Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 31.12.2022, Qupperneq 24
Jörundur: Ég náði alla vega 1,0 á einum tímapunkti en ég held að við höfum ekki farið mikið ofar en það. Halldór: Það sem ég held að sé erfiðast við þetta er að viðhalda þessu, að halda sér í 0,5 held ég að sé helvíti erfitt. Hilmir: Já, að þurfa alltaf að vera eitthvað að sötra vín, það er hrika- lega erfitt. Allir skella þeir upp úr aftur og greinilegt er að allir skemmtu þeir sér vel í rannsóknarvinnunni. Jörundur: Það var áhugavert þegar við vorum að prófa þetta að það er svo mikill munur á því þegar þú ert í 0,5 prómillum, sem er kannski á milli einn og tveir bjórar, þá er maður ekki fókuslaus, maður er bara léttari og hressari, til í allt og rosa brattur. Svo um leið og maður er kannski kominn í 0,7, þá er fókusinn minni og maður heldur illa þræði og svona, en þetta ástand, 0,5, manni líður rosalega vel þannig. „Þetta er algjört töfraástand,“ bætir Hilmir Snær glettinn við. Halldór: Maður ætti kannski að prófa að vera svona í nokkra daga. Jörundur: Já, kannski ættum við að gera það. Halldór: Þeir prófa þetta í leik- ritinu en þetta er náttúrulega bara skáldskapur, við þurfum að prófa þetta í alvörunni bara í nokkra daga. En trixið og galdurinn er nátt- úrulega að halda sig bara í 0,5, það er svo auðvelt að fara upp fyrir þetta. Jörundur: Já, við þyrftum að passa okkur að leiðast ekki út í meiri neyslu og vitleysu. Þorsteinn: Það eru alls konar flækjur í þessu, þessir gæjar eru líka að reyna þetta í vinnunni og það er náttúrulega margreynt í leikhúsi að það virkar ekki. Við þekkjum alveg okkar mörk. Breyttar drykkjuvenjur Svo hefur verið talað um það undan- farið að drykkjumenning Íslendinga sé að breytast. Fólk sé meira að fá sér einn til tvo bjóra eða vínglös, ekki bara að djamma og taka túra. Hvað finnst ykkur um það? Hilmir: Já, ég held að þetta hafi mikið breyst en auðvitað er þessi túramenning enn þá til í okkur. Þorsteinn: Eins og í leikhúsinu er þetta bara eins og með flugstjóra, f lugstjóri er ekkert að fara að fá sér einn eða tvo áður en hann tekur vélina á loft, við gerum þetta ekki. Þetta eru bæði skrifaðar og óskrif- aðar reglur í leikhúsi, þú bara gerir þetta ekki. Jörundur: Ekki lengur, þetta var gert. Þorsteinn: Já, í gamla daga, en núna er þetta bara ekki gert. „Þetta var því miður aflagt,“ segir Halldór og kaldhæðnin skín svo skýrt úr rödd hans að hinir þrír hlæja hátt. „En ég held að fólk sé meira að fá sér kannski einn bjór í hádeginu og eitthvað svona en það hætti ekki að detta í það um helgar á móti, allt hitt hefur bara bæst við,“ bætir hann við. Gaman á gamlárskvöld En nú eru áramót, hvernig er gaml- árskvöld hjá ykkur? Sumir segja að þetta sé besti dagur ársins, aðrir segja þetta versta dag ársins, hvað finnst ykkur? Jörundur: Það fer mikið eftir því hvað maður er að gera, ég er ekki mikið fyrir að fara niður í bæ kannski en ef maður er með góðu fólki á góðum stað getur þetta verði alveg frábært. Halldór: Mér finnst ógeðslega gaman á gamlárskvöld, borða góðan mat og hitta skemmtilegt fólk, skála og skjóta upp flugeldum. Hilmir: Já, gamlárskvöld finnst mér oft skemmtilegra en jólin, það er svona öðruvísi gleði, gaman að vera saman og labba upp á Skóla- vörðuholtið, sjá fólkið og f lugeld- ana. Jörundur: Þetta eru líka svo skýr tímamót, maður getur skilið eftir ýmsa hluti sem maður vill ekki hafa með sér og það er bjart fram undan. Halldór: Sumir verða bara mjög sorgmæddir á gamlárskvöld, svona melankólískir og finnst þetta erfitt. Hilmir: Já, ég held að maður eigi heldur aldrei að búast við of miklu. Ef maður gerir sér of miklar vonir um að þetta eigi að vera svo ótrú- lega gaman þá verður maður bara fyrir vonbrigðum. Halldór: Já, þetta átti alltaf að vera besta kvöld ársins, mesta djammið. Þorsteinn: Það er ávísun á von- brigði. Eruð þið mikið að sprengja? Hilmir: Ég er eiginlega löngu hættur því. Halldór: Ég kaupi alltaf einn pakka, fer niður í Þrótt, styrki mína menn og kaupi af þeim flugelda. Jörundur: Ég kaupi bara einhver smá blys og eitthvað fyrir strákinn minn. Þorsteinn: Sama hjá mér, ég kaupi bara eitthvert algjört lágmark fyrir stelpurnar mínar, þær eru líka hálf hræddar við þetta svo þetta er eitthvert smotterí úti á svölum og við borðum yfirleitt heima og horfum á skaupið þannig að ég eyði þessu kvöldi bara alltaf í að horfa á sjálfan mig. Já, þú ert búinn að vera í mörgum skaupum síðustu ár? Þorsteinn: Já, ég held að þetta sé 14. skiptið á 16 árum. Þannig að áramótin fyrir þér eru öðruvísi en fyrir mörgum öðrum? Þú veist