Fréttablaðið - 31.12.2022, Qupperneq 16
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
n Gunnar
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
fréttaStjórar: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101
reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, helgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Í pólitík-
inni vex
innihalds-
rýrum
öfgahóp-
um fiskur
um hrygg,
ekki síst
í Evrópu
þar sem
þeir þykja
orðnir
stjórntækir
…
Margir
virðast
mæla
virði sitt í
afköstum.
Við réttlæt-
um tilvist
okkar með
afrekum,
titlum,
fjölda
svaraðra
tölvupósta,
ferða-
lögum og
maraþon-
hlaupum.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Þú færð þessa flottu tækjatertu á næsta
flugeldamarkaði björgunarsveitanna
ÖFLUGAR TÆKJATERTUR Í MÖRGUM GERÐUM
skot
38
SEK
4
5
72
Í dag stöndum við á bjargbrún nýs upphafs.
Eins og alvitrir sögumenn eigin lífs leggjum
við drög að næsta kafla. Hvað ætlar þú að gera
árið 2023? Gera þér glaðan dag, gera það gott,
gera betur í dag en í gær?
Fátt er skemmtilegra en að leggja drög að
nýrri atburðarás. Stundum væri okkur þó
hollara að leggjast í endurskoðun á þeim
söguþræði sem við höfum þegar skapað.
Í ár var þess minnst að áratugur er liðinn
frá andláti bandaríska rithöfundarins og
kvikmyndagerðarkonunnar Noru Ephron,
sem lést 71 árs að aldri. Ephron hóf feril sinn
sem dálkahöfundur í New York. Er Ephron
varð einstæð móðir ákvað hún að færa sig yfir
á ábatasamari vettvang. Hún gerðist hand-
ritshöfundur og leikstjóri í Hollywood og er
nú þekkt fyrir kvikmyndir á borð við „When
Harry met Sally“ og „Sleepless in Seattle“.
Ephron starfaði eftir einkunnarorðum:
„Everything is copy“ – allt er umfjöllunarefni.
Hún hélt því fram að rynni kona á banana-
hýði væri hlegið að henni en segði hún frá því
að hún hefði runnið á bananahýði væri hlegið
með henni – „vertu hetja sögunnar frekar en
fórnarlamb,“ sagði Ephron, sem skrifaði sann-
sögulega skáldsögu um eigin hremmingar
þegar hún komst að því, kasólétt, að eigin-
maður hennar, Watergate-blaðamaðurinn
Carl Bernstein, ætti í ástarsambandi við
vinkonu hennar.
Ephron var samkvæm sjálfri sér og enda-
lok sögu sinnar skrifaði hún eftir lögmáli
bananahýðisins. Í ritgerðasafni sem kom út
árið 2006 lýsti Ephron því yfir að helsti ávinn-
ingur dauðans væri að þurfa ekki lengur að
hafa áhyggjur af hárinu á sér. Sama ár hafði
hún greinst með krabbamein.
En þótt Ephron leitaðist við að fá fólk til
að hlæja með sér breiddi hún aldrei yfir hrá-
kaldan veruleikann. „Það eru fáir kostir við
að eldast,“ sagði Ephron í sjónvarpsviðtali
stuttu fyrir andlát sitt. „Hvers virði er viska
ef maður man ekki neitt? Tími til lesturs ef
maður sér ekkert? Þess vegna er mikilvægt að
neyta síðustu máltíðarinnar áður en um er að
ræða síðustu máltíðina. Annars gæti maður
sólundað henni í eitthvað eins og túnfisk-
samloku.“
Um seinan
Hvað ætlar þú að gera árið 2023? Halda
veislur, ganga á fjöll, stefna á stöðuhækkun,
skrá þig á námskeið?
Margir virðast mæla virði sitt í afköstum.
Við réttlætum tilvist okkar með afrekum,
titlum, fjölda svaraðra tölvupósta, ferða-
lögum og maraþonhlaupum. En hverja stund
sem við gerum eitt gerum við ekki annað.
Árið 1986 var Ephron beðin um að skrifa
nokkur orð í kennslubók um ritstjórn texta.
