Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2022, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 28.12.2022, Qupperneq 32
Lífskjarasamningurinn sem gerður var 2019 hefur nú runnið sitt skeið. Samningurinn skilaði stöðugleika, átti mikinn þátt í hóf legri verð- bólgu framan af á tímabilinu, lagði grunn að lækkun vaxta og síðast en ekki síst færði hann launafólki verulega aukinn kaupmátt. Kaup- máttaraukningin hér á landi er langtum meiri en á Norðurlöndum síðustu tíu ár eða svo. Þetta er þrátt fyrir ófyrirséða þróun, fyrst með Covid-faraldr- inum sem lagði miklar hömlur á umsvif einstaklinga og fyrirtækja. Í kjölfarið fylgdi svo innrás Rússa í Úkraínu sem hefur leitt hörmungar yfir þjóðirnar – sérstaklega þá úkraínsku. Við höfum séð hvernig framleiðslukeðja fjölmargra vara hefur verið rofin, af hendingar dregist, f lutningar tafist og þetta hefur leitt af sér vaxandi verðbólgu í heimshagkerfinu og hækkandi vexti. Við erum minnt á það að atburð- ir erlendis hafa mikil áhrif hér á landi. Verðbólgan er langt umfram þau mörk sem Seðlabankinn setur og bankinn hefur brugðist við með því að hækka vexti jafnt og þétt. Íslenska hagkerfið hefur samt sýnt mikinn þrótt og landsfram- leiðslan vaxið umfram það sem á sér stað í nálægum ríkjum. Kaup- máttur launa hefur haldist hár og atvinnuleysi er lítið nú um stundir. Verðbólga og háir vextir eru áhyggjuefni fyrir allan almenn- ing sem sér fram á vaxandi vaxta- greiðslur og að útgjöld til reksturs heimilanna aukast. Ekki síður kemur þetta illa við rekstur fyrir- tækjanna sem bregðast við með því að draga úr fjárfestingum, hægja á þróunarverkefnum og eiga sömu- leiðis erfitt með að bregðast við háum kröfum um launahækkanir. Þess vegna hefur okkur þótt ráð- legt að gera ekki nýjan kjarasamn- ing til langs tíma heldur freista þess að ná skammtímasamningum sem gilda í rúmt ár. Þá hafa vonandi skapast aðstæður til að huga að nýjum langtímasamningi sem gæti gilt fram til ársins 2027. Almennt er búist við að verð- bólgukúfurinn nú hjaðni verulega á næsta ári og þá gætu jafnframt skapast skilyrði til að vextir gætu lækkað að nýju. Það blasir við að verðbólgan nartar í kaupmátt launa og dregur úr arðsemi í atvinnulíf- inu. Engum er til góðs að elta verð- bólguna sem einungis skapar hættu á að hún verði þrálátari en ella og seinki bata í rekstrarumhverfi fyrirtækjanna og að kaupmáttur nái fyrri styrk. Ekkert er verra en að það hægi verulega á hagvexti, verð- bólga aukist og vextir haldi áfram að hækka. Óraunhæfar kröfur um stórkostlegar launahækkanir geta auðveldlega leitt okkur á þá braut. Það yrði einungis til tjóns fyrir allan almenning eins og reynslan hefur margoft sýnt. Enginn vafi er á að það er hagfellt bæði launafólki og fyrirtækjunum að tryggja stöðugleika í efnahags- umhverfinu með lágri verðbólgu og lágum vöxtum. Þá er unnt að horfa til lengri tíma og tryggja að fyrir- tækin geti fjárfest til framtíðar, skapað ný störf, aukið framleiðni og þar með lagt grunn að auknum kaupmætti ráðstöfunartekna að nýju. Þá lækka vaxtaútgjöld heimil- anna að nýju og smám saman geta lífskjör fólks haldið áfram að batna. Stefnan er sú að áður en skamm- tímasamningi lýkur verði lagður gr unnur að ný jum langtíma- samningi á grundvelli Lífskjara- samningsins. Markmiðið yrði þá að kaupmáttur launa gæti styrkst á tímabili þess nýja samnings og að hann verði jafn hagfelldur launafólki og samningurinn 2019 og skapaði atvinnulífinu nauðsyn- legan stöðugleika. Hag s mu n i r l au na fól k s og atvinnulífsins eru samofnir og verða ekki aðskildir. n Að verja kaupmátt launafólks Öflugur hlutabréfamarkaður styður við hagvöxt og