Fréttablaðið - 31.12.2022, Síða 28
leyniuppskrift að tiramisù sem
ég fékk hjá ítalskri mömmu vinar
míns fyrir 25 árum. Á miðnætti
skálum við fjölskyldan í kampa-
víni, bæði áfengu og óáfengu og
svo er ég með súkkulaðihúðuð
jarðarber og oft macronskökur eða
eitthvert spennandi konfekt.
Ég skreyti mikið fyrir ármótin
og er þá silfur oftast í aðalhlut-
verki. Ég er mikil stemningskona
og þar af leiðandi er þetta stemn-
ingskvöld í uppáhaldi.“
Ertu búin að velja áramóta-
dressið í ár?
„Já, það er alltaf eitthvað pallí-
ettutengt, ég hugsa að ég fari í gull-
kjól sem ég keypti mér í Las Vegas
hér um árið, eða svartan stuttan
pallíettukjól, það á eftir að koma í
ljós. Aðalmálið hjá mér er að vera
með áramótaskraut, glimmer og
glans.“
Kaupir þú f lugelda?
„Já, við kaupum flugelda en
bara brotabrot af því sem áður var.
Við vorum ansi sprengjuglöð hér
áður fyrr og ég var mikil f lugelda-
manneskja, en svo einn daginn
fannst okkur bara komið nóg af
því að sprengja upp peninga í
bílförmum, þar fyrir utan kemur
mikið rusl af þessu og óþrifnaður,
mér nægja nokkrar flottar kökur
og sprengjur. Við kaupum ávallt
f lugelda frá björgunarsveitinni því
ég veit hvað þessi fjáröflun er þeim
mikilvæg en við erum líka farin að
huga að því að vera umhverfisvæn
og sprengjum því miklu minna en
áður.“
Hvað er ómissandi að gera á ára-
mótunum?
„Mér finnst svo gaman að sjá
árið fara og nýtt birtast í sjónvarp-
inu. Það er svo hátíðleg stund og
minningarnar hellast yfir mann. Í
seinni tíð hefur þessi hefð þurft að
víkja því börnin mín vilja frekar
vera úti að sprengja, spurning að
vera bara með RÚV í símanum og
ná þessu öllu þessi áramót.“
Hvað finnst þér standa upp úr á
árinu sem er að líða?
„Þakklæti og frelsi. Þakklæti
fyrir heilsuna og allt fólkið mitt
og bara þakklæti fyrir að búa á
þessu landi, það eru forréttindi að
vera frá Íslandi. Ég er líka þakk-
lát fyrir frelsið okkar, frelsi sem
við höfðum ekki fyrir ári síðan
sökum heimsfaraldurs, nú getum
við hist og glaðst saman. Maður
fattar ekki fyrr en eftir á hvað það
er gott að geta hitt vini sína, fólkið
sitt og alla þá sem manni þykir
vænt um og faðmað fólk, það er
best.
Áramótin marka alltaf nýtt
upphaf og það er svo notaleg til-
finning þegar nýja árið er komið,
uppfullt af tækifærum og ævin-
týrum. Ég verð samt pínu meyr á
áramótum þegar ég fer yfir farinn
veg og hugsa til ættingja sem eru
fallnir frá en þá er svo gott að eiga
góðar minningar um allt þetta
fólk og skapa nýjar hefðir með
þeim sem eru hér meðal okkar.
Þegar nýja árið gengur í garð
kemur alltaf einhver ákveðin ró
og mikill friður yfir mig – einhver
tilfinning sem ég get ekki lýst. Að
lokum óska ég öllum gleðilegs
nýs árs, árs sem verður uppfullt af
hamingju, tækifærum og umfram
allt góðri heilsu,“ segir Eva að
lokum. n
Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður verður að vinna á gamlárskvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Eva Ruza Miljević tók á móti nýjum ævintýrum á árinu sem er að líða.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Þema frá Portúgal
Ólafur Örn Ólafsson, veitinga-
maður og vínþjónn á Brút, borðar
leifarnar á gamlárskvöld og horfir
á skaupið með kampavínsglas í
hönd. Býður upp á veislukræsingar
frá því landi sem heimsótt var í ár.
