Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2022, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 28.12.2022, Qupperneq 18
Verkefnin mörg og fjölbreytt Edda Sif Pind Aradóttir, for- stjóri Carbfix, segir að stofnun hlutafélags um reksturinn hafi verið þýðingarmikil fyrir rekstur félagsins. Hvað gekk vel á árinu 2022? Það sem stendur upp úr á árinu hlýtur að vera 16 milljarða styrkur Nýsköpunarsjóðs Evrópu til Coda Terminal-verk- efnis okkar í Straumsvík. Við hófum líka framkvæmdir við mikilvægar tilraunir með að blanda CO2 í sjó í stað fersk- vatns, og við tókum í fyrsta sinn við CO2 erlendis frá til förgunar á Íslandi. Aðferðafræði okkar til kolefnisbindingar var fullgilt og sannreynd af óháðu vottunar- fyrirtæki, og ýmis ný og spenn- andi samstarfsverkefni komust á skrið. Teymið okkar stækkaði mikið, við ríflega tvöfölduðum fjölda starfsfólks, enda eru verk- efnin bæði mörg og fjölbreytt. Þá var samþykkt að stofnað yrði hlutafélag um reksturinn, sem var þýðingarmikið fyrir vaxtar- möguleika okkar. Hvað var krefjandi á árinu sem er að líða? Við erum að stækka hratt, bæði hvað varðar verkefna- stöðu og starfsfólk, og það var krefjandi að halda vel utan um þann vöxt. Þá var að sjálfsögðu margt krefjandi í undirbúningi hvað varðar þróun tækninnar, einstakra verkefna og við- skiptaáforma félagsins. Það er partur af því að gera nýja hluti og hefur fylgt okkar þróunar- starfi alveg frá upphafi, en vöxturinn var meiri á árinu en hann hefur verið áður. Hvernig horfir árið 2023 við þér? Ég geri ráð fyrir að við munum áfram vaxa töluvert eftir því sem þróunarverkefni okkar komast lengra á leið og ný bætast við. Það eru all- margir stórir áfangar sem við stefnum á að ná á árinu og það verður krefjandi. Við viljum vinna eins hratt og við getum því tíminn vinnur ekki með okkur í loftslagsmálum. Viðburðaríkt ár hjá Origo Jón Björnsson, forstjóri Origo, er bjartsýnn fyrir árið 2023. Hvað gekk vel á árinu 2022? Árið var líklega eitt hið við- burðaríkasta í sögu Origo. Auð- vitað stendur salan á Tempo upp úr og má líkja við góðan enda- sprett í langri vegferð. Vegferðin sem félagið lagði upp í 2018 gekk eftir og rúmlega það. Í inn- lendum rekstri voru líka margir þættir sem hægt er að gleðjast yfir. Félagið festi sér nýja stefnu í ársbyrjun eftir að hafa unnið í henni um nokkurra mánaða skeið með starfsfólki. Innan Origo eru rúmlega 20 teymi sem á hverjum degi hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að reka sín fyrirtæki betur. Þessir teymi eru oft ólík, með mismun- andi tekjuleiðir, ólíka viðskipta- vini, mismunandi nálægð við við- skiptavini og jafnvel með ólíka mælikvarða til að mæla árangur sinn. Það sem sameinar þó öll þessi teymi er að við nýtum betri tækni til að bæta líf viðskipta- vina okkar með því að hafa traust þeirra og vera stöðugt að breyta leiknum fyrir þau með þróun á nýrri tækni. Þannig vinnum við með svipaðar grunnáherslur þó að hvert teymi vinni eins sjálfstætt og mögulegt er til að tryggja styttri boðleiðir, hraðari nýsköpun og aukið umboð fólks- ins sem býr til tekjur félagsins. Þessi stefna hefur gefist vel og við sjáum að við getum vel vaxið á mismunandi stöðum og að nýrri áherslur okkar á að þróast hraðar í hugbúnaði þurfa ekki að vera á kostnað eldri tekjustofna. Margt er líkt í aðferðafræðinni og á endanum snýst þetta um að tala við viðskiptavininn og leysa málin saman. Hvað var krefjandi á árinu? Fyrirtækjarekstur er í eðli sínu alltaf krefjandi. Öðruvísi næst enginn árangur. Umhverfið var stormasamt á köflum og eftir heimsfaraldur kom stríð og að- fangakeðjur heimsins titruðu með tilheyrandi áhrifum á viðskiptavini okkar. Samhliða eru alltaf að koma fram nýjar áskoranir í hinum stafræna heimi sem krefjast aukinnar þekkingar. Þessa þekkingu er ekki sjálfsagt að geta alltaf sótt í litlu landi og því höfum við í auknum mæli þurft að leita út fyrir landstein- ana. Slíkt er krefjandi til skemmri tíma. Hvernig horfir árið 2023 við þér? Við erum vel undirbúin og þess vegna bjartsýn. Við er með nokkuð skýra stefnu og góð markmið sem við teljum okkur vera að nálgast. Það er alltaf óvissa um hversu hratt það er hægt en lykillinn er að halda áfram og vera undirbúin undir hraðar aðlaganir og breytingar ef þörf er á. Við nýtum betri tækni til að bæta líf viðskiptavina okkar. Ég geri ráð fyrir að við munum áfram vaxa töluvert. Vongóð eftir krefjandi ár Markaðurinn leitaði til nokkurra stjórnenda í atvinnulífinu til að gera upp árið 2022. Inn- rásin í Úkraínu hafði mikil áhrif á árið hjá flestum viðmælendum en mikil bjarstýni ríkir fyrir komandi ári. benediktarnar@frettabladid.is  markaðurinn8 28. desember 2022 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.