nýsköpun, eykur gagnsæi í samfélaginu og gerir fjöl- breytilega fjárfestingarkosti öllum aðgengilega. Hann greiðir fyrir aðkomu almennings að atvinnu- lífinu og arðinum af því. Það er því ánægjulegt að íslenskum hlutabréfa- markaði hélt áfram að fleygja fram á árinu þrátt fyrir erfiðar markaðsað- stæður vegna óvissu í efnahags- málum á heimsvísu. Fjögur félög komu ný inn í Kaup- höllina (Nasdaq Iceland). Í júní voru Ölgerðin og Nova skráð á Aðalmarkaðinn og Alvotech á First North vaxtarmarkaðinn samhliða skráningu félagsins í Nasdaq kaup- höllina í New York. Alvotech varð með því fyrsta félagið sem er tví- skráð á Íslandi og Bandaríkjunum. Alvotech bætti svo um betur í des- ember þegar félagið færði sig af First North yfir á Aðalmarkaðinn, sem varð þar með þriðja skráning félags- ins á tæpu hálfu ári. Geri aðrir betur! Í nóvember kom Amaroq Minerals inn á First North vaxtarmarkaðinn, fyrsta málmleitarfyrirtækið til að skrá sig í Kauphöllina og einnig þrí- tugasta félagið á markaðnum. Óhætt er að segja að fjölbreytni fjárfest- ingarkosta hafi aukist. Ekkert félag í svipaðri starfsemi og Ölgerðin, Alvo- tech og Amaroq Minerals var fyrir í Kauphöllinni. Einstaklingum í hópi hluthafa hélt áfram að fjölga. Nú á um 31 þúsund Íslendinga hlutabréf í sam- anburði við 8 þúsund fyrir þremur árum. Tæplega 7 þúsund nýir hlut- hafar bættust við hjá Ölgerðinni og 5 þúsund hjá Nova í útboðum félag- anna. Ungt fólk gerir sig æ meira gildandi. Hluthöfum undir þrítugu hefur fjölgað tvöfalt hraðar á undan- förnum árum en þeim sem eldri eru. Eftir því var tekið að um fjórðungur þeirra sem tóku þátt í útboði Ölgerð- arinnar var undir þrítugu. Enn er hins vegar verk að vinna þegar kemur að þátttöku kvenna sem eru einungis um þriðjungur hluthafa í skráðum félögum. Í september hækkaði alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell gæðaflokkun íslenska markaðar- ins úr f lokki vaxtarmarkaða í f lokk nýmarkaða. Við það fóru 15 íslensk félög í vísitölur FTSE fyrir nýmarkaði. Þetta hafði í för með sér tug milljarða erlent innflæði, að stórum hluta frá vísitölusjóðum, sem fjárfesta í félögum í ofan- greindum vísitölum. Í tengslum við þessi tímamót urðu tvö erlend fjármálafyrirtæki, Instinet og UBS, beinir aðilar að Kauphöllinni. Aukin aðkoma erlendra fjárfesta er mikilvæg enda styður hún við fjár- mögnun skráðra fyrirtækja. Enn er þó mikið rými til framfara þar sem eignarhlutdeild erlendra fjárfesta á markaðnum er einungis um 10% og margfalt minni en á hinum Norður- löndunum. Horfur á frekari vexti markað- arins eru góðar. Almenningur og erlendir fjárfestar sýna markaðnum aukinn áhuga og mikill áhugi er á skráningum hjá félögum í fjölbreyti- legum atvinnugreinum, ekki síst í ferðaþjónustu. Bláa lónið stefnir á skráningu á næsta ári ef markaðsað- stæður leyfa og nokkur önnur félög í greininni eru í skráningarhugleið- ingum. n Íslenskum hlutabréfamarkaði vex fiskur um hrygg Við áramót hlýt ég að byrja á því að nefna þá niðurstöðu alþjóð- legs samanburðar að lífeyriskerfið okkar sé eitt þriggja í úrvalsflokki svokallaðrar Mercer-CFA vísitölu sem mælir styrkleika lífeyriskerfa í alls 44 ríkjum víðs vegar um ver- öldina. Lífeyriskerfi Íslands, Hol- lands og Danmerkur koma þar best út annað árið í röð. Lífeyriskerfi ríkjanna þriggja eru að ýmsu leyti ólík að uppbyggingu en heildar- niðurstaðan er sú að einungis þessi kerfi fá A í einkunn hjá Mercer. Íslenska lífeyrissjóðakerfið var með í þessum samanburði í fyrsta sinn 2021 og óhætt er að segja að niðurstaðan hvað Ísland varðar hafi vakið mikla athygli erlendis. Við höfum lengi haldið því fram að íslenska kerfið sé öflugt á