyfa sér því miður oft að beita. „Spurt var hvort samhengi væri á milli van- líðunar ungs fólks og þess að ekki mætti lengur fræða börnin um kristna trú í skólum lands- ins,“ vitnaði biskup til umræðu á fundi einum. Þannig reynir biskup að varpa ábyrgðinni á því sem hún virðist telja sambandsleysi æsku landsins við guð kristinna manna á hið verald- lega skólakerfi – þar sem reyndar er í boði fræðsla um ýmis trúarbrögð eins og vera ber. „Við sem treystum þeim guði sem Jesús birti og boðaði vitum að í öllum aðstæðum lífsins er svar að finna í orði guðs,“ sagði Agnes í sjón- varpinu. Mikil er ábyrgð skóla landsins sem neita börnum um náð guðs. Að dæma eftir milljarða króna umsvifum þjóðkirkjunnar, sem byggir á framlögum ríkisins og einnig meðlima félagsins í gegn um innheimtukerfi ríkissjóðs, sýnist litlu af því fé öllu vera varið til að efla andlegt líf þeirra barna sem biskup virðist láta sér annt um. Er hugsanlegt að það sé ekki raunveruleg sálarheill barnanna sem áhyggjurnar beinast að? Þær snúast kannski fremur um milljarða á milljarða ofan sem kirkjunnar þjónar reikna með í sinn vasa frá sóknarbörnum og skatt- greiðendum framtíðarinnar? n Aurasálir Garðar Örn Úlfarsson gar @frettabladid.is benediktboas@frettabladid.is Strandtásumerki Samkvæmt frétt á Vísi eru átta og jafnvel níu þúsund Íslendingar á Tenerife þessi jólin sem er ótrúlegt. Nánast lygilegt. Tenerifehreppur er þar með níunda fjölmennasta sveit- arfélag landsins samkvæmt íbúa- tölum Hagstofunnar. Hreppurinn góði er þá aðeins minni en Árborg en töluvert mannfleiri en Akra- neskaupstaður. Og eins og íslensk sveitarfélög þarf Tenerifehreppur sitt íslenska merki – sem er frekar auðvelt val. Það verður að sjálf- sögðu merki strandartásunnar. Og Anna Kristjánsdóttir vélstýra getur formlega tekið við sem bæjarstjóri þessarar íslensku nýlendu enda þekkir hún hvern krók og kima í hreppnum eftir langa búsetu. Visnað samfélag Með vinsældum Tenerife hefur íslenska samfélagið á hinum eyj- unum á Kanarí visnað. Spurning hvort verkefnið Brothættar byggðir ætti hreinlega við enda hafa lands- menn greitt mikið útsvar þar á bæ undanfarin ár. Hvað er til dæmis að frétta af Klöru bar? Er hann bara ekki lengur til? Barinn var alltaf í fréttum fyrir áratug eða svo þar sem Íslendingar með bónda- brúnku borðuðu jafnvel skötu eða opnuðu páskaegg frá Góu. Það er reyndar merkileg íslensk hefð. Að fara til útlanda til að vera með öðrum Íslendingum og halda í mjög skrýtnar hefðir frá eyjunni fögru í norðri. n HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Skoðun FRéttAblAðið 28. desember 2022 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.