Fréttablaðið - 28.12.2022, Side 14
54
Stjórnendur og sér-
fræðingar úr viðskipta-
lífinu.
Orri Hauksson, forstjóri Símans og viðskiptamaður ársins að mati dómefndar Markaðarins, ásamt Guðmundi Gunn-
arssyni, fréttastjóra Markaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Samkvæmt dómnefnd
Markaðarins, sem er skipuð
forstjórum og sérfræðingum
úr viðskiptalífinu, sýndi Orri
Hauksson, viðskiptamaður
ársins, fádæma seiglu þegar
á móti blés og allt leit út fyrir
að risasala á innviðafyrir-
tækinu Mílu væri að renna út
í sandinn.
ggunnars@frettabladid.is
Viðskiptamaður ársins árið 2022
er Orri Hauksson, forstjóri Símans,
fyrir að hafa klárað söluna á Mílu til
franska fjárfestingasjóðsins Ardian.
Samkeppniseftirlitið gerði tals-
verða fyrirvara við söluna sem gerði
það að verkum að um tíma leit út
fyrir að viðskiptin væru að ganga
til baka.
„Afrek að ná svo góðum samningi
og þrautseigja að koma sölunni
í gegnum kerfið og leiða hana til
lykta þrátt fyrir þunglamaleg og
tímafrek afskipti Samkeppnis-
eftirlitsins. Allt ferlið tók óeðlilega
langan tíma. Orri leiddi starf þess
hóps sem vann að málinu á vegum
Símans með miklum myndarbrag,
sem sýnir hversu öflugur stjórnandi
hann er,“ segir í rökstuðningi dóm-
nefndar Markaðarins.
Heildarandvirði sölunnar á Mílu
til Ardian var 69,5 milljarðar þegar
upp var staðið og samþykki Sam-
keppniseftirlitsins lá fyrir. Það var
3,5 milljörðum lægri upphæð en
kveðið var á um í upphaf legum
sölusamningi.
Orri hefur setið í forstjóra-
stólnum hjá Símanum samfleytt í
níu ár en á þeim tíma hefur fyrir-
tækið gengið í gegnum talsverðar
breytingar. Skerpt hefur verið á
þjónustuhlutverki fyrirtækisins og
verkefnum fækkað.
Einn af þeim sem skipa dóm-
nefnd Markaðarins segir mikið
hafa mætt á stjórnendum Símans á
árinu. „Orri stóð þá vakt með stakri
prýði. Hélt hárrétt á spöðunum og
náði góðum samningum fyrir hlut-
hafa Símans með tímamótasölu
á dótturfyrirtækinu Mílu við afar
krefjandi aðstæður.“
Margir sem sátu í dómnefnd
Markaðarins nefndu þrautseigju
Orra á þessum krefjandi tímum.
Hún hafi umfram annað riðið
baggamuninn þegar öll sund virtust
lokuð og franski kaupandinn farinn
að ókyrrast.
„Við svipaðar aðstæður hefðu
margir eflaust játað sig sigraða. Sér-
staklega í ljósi þess óróa sem var far-
inn að gera vart við sig á mörkuðum
um svipað leyti.“
Sjálfur segist Orri líta stoltur
til baka þegar árið er gert upp.
Hann segir allt starfsfólk og stjórn
Símans deila viðurkenningu dóm-
nefndar Markaðarins með honum.
„Þau stóðu sig öll eins og hetjur á
krefjandi tímum. Hópurinn stóð
þétt saman og landaði samningum
á elleftu stundu. Við snúnar aðstæð-
ur,“ segir Orri Hauksson, viðskipta-
maður ársins að mati dómnefndar
Markaðarins. n
Hélt hárrétt á spöðunum
við krefjandi aðstæður
ggunnars@frettabladid.is
Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar, náði eftir-
tektarverðum árangri í íslensku
viðskiptalífi á árinu. Hann hafnaði
í öðru sæti í vali dómnefndar Mark-
aðarins á viðskiptamanni ársins.
„Eftir afar farsæla skráningu í
Kauphöll Íslands á síðasta ári hefur
Gunnþór staðið í stórræðum. Kaup
Síldarvinnslunnar á útgerðarfyrir-
tæki Vísis í Grindavík eru risastór og
söguleg. Samkeppniseftirlitið hefur
nú heimilað 31 milljarðs króna við-
skiptin og Vísir er orðinn hluti af
samstæðu Síldarvinnslunnar. Eftir
stendur gríðarlega sterkt félag,
stýrt af öflugum forstjóra,“ segir í
rökstuðningi eins af álitsgjöfum
Markaðarins.