alþjóð- legan mælikvarða og nú er það stað- fest svo ekki verður um deilt. Stundum er sagt að upphefðin komi að utan í þeim skilningi að við áttum okkur gjarnan ekki á mörgu því sem vel er gert í íslensku sam- félagi fyrr en útlendingar hafa orð á því. Kannski á þetta við um lífeyris- sjóðakerfið! Að því sögðu eru lífeyrismál og lífeyriskerfið viðvarandi verkefni hjá okkur eins og öðrum þjóðum og þróast í takt við breytta tíma, viðhorf og samfélagshætti. Þung undiralda vegna skerðingar almannatrygginga Sannarlega vildi ég nú geta horft um öxl og sagt að friðsemd ríki um sam- búð almannatrygginga og lífeyris- sjóða í eftirlaunakerfi landsmanna. Því fer fjarri. Þeim fjölgar eðlilega stöðugt sem sætta sig alls ekki við að greiðslur úr lífeyrissjóðum lands- manna skerði stórlega greiðslur úr almannatryggingakerfinu. Skerð- ingarprósenta almannatrygginga vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum er nú 45% sem veldur því að eftir því sem lífeyrissjóðakerfinu vex ásmeg- in sparar ríkissjóður greiðslur líf- eyris í gegnum almannatryggingar. Leyfi ég mér að fullyrða að engum af frumkvöðlum kerfisins á vett- vangi heildarsamtaka verkalýðs og atvinnurekenda hefði látið sér detta það í hug að greiðslur lífeyrissjóða gætu skert greiðslur almannatrygg- inga í það miklum mæli að þær gætu alfarið komið í þeirra stað. Stjórnvöld hafa boðað til vinnu við grænbókarsmíð til að rýna endurskoðun lífeyriskerfisins og vonandi mun slík vinna skila okkur sátt um samspil á greiðslum lífeyris almannatrygginga og lífeyrissjóða. Ríkið skaðabótaskylt ef IL-sjóði verður slitið með lögum Síðast en ekki síst nefni ég mjög svo óvænta yfirlýsingu fjármála- og efnahagsráðherra á dögunum um að stjórnvöld væru jafnvel með það í bígerð að slíta IL-sjóði með laga- setningu og gjaldfella svokölluð íbúðabréf með það að markmiði að losa ríkissjóð undan gefnum loforðum um greiðslu verðbóta og vaxta bréfanna allt til ársins 2044. Vandi IL-sjóða er vitaskuld mikið áhyggjuefni og eiga lífeyrissjóðir gríðarmikilla hagsmuna að gæta verandi eigendur um 90% þeirra bréfa sem um ræðir. Ríkið tók upplýsta áhættu á sínum tíma með því að slá lán á markaði og lofa að greiða 3,75% verðtryggða vexti allt til ársins 2044. Jafnvel þótt Alþingi geti beitt löggjafarvaldi sínu og látið taka IL- sjóð til skipta verður ríkissjóður eftir sem áður að ábyrgjast að líf- eyrissjóðir og aðrir eigendur íbúða- bréfa skaðist ekki. Ríkið verður með öðrum orðum að bæta eigendum íbúðabréfa allan skaðann, ekki aðeins höfuðstól, áfallnar verð- bætur og vexti heldur einnig tapaða framtíðarávöxtun samkvæmt skil- málum bréfanna. Er það von mín að málið leysist sem fyrst og í sátt, þannig að sjóð- félagar verði ekki settir í þá stöðu að þurfa að óttast um öryggi stjórnar- skrárvarinna lífeyriseigna sinna hvorki nú né í komandi framtíð. Með ósk til landsmanna allra um gleðilega hátíð og farsælt komandi nýtt ár. n Staða IL-sjóðs er stóra málið Þórey S. Þórðardóttir framkvæmda- stjóri Landssam- bands lífeyrissjóða Jafnvel þótt Alþingi geti beitt löggjafarvaldi sínu og látið taka IL-sjóð til skipta verður ríkissjóður eftir sem áður að ábyrgjast að lífeyrissjóðir og aðrir eigendur íbúðabréfa skaðist ekki. Aukin aðkoma erlendra fjárfesta er mikilvæg enda styður hún við fjármögnun skráðra fyrirtækja. Enn er þó mikið rými til framfara þar sem eignarhlutdeild erlendra fjárfesta á markaðnum er einung- is um 10% og margfalt minni en á hinum Norðurlöndunum. Halldór Benja- mín Þorbergsson framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq Iceland markaðurinn18 28. desember 2022 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.