Hvernig verða áramótin þín?
„Heima hjá mér hefur alltaf
verið stórt matarboð með vinum
og fjölskyldu, en starf veitinga-
mannsins fer oft fram á þeim
tímum sem annað fólk er í fríi svo
ég reikna með því að veisluhöld
falli á konuna mína, því ég verð á
vaktinni á Brút, með fullt hús af
fólki. Reikna þó með því að komast
heim í leifarnar og Skaupið og
skála við fólkið mitt í einhverju
sjúklega næs kampavíni.“
Hvað verður borðað á gamlárs-
kvöld og nýárskvöld?
„Við höfum aldrei sama matinn
á gamlárskvöld, heldur bjóðum
til veislu frá því landi sem við
ferðuðumst um á árinu sem er að
líða, í ár verður sennilega mikið af
alls konar fiski og ekki ólíklegt að
það verði kveikt upp í kolagrillinu,
því það verður Portúgal-þema í
þetta sinn.“
Ertu búinn að velja áramóta-
dressið í ár?
„Ég verð sennilega bara í vinnu-
fötunum, sem betur fer eru það
voða falleg jakkaföt.“
Kaupir þú f lugelda?
„Nei, mér leiðast flugeldar. Tók
þó alveg þátt í því þegar börnin
voru minni, en núna nenni ég því
alls ekki. Eina sem ég skýt upp um
áramót eru kampavínstappar.
Hvað finnst þér standa upp úr á
árinu sem er að líða?
„Persónulega fannst mér best
að geta aftur farið í ferðalög til
útlanda með fjölskyldunni því það
er það skemmtilegasta sem við
gerum saman. Í vinnunni höfum
við fengið alls konar viðurkenn-
ingar og tilnefningar til verðlauna
fyrir Brút, sem gerir það þess virði
að eyða meira og minna öllum
stundum í vinnunni.“ n
Áramótin marka
alltaf nýtt upphaf
og það er svo notaleg
tilfinning þegar nýja árið
er komið, uppfullt af
tækifærum og ævin-
týrum.
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir
Þandi út vængina á árinu
Eva Ruza Miljević, skemmtikraftur
og gleðigjafi með meiru, ætlar að
reyna við Wellington-steikina án
þess að ofelda hana.
Hvernig verða áramótin þín?
„Við Miljević-fjölskyldan erum
alltaf saman á hátíðisdögum og
í ár verður engin breyting á. Mér
heyrist að móðir mín ætli að kasta
gamlárskvöldi í fangið á mér,
sem er gríðarlega mikil áhætta
fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Hún
„leyfði“ mér nefnilega að hafa
þetta dýrmæta kvöld sitt árið
2019 eftir mikið suð og ég náði að
klúðra Wellington-steikinni. Ég
stillti óvart klukkuna 10 mínútum
lengur en steikin átti að vera og
við getum orðað það þannig að
sem betur fer var nóg af sósu og
meðlæti. Mamma hefur trú á mér,
pabbi aðeins minni trú, en allir
ætla að mæta með bros á vör.
Ég hef reyndar áður verið viss
um að gera ekki mistök í eld-
húsinu, en svo fer allt til fjandans.
En ég elska að elda og hanga í
eldhúsinu, fá fólk í mat og er góður
kokkur þegar vel tekst til. Ég er
þeim hæfileika gædd að hafa alltaf
rosalega mikla trú á sjálfri mér í
öllu sem ég geri, sem er svo sem
ágætt. Þarf bara að passa klukkuna
á ofninum, læt kannski mömmu
stilla hann til vonar og vara. Get
þá kennt henni um ef eitthvað fer
úrskeiðis. Svo er bara að vona það
besta. Ég ætla allavega að skreyta
mikið. Það gæti truflað athyglina
ef eitthvað fer úrskeiðis. Á mið-
nætti skálum við alltaf í alls konar
búbblum og fáum okkur snakk og
með.“
Ertu búin að velja áramóta-
dressið í ár?