Við verkið komst Ephron að því að yfirferð
væri ekki aðeins mikilvægur þáttur við að
skrifa heldur einnig við að lifa. „Endurskoðið
núna, áður en það er um seinan.“
Þótt Ephron sæi lítinn ávinning við að
eldast viðurkenndi hún að lokakafli lífsins
hefði kennt henni eitt besta bragð á sviði rit-
stjórnar. „Er þetta það sem ég vil gera í dag?“
spurði Nora sig daglega síðustu æviárin. Vitn-
eskju hennar um Kardashian-fjölskylduna
fór aftur en í staðinn gafst henni aukið svig-
rúm til að sinna kvikmyndagerð og vinum
sem hún sendi smákökur í pósti.
Eitt af síðustu ritverkum Ephron fyrir and-
látið voru tveir listar. Annar listinn saman-
stóð af því sem hún myndi sakna: Börnin
mín, vor, haust, að lesa uppi í rúmi, hlátur,
jólatré, vöfflur. Hinn innihélt það sem hún
myndi ekki sakna: Tölvupóstur, hárþvottur,
fermingarveislur, pallborðsumræður um
konur í kvikmyndum.
Í stað þess að horfa fram á veginn og útlista
allt það sem við ætlum að gera árið 2023
ættum við ef til vill að líta yfir farinn veg og
leggja heldur drög að öllu því sem við ætlum
að láta ógert árið 2023. Gleðilegt ár, kæru
lesendur. n
Síðasta máltíðin
Á miðnætti rennur ár öfganna sitt
skeið á enda. Og enda þótt enginn
viti hvað nýja árið ber í skauti sér, er
jafn augljóst að menn minnast þess
sem er að líða með nokkrum óhug
og tómleika í hjarta.
Ár öfganna í veðurfari hefur birt okkur meiri
hitasveiflur en við höfum þekkt á eigin skinni.
Hitinn í Evrópu fór næstum í fimmtíu gráður þar
sem hann mældist mestur síðastliðið sumar, í
Portúgal, með ógnandi og eyðileggjandi skógar-
eldum sem kviknuðu raunar víðar um álfuna.
Vestur í Bandaríkjunum hefur frostið undir lok
ársins nálgast sextíu gráðurnar á norðanverðri
austurströndinni, en það er fáheyrt – og sjaldan
hafa fleiri látist þar af völdum kaldranans.
Heima á Íslandi hafa öfgarnar í veðri verið
áberandi, ýmist með snjóþunga eða óvanalega
auðri jörð fram eftir vetri þegar hitamet var
slegið í nóvember – og síðar kuldameti í frosta-
mánuðinum strax á eftir.
Öfgarnar á sviði mannréttindamála, ekki síst
kvenfrelsis, eru líka sláandi, en afturkippurinn
er augljós um allar jarðir, svo sem hvað varðar
þungunarrof í Bandaríkjunum, fataval í Íran og
grimmilega kúgun á hendur afgönskum konum.
Í pólitíkinni vex innihaldsrýrum öfgahópum
fiskur um hrygg, ekki síst í Evrópu þar sem þeir
þykja orðnir stjórntækir, allt frá Svíþjóð niður
til Ítalíu, en þar heldur fasísk kona um valda-
taumana sem geldur varhug við réttindum hin-
segin fólks, enda flokkur hennar reistur á grunni
fasistaflokks Mussolini.
Og jafnvel bara í gömlu höfuðborg Íslendinga,
austur í kóngsins Kaupinhöfn, er komin til
valda ríkisstjórn sem rýfur hefðina hvað gömlu
flokkabandalögin varðar, sem hefði þótt jafn
óhugsandi á árum áður og kærleiksríkt og
endurtekið stjórnmálasamband Vinstri grænna
og Sjálfstæðisflokksins á Íslandi.
Óhugnanlegustu öfgar ársins eru þó stríðs-
rekstur Rússa í Úkraínu, en önnur eins grimmd
og mannvonska af hálfu Evrópuþjóðar á hendur
næstu nágrönnum sínum verður varla jöfnuð
við annað en stríðsglæpi nasista í síðari heims-
styrjöldinni. Enda er meginerindi Rússahers að
eyðileggja sem mest af innviðum úkraínskrar
þjóðar – og þyrma þar allra síst saklausum
borgurum.
Ár öfganna vekur okkur að lokum til umhugs-
unar um að lýðræðið er að veikjast og stendur
fráleitt jafn styrkum fótum og áður. Og ár
öfganna kennir okkur akkúrat í þeim efnum
hvað lýðræðisleg þjóðabandalög og varnarsam-
starf þeirra er mikilvægt, en þar má aldrei sofa á
verðinum. n
Ár öfganna
Skoðun Fréttablaðið 31. desember 2022 LAuGARDAGuR