alltaf hvað er í skaupinu? Þorsteinn: Nei, sko, það er nefni- lega orðið þannig í dag að við vitum ekkert hvað er í skaupinu nema það sem við gerum. Þorsteinn, Hilmir, Jörundur og Halldór eiga það ekki einungis sameiginlegt að hafa leikið jóla- sveina heldur hafa þeir allir leikið í áramóta skaupinu. En ekki horfa f leiri á neinn þátt í sjónvarpi en áramótaskaupið. Hvernig tilfinning er það að vera í sjónvarpsefni sem svona margir horfa á og allir á sama tíma? Halldór: Maður spáir einhvern veginn ekkert í því. Jörundur: Nei, en það er ákveð- inn heiður að fá að leika í skaupinu, fá að vera í þessum þætti sem til- heyrir allri þjóðinni. Halldór: Það sagði mér einn stjórnmálamaður einu sinni að það væri rosa gott ef Sigmund teiknar þig, þá ertu að slá í gegn. Ef Spaug- stofan tekur þig fyrir þá ertu að gera virkilega góða hluti, en ef þú kemur í skaupinu þá ertu bara búinn að meika það sem pólitíkus. Þið hafið þá sýnt þeim nokkrum að þeir séu búnir að meika það? Þorsteinn: Já, ég er búinn að taka ótrúlegustu týpur, stundum er ég bara: Ha? Af hverju er verið að kasta mig í þetta? Til dæmis Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup, Ástþór Magnússon, Goddur, Björg- ólfur Thor eða bara hvað sem er, ég er alltaf jafn hissa. Hilmir: Þú ert bara svo mikið kamelljón og geggjaður leikari. Þorsteinn: Og Ragna Fossberg er líka góð sminka, við vinnum þetta saman. Ágætt og alls konar ár En þetta ár, hvernig er það búið að vera? Halldór: Bara ágætt og alls konar. Jörundur: Maður er svona að losna úr Covid-hlekkjunum. Halldór: Já, og um leið og við erum að sleppa undan Covid þá byrjar þetta helvítis stríð í Úkra- ínu. Ég tók þetta rosalega inn á mig. Fyrstu mánuðina sá ég bara fyrir mér að það væri að koma kjarn- orkustríð og heimsstyrjöld, ég sá það fyrir mér. Svo einhvern veginn minnkaði það hjá mér en ég horfði ekki á fréttir, ég var svo hræddur við þetta, og forðaðist bara allt sem tengdist þessu, þetta er svo eldfimt. Hilmir: Já, og þetta vofir enn yfir, þetta er alls ekki búið og er hræði- legt ástand. Þorsteinn: Þetta er sérstakt ár hjá mér af því að ég fór í fyrsta skipti á fastan samning í leikhúsi, mig hafði lengi langað til þess og það er frá- bært að vinna hérna í Borgarleik- húsinu. Það er rosalega góður starfs- andi og frábærir félagar, mikil svona fjölskyldustemning og mér finnst gaman að mæta í vinnuna, ég stend sjálfan mig að því að vera mættur fyrr í vinnuna en ég á að gera. Þorsteinn hefur undanfarin ár leikið mikið í kvikmyndum og verið á miklu flakki. Svo það er nýtt fyrir þig að vera með fastan vinnustað, vera ekki alltaf á f lakki í einu verkefni hér og öðru þar? Þorsteinn: Já, að vera ekki alltaf í einhverri rútu að skipta um bún- ing í skítakulda, hér erum við með herbergi með bedda og skrifborði, þetta er algjör lúxus. Jafnvel betra en hjólhýsin. En næsta ár, hvað er fram undan? Hilmir: Við verðum voðalega mikið að leika þetta verk, fram eftir öllum vetri spái ég. Maður getur auðvitað ekkert sagt fyrir fram en við auðvitað vonum að margir vilji koma og sjá þetta, svo verður bara tíminn að leiða það í ljós. Jörundur: Það er alla vega stemn- ing fyrir þessu og búið að seljast rosalega vel. Þorsteinn: Já, alveg rosalega vel, það er uppselt á tugi sýninga. Halldór: Þetta verður ár friðar og kærleika og góðra veiðitúra. Þorsteinn: Já, ég tek undir það, vona að þetta verði gott veiðisumar. Jörundur: Ég er ekki eins ötull veiðimaður og þeir þrír, ég er að vona að þeir séu að fara að bjóða mér með – það er nú ekki enn komið. „Já, já, já, við verðum að finna út úr því, þú kemur með okkur,“ segir Hilmir og Halldór og Þorsteinn taka undir. Þannig að veiðisumarið mikla er sumarið 2023? Hilmir: Já, það er samt eiginlega á hverju ári, maður vonar það alltaf að sumarið verði besta veiðisumar aldarinnar. Þorsteinn: Já, sumarið er líka okkar frí, við sem vinnum í leik- húsi erum alltaf að vinna á kvöldin og um helgar allan veturinn, það má eiginlega telja þá á fingrum ann- arrar handar, dagana sem við erum í fríi. Svo við erum allir spenntir fyrir sumrinu, veiðisumrinu 2023. n Hilmir Snær, Halldór, Jörundur og Þorsteinn á æf- ingu á verkinu Mátulegum sem byggt er á dönsku kvik- myndinni Druk. Mynd/HeiMir SverriSSon Svo um leið og maður er kannski kominn í 0,7 þá er fókusinn minni og maður held- ur illa þræði og svona. Jörundur Ragnarsson Við borðum yfirleitt heima og horfum á skaupið þannig að ég eyði þessu kvöldi bara alltaf í að horfa á sjálfan mig. Þorsteinn Bachmann 24 Helgin 31. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.