Fréttablaðið - 31.12.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 31.12.2022, Síða 18
Fótbolti Valskonur báru sigur úr býtum í Bestu deild kvenna og hefur félagið því hampað Íslands- meistaratitlinum þrettán sinnum í kvennaflokki. Það héldu Valskonum engin bönd í Bestu deildinni og fór svo að liðið endaði með sex stiga forskot á toppnum. Valskonur bættu um betur og tryggðu sér einnig bikarmeistaratitilinn með sigri á erkifjendunum í Breiðabliki í úrslitaleiknum. Valur er þannig orðið sigursælasta félagið í sögu bikarkeppni kvenna. Frábært ár á Hlíðarenda Helmingur titla í boltagreinunum endaði á Hlíðarenda þetta árið. Það héldu karlaliði Vals í handbolta engin bönd á árinu, Valsmenn náðu að binda enda á 39 ára bið félagsins eftir Íslandsmeistaratitli í karlaflokki í körfubolta, stelpurnar unnu tvöfalt í fótboltanum og stelpurnar hömpuðu bikartitli í handboltanum. benediktboas@frettabladid.is Körfubolti Valsmenn náðu að binda enda á 39 ára bið félagsins eftir Íslandsmeistaratitli í karlaflokki í körfubolta með því að leggja Tindastól að velli í úrslitaeinvígi Subway- deildarinnar sem fór alla leið í oddaleik. Sá leikur reyndist síðasti leikur íslensku körfu- boltagoðsagnarinnar Pavels Ermolinskij á ferlinum. Handbolti Það héldu karlaliði Vals í handbolta engin bönd á árinu sem er að líða. Liðið sópaði til sín öllum þeim titlum sem í boði voru hér heima og gerði sig gildandi í riðlakeppni Evr- ópudeildarinnar nú á seinni helmingi ársins. Í bikarkeppni kvenna tryggðu Valskonur sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Fram í úrslitaleiknum. Körfubolti Stjarnan varð bikarmeistari karla í körfubolta eftir átta stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í úrslitaleik. Í kvennaflokki varð það Njarðvík sem hampaði Íslandsmeistara- titlinum eftir sigur í oddaleik gegn Haukum í úrslitaeinvígi Subway- deildarinnar. Þá urðu Haukar bikar- meistarar kvenna eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum. Handbolti Í kvennaflokki var það Fram sem varð Íslandsmeistari í handbolta en liðið lagði að velli nágranna sína í Val í úrslitaeinvígi Olís- deildarinnar. Fótbolti Breiðablik varð Íslandsmeistari karla í fótbolta í annað skipti í sögu félagsins og í fyrsta sinn síðan árið 2010. Blikar voru vel að titlinum komnir og hömpuðu að lokum hinum nýja Bestu deildar- skildi. Víkingur Reykjavík varði bikarmeistaratitil sinn í karlaflokki með því að leggja FH að velli í úr- slitaleik Mjólkurbikarsins. Víkingar hafa einokað bikarmeistaratitilinn undir stjórn Arnars Gunnlaugs- sonar og unnið hann þrisvar sinnum í röð. Titlar Vals árið 2022 n Íslandsmeistari í fótbolta kvenna n Íslandsmeistari körfubolta karla n Íslandsmeistari í handbolta karla n Bikarmeistari í handbolta karla n Bikarmeistari í handbolta kvenna n Bikarmeistari í fótbolta kvenna Titlar annarra liða n Breiðablik – Íslandsmeist- ari í fótbolta karla n Víkingur – Bikarmeistari í fótbolta karla n Stjarnan – Bikarmeistari í körfubolta karla n Njarðvík – Íslandsmeistari í körfubolta kvenna n Haukar – Bikarmeistari í körfubolta kvenna n Fram – Íslandsmeistari í handbolta kvenna 18 Íþróttir 31. desember 2022 LAUGARDAGURÍþRóttiR Fréttablaðið 31. desember 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.