Fréttablaðið - 31.12.2022, Síða 20

Fréttablaðið - 31.12.2022, Síða 20
Við verð- um að vanda okkur betur við val á vald- höfum. n Í árslok Ólafur Arnarson birnadrofn@frettabladid.is Ármótunum fagnað víða Upp er runninn gamlársdagur. Síðasti dagur ársins. Sumir segja þennan dag skemmti- legasta dag ársins, aðrir þann leiðinleg- asta. Líkt og Halldór Gylfason leikari segir í viðtali í blaðinu verða sumir sorgmæddir á áramótum. Ástæðan er líklega sú að á svo stórum tímamótum er eðlilegt að líta yfir farinn veg og rifja upp árið sem er að líða. Sumt getur verið erfitt að horfast í augu við, sumu sjáum við eftir og sumt skömmumst við okkar fyrir. En við þurfum samt að gangast við því sem við höfum gert, sama hvort það er óþægilegt eða ekki. Ég vona að allir fari yfir sitt ár á þessum tímamótum. Fagni því góða og finni fyrir stolti yfir því sem gekk vel. Svo vona ég að allir horfist í augu við það slæma, líti í eign barm og kjósi að gera betur. Leiti sér aðstoðar ef þörf er á og biðjist afsökunar. Stingi ekki höfðinu í sandinn og endurtaki sömu gjörðirnar og mistökin ár eftir ár. n Gleðilegt nýtt ár Ég vona að allir fari yfir sitt ár á þessum tíma- mótum. Dr. Football pitsu Eftir hátíðarmatinn síðastliðnar vikur er kjörið að fá sér pitsu. Í þreytunni á nýársdag er jafnvel góð hugmynd að fá hana heimsenda. Við mælum sérstaklega með pitsunni Dr. Football á Pizzunni en hún er einstaklega bragðgóð. Á henni er kjúklingur, Pico De Gallo, rauð- laukur, sriracha-sósa og hvítlauksaioli. Svo er Pizzan auðvitað þekkt fyrir góðar og vel kryddaðar brauðstangir. Við mælum með Áramótaheit Klassísk áramótaheit, svo sem að borða hollari mat, hreyfa sig og eyða minni tíma í símanum geta verið bæði leiðinleg og kvíðavaldandi. Við mælum því með áramótaheit- um sem gera árið 2023 bærilegra og skemmtilegra. Til dæmis að smakka nýtt nammi á hverjum laugardegi, prófa nýtt borðspil, taka upp Tik- Tok-myndband eða vera í náttfötum heilan dag einu sinni í mánuði. n María Heba Þorkelsdóttir „Ég er mjög heimakær á gamlárs,“ segir leikkonan María Heba Þorkelsdóttir. „Við eldum góðan mat, eins og fylgir tilefninu. Ég set upp rauðan varalit. Það tilheyrir líka.“ María Heba er ekki mikið fyrir flugelda en hún á hund sem hún segist elska meira en raketturnar. „Svo þegar hinir vitleysingarnir fara út og skjóta upp þá held ég mig innandyra,“ segir hún. „Það er furðulega hátíðleg stund að horfa á gamla árið hverfa á sjónvarpsskjánum og hið nýja koma inn. Ég er oftast ein á þessu augnabliki og ég kemst við í hvert sinn, tárast, finn fyrir hverfulleika alls sem er og sættist við það flökt,“ segir María Heba. „Þetta er góð stund og sönn og líka dýrmæt. Ég ein, með sjálfri mér, á dýrasta augna- bliki ársins. Svo koma þau hin inn og við skálum og það er frábært. Eftir skál og knús syngjum við í karókí. Bara af því það er fáránlega skemmti- legt og núna á ég græjurnar,“ segir hún. Thor Aspelund „Gamlárskvöld hjá okkur er mjög hefðbundið,“ segir Thor Aspelund tölfræðingur. „Tengdafjölskyldan er hjá okkur og það verður kalkúnn. Það er orðin 20 ára venja. Mjög staðlað,“ segir hann. Thor segist sérstaklega spenntur fyrir áramótunum nú þar sem þetta eru fyrstu áramótin eftir að hann varð afi en hann og eiginkona hans, Arna Guðmundsdóttir læknir, eignuðust nýlega sitt fyrsta barnabarn. „Svo er skaupið og flug- eldar í miklu hófi enda erum við með nýjan hund. Kannski hópganga upp á Landakots- tún fyrir suma sem vilja meiri læti,“ segir Thor. Gunnar Skírnir og Sæmundur Brynjólfssynir Tvíburarnir og raunveruleika- stjörnurnar Gunnar Skírnir og Sæmundur Brynjólfssynir eru staddir á Tenerife þar sem þeir hafa varið jólunum og nú ára- mótunum með fjölskyldunni. „Við tvíbbarnir erum að fara út að borða með fjölskyldunni á veitingastað sem heitir Luuma og er á Fanabe-ströndinni,“ segir Gunnar. Hún er staðsett í Adeje á suðvesturhluta Tenerife. „Við horfum síðan á áramóta- skaupið á íslenskum stað og fylgjumst síðan með flugelda- sýningunni á ströndinni og drekkum kampavín,“ segir Sæ- mundur. