Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 18
Fótbolti Valskonur báru sigur úr býtum í Bestu deild kvenna og hefur félagið því hampað Íslands- meistaratitlinum þrettán sinnum í kvennaflokki. Það héldu Valskonum engin bönd í Bestu deildinni og fór svo að liðið endaði með sex stiga forskot á toppnum. Valskonur bættu um betur og tryggðu sér einnig bikarmeistaratitilinn með sigri á erkifjendunum í Breiðabliki í úrslitaleiknum. Valur er þannig orðið sigursælasta félagið í sögu bikarkeppni kvenna. Frábært ár á Hlíðarenda Helmingur titla í boltagreinunum endaði á Hlíðarenda þetta árið. Það héldu karlaliði Vals í handbolta engin bönd á árinu, Valsmenn náðu að binda enda á 39 ára bið félagsins eftir Íslandsmeistaratitli í karlaflokki í körfubolta, stelpurnar unnu tvöfalt í fótboltanum og stelpurnar hömpuðu bikartitli í handboltanum. benediktboas@frettabladid.is Körfubolti Valsmenn náðu að binda enda á 39 ára bið félagsins eftir Íslandsmeistaratitli í karlaflokki í körfubolta með því að leggja Tindastól að velli í úrslitaeinvígi Subway- deildarinnar sem fór alla leið í oddaleik. Sá leikur reyndist síðasti leikur íslensku körfu- boltagoðsagnarinnar Pavels Ermolinskij á ferlinum. Handbolti Það héldu karlaliði Vals í handbolta engin bönd á árinu sem er að líða. Liðið sópaði til sín öllum þeim titlum sem í boði voru hér heima og gerði sig gildandi í riðlakeppni Evr- ópudeildarinnar nú á seinni helmingi ársins. Í bikarkeppni kvenna tryggðu Valskonur sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Fram í úrslitaleiknum. Körfubolti Stjarnan varð bikarmeistari karla í körfubolta eftir átta stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í úrslitaleik. Í kvennaflokki varð það Njarðvík sem hampaði Íslandsmeistara- titlinum eftir sigur í oddaleik gegn Haukum í úrslitaeinvígi Subway- deildarinnar. Þá urðu Haukar bikar- meistarar kvenna eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum. Handbolti Í kvennaflokki var það Fram sem varð Íslandsmeistari í handbolta en liðið lagði að velli nágranna sína í Val í úrslitaeinvígi Olís- deildarinnar. Fótbolti Breiðablik varð Íslandsmeistari karla í fótbolta í annað skipti í sögu félagsins og í fyrsta sinn síðan árið 2010. Blikar voru vel að titlinum komnir og hömpuðu að lokum hinum nýja Bestu deildar- skildi. Víkingur Reykjavík varði bikarmeistaratitil sinn í karlaflokki með því að leggja FH að velli í úr- slitaleik Mjólkurbikarsins. Víkingar hafa einokað bikarmeistaratitilinn undir stjórn Arnars Gunnlaugs- sonar og unnið hann þrisvar sinnum í röð. Titlar Vals árið 2022 n Íslandsmeistari í fótbolta kvenna n Íslandsmeistari körfubolta karla n Íslandsmeistari í handbolta karla n Bikarmeistari í handbolta karla n Bikarmeistari í handbolta kvenna n Bikarmeistari í fótbolta kvenna Titlar annarra liða n Breiðablik – Íslandsmeist- ari í fótbolta karla n Víkingur – Bikarmeistari í fótbolta karla n Stjarnan – Bikarmeistari í körfubolta karla n Njarðvík – Íslandsmeistari í körfubolta kvenna n Haukar – Bikarmeistari í körfubolta kvenna n Fram – Íslandsmeistari í handbolta kvenna 18 Íþróttir 31. desember 2022 LAUGARDAGURÍþRóttiR Fréttablaðið 31. desember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.