„Ó, já, ég er alltaf klár með
glimmerið og pallíetturnar á
áramótum og í ár verður engin
breyting á. Ég fann dressið í ár í
Vila og það er silfur-pallíettupils
og blússa í stíl og það glitrar allt
saman fallega. Það þurfa reyndar
ekkert að vera áramót hjá mér til
að það glitri. Ég laðast vanalega að
glitrandi hlutum og verð eflaust
enn eins og gangandi jólatré þegar
ég verð 90 ára.“
Kaupir þú f lugelda?
„Það er alls ekki mín deild. Ég læt
Sigga minn, pabba og börnin alveg
um það. Ég elska bara að standa úti
í innkeyrslu og stara upp í himin-
geiminn þegar litríkar sprengjur
prýða hann, en ég þori ekki að fara
nálægt þessu.“
Hvað er ómissandi að gera á ára-
mótunum?
„Það er í raun ómissandi að
horfa á litlu börnin birtast í mann-
inum mínum og pabba. En þeir eru
menn sem segjast alltaf ekki ætla
að skjóta „þetta árið“ upp en enda
spenntastir í hópnum og halda
flugeldasýningu fyrir Kársnesið,
brosandi með hlífðargleraugun á
nefinu. Þeir byrja vanalega á litlum
sprengjum fyrir matinn fyrir litlu
börnin sem standa í glugganum,
en eru held ég bara að sprengja
þetta fyrir sjálfa sig og enga aðra.“
Hvað finnst þér standa upp úr á
árinu sem er að líða?
„Árið 2022 var ár risabreytinga
hjá mér. Við mamma tókum
ákvörðun í lok síðasta árs sem ég
var skíthrædd við. En við ákváðum
að selja blómabúðina okkar sem
við höfum unnið að saman í 23
ár, og í lok febrúar afhentum við
lyklana að litla barninu okkar. Ég
ákvað að treysta alfarið á sjálfa
mig og elta drauminn minn. Ég
hellti mér út í skemmtibransann
af fullum krafti en ég hef unnið við
að skemmta síðan 2015 og alltaf
með 100% vinnu í blómabúðinni
líka. Mér fannst og finnst þetta
mesta áhætta sem ég hef tekið í líf-
inu, að hætta á föstum launum og
í öruggri vinnu og treysta á að ég
gæti búið mér til vinnu og verkefni.
Ég sannreyndi setninguna sem er
svo oft sögð: Þegar einar dyr lokast
opnast aðrar.“
Það var dálítið það sem ég þurfti
smá að treysta á líka, en ég hefði
alveg getað sparað stresshnútinn
í maganum því þessar nýju dyr
galopnuðust og fleygðu mér af stað
í geggjuð ævintýri. Það er búið að
vera brjálað að gera hjá mér síðan
ég hætti að blómast og ég er svo
endalaust þakklát fyrir það.
Ég fann bara að eftir 23 ár í
blómunum þurfti ég aðeins að
fá að fljúga og elsku mamma var
fuglaþjálfarinn. Sagði mér bara að
þenja út vængina og fara af stað,
sem ég gerði og er ótrúlega stolt af
sjálfri mér fyrir að hafa gert.“ n
Reikna þó með því
að komast heim í
leifarnar og Skaupið og
skála við fólkið mitt í
einhverju sjúklega næs
kampavíni.
Ólafur Örn Ólafsson
Það þurfa reyndar
ekkert að vera
áramót hjá mér til að það
glitri. Ég laðast vanalega
að glitrandi hlutum og
verð eflaust enn eins og
gangandi jólatré þegar ég
verð 90 ára.
Eva Ruza Miljević
Eva Dögg hefur mjög gaman að því að
2 kynningarblað A L LT 31. desember 2022 LAUGARDAGUR