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir „Ég ætla að fagna áramót- unum í litlum bæ í Suður-Nor- egi sem heitir Sandefjord. Ég kalla hann Friðsældarfjörð því þar er svo friðsælt,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona. Sandefjord er í um 90 kílómetra fjarlægð frá Osló og þar búa um 65 þúsund manns. Hún er spennt fyrir kvöldinu sem hún ætlar að njóta með góðum vinum. „Á matseðlinum er hvítsúkku- laðimús, sætkartöflumús og kalkúnn,“ segir Steinunn. „Svo verða ýmis skemmtiatriði í boði,“ bætir hún við. Steinunn er ekki mikið fyrir flugelda og sprengir þá alls ekki sjálf. „Njótum ára- mótanna í friði frá flugeldum. Gleðilegt ár!“ Gamlársdagur hefur í gegn- um tíðina verið einn mesti partídagur ársins. Nú fáum við loks að halda upp á þessi tímamót án allra takmarkana svo það má búast við miklu partístandi. birnadrofn@frettabladid.is Steinunn Ása verður í Sande- fjord yfir áramótin og Gunnar og Sæmundur á Tenerife, María Heba og Thor halda hefðbundin áramót heima á Íslandi. Öll ætla þau að njóta hátíðarinnar og borða góðan mat með sínu fólki en ekkert þeirra er sólgið í flugelda. Hvað ætlar þú að gera í kvöld? n Ísland er skólabókardæmi um eyja- hagkerfi sem stjórnað er af fólki sem hefur annað að leiðarljósi en að hámarka hag fjöldans og bæta lífs- gæði í landinu. Íslenska krónan kostar okkur 300 milljarða á ári. Kostnaðurinn felst meðal annars í því að engin alþjóðleg samkeppni er í banka- og tryggingastarfsemi. Bankaþjónusta og vátryggingar eru þær dýrustu í Evrópu og íslenskir bankar og tryggingafélög, sem seint verða talin meðal þeirra bestu í heimi, skila ofurhagnaði til eigenda sinna. Misheppnað landbúnaðarkerfi veldur því að íslenskir neytendur borga hæsta verð í heimi fyrir mat- vörur á sama tíma og bændur lepja dauðann úr skel. Milliliðir og verk- smiðjuframleiðendur svína- og fuglakjöts maka krókinn í kerfi sem rekið er á herðum neytenda og bænda. Því er haldið að okkur að við- skiptafrelsi í landbúnaði og aðild að ESB muni ganga af íslenskum land- búnaði dauðum og ógna matvæla- öryggi hér á landi. Sannleikurinn er sá að rekstrarumhverfi landbúnaðar innan ESB er bændum mun hagfelld- ara en það óskapnaðarregluverk sem gildir hér á landi. Að undanförnu höfum við rekið okkur á að innviðir Íslands eru moln- aðir – duga kannski fyrir þá þjóð sem hér bjó 1970. Síðan hefur fólksfjöld- inn nær tvöfaldast. Menntakerfið hefur dregist aftur úr og heilbrigðiskerfið er sprungið. Skortur er orðinn á heitu vatni á eldfjallaeyjunni og stefnir í að við náum ekki markmiðum okkar um orkuskiptin vegna skorts á rafmagni. Í marga áratugi hafa stjórnvöld Framtíðin er í okkar höndum brugðist fólkinu sem býr í þessu góða og gjöfula landi. Núverandi ríkisstjórn hefur enga aðra stefnu en að sitja út kjörtímabilið Allt er sett í biðflokk. Á nýju ári og þeim sem á eftir koma verða kjósendur á Íslandi að gera meiri kröfur en fram til þessa til þess fólks sem býðst til að stýra þjóðarskútunni. Allt er þetta nefnilega undir okkur sjálfum komið. Við verðum að vanda okkur betur við val á valdhöfum. Takist okkur það getum við skapað gott og sanngjarnt samfélag jafnra tækifæra og mannúðar. n 20 Helgin 31. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðiðHeLGin Fréttablaðið 31. desember 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.