Gunnþór og Síldar vinnslan
bættu svo um betur með kaupum
á liðlega 34 prósenta hlut í laxeldis-
fyrirtækinu Arctic Fish fyrir tæp-
lega 14 milljarða. Hluthafar Síldar-
vinnslunnar geta vel við unað með
ávöxtun hlutabréfa, ólíkt mörgum
í kauphöllinni í dag. Félagið hefur
enda hækkað einna mest allra
skráðra fyrirtækja á árinu.
Það er jafnframt samdóma álit
dómnefndar að Gunnþór hafi sýnt,
svo ekki verður um villst, að hann
hafi yfirburðaþekkingu á íslenskum
sjávarútvegi og sé afar útsjónar-
samur. n
Útsjónarsamur
stjórnandi
Gunnþór Ingvason, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar.
2. sæti 3 sæti1. sæti
Ótrúlega flott upp-
bygging og enn flottari
sala.
Kaup Síldarvinnslunn-
ar á útgerðarfyrirtæk-
inu Vísi í Grindavík
eru risastór og söguleg.
Aðdáunarverður
árangur og sala
ggunnars@frettabladid.is
Helgi Hermannsson seldi nýsköp-
unarfyrirtækið Sling til bandaríska
tæknifyrirtækisins Toast fyrir 8,6
milljarða á árinu. Hann hafnaði í
þriðja sæti í vali dómnefndar Mark-
aðarins á viðskiptamanni ársins.
Helgi stofnaði Sling fyrir rúmum
sjö árum og er það samdóma álit
dómnefndar að hann hafi átt ösku-
buskuævintýri ársins í íslensku við-
skiptalífi.
Hugmynd að baki Sling er hug-
búnaður fyrir vinnustaði þar sem
unnið er á vöktum.
„Ótrúlega f lott uppbygging og
enn flottari sala. Að fara á sjö árum
úr því að labba á milli mögulegra
viðskiptavina í Bandaríkjunum
með PowerPoint-skjal yfir í að selja
fyrirtækið á yfir 8 milljarða er ekk-
ert minna en afrek.“
Toast tilkynnti um kaupin á
sumarmánuðum og bætti þar með
Sling við lausnir fyrirtækisins á sviði
launavinnslu og teymisstjórnunar.
Toast-hugbúnaður er nýttur af veit-
ingastöðum um allan heim.
Helgi er langstærsti hluthafinn
í Sling og stofnandi. Samkvæmt
honum eru spennandi tímar fram
undan eftir þetta risastóra skref á
árinu. Ævintýrið sé rétt að byrja.
Dómnefnd Markaðarins telur nær
öruggt að meira eigi eftir að heyrast
af sigrum Helga Hermannssonar og
Sling á næstu árum. n
Helgi Hermannsson, stofnandi
Sling.
Þau sem einnig voru tilnefnd
Markaðurinn leitaði til forstjóra
og stjórnenda fyrirtækja, auk sér-
fræðinga á sviði sjóðs- og eigna-
stýringar, við val á einstaklingum
og viðskiptum sem þóttu skara
fram úr á árinu í íslensku viðskipta-
lífi. Alls bárust svör frá 54 álitsgjöf-
um og skipar sá hópur dómnefnd
Markaðarins fyrir árið 2022. n
Dómnefnd
Gerður Huld Arinbjarnardóttir
eigandi Blush
„Gerður hefur margfaldað rekstr-
artekjur Blush og vakið verð-
skuldaða athygli fyrir snilldarlega
útfærða markaðssetningu. Magn-
aður frumkvöðull sem hikar ekki
við að fara ótroðnar slóðir.“
Ásta Fjeldsted
forstjóri Festi
„Ásta er ferskur andblær í hópi
stjórnenda íslenskra fyrirtækja.
Óvenjuleg, kraftmikil og jákvæð.
Lægði öldur innan Festi eftir ólgu
í kringum brotthvarf fyrrverandi
forstjóra.“
Guðmundur F. Sigurjónsson
stofnandi og forstjóri Kerecis
„Guðmundur stýrir spennandi
fyrirtæki á alþjóðamarkaði. Kerecis
fékk mikla viðurkenningu á árinu
þegar erlendir fagfjárfestar komu
inn í félagið og Kerecis vex jafnt og
þétt.“
Gísli Herjólfsson
stofnandi Controlant
„Gísli heldur áfram að byggja á
góðum grunni og treysta rekstur
á einu arðbærasta félagi landsins.
Ekki sjálfgefið að halda svo vel á
spöðunum eftir ævintýralegan
vöxt síðustu ára.“
Fólk ársins í viðskiptalíFinu 28. desember 2022 MiðvikuDaGur