Fréttablaðið - 31.12.2022, Side 45
Geimfarinn Kathy Sullivan hlaut
Landkönnunarverðlaun Leifs
Eiríkssonar í ár, en þau voru veitt
á Húsavík í gær.
benediktboas@frettabladid.is
Það er Könnunarsafnið á Húsavík sem
veitir verðlaunin ár hvert, en þetta er
í sjötta sinn sem þau eru af hent fyrir
afrek í landkönnun og vísindastarfi.
Kathy Sullivan er mikill Íslands
vinur en hún á að baki þrjú geimf lug
og hefur ferðast 356 sinnum umhverfis
jörðina, eða nærri 14 milljón kílómetra
í geimnum. Sullivan var í áhöfn geim
skutlunnar Discovery sem kom Hubble
sjónaukanum á braut um jörðu árið
1990. Þá setti geimskutlan hæðarmet
er hún f laug í 621 kílómetra hæð yfir
jörðu. Árið 2020 varð Sullivan fyrst
kvenna til að kafa niður í Challenger
dýpið í Maríanadjúpál, dýpsta parti
hafsins sem er um 11 kílómetra undir
sjávarmáli. Engin kona hefur þannig
kannað staði með meiri hæðarmun,
eða samtals 632 kílómetrum, 621 km
yfir yfirborði jarðar og 11 km undir
sjávarmáli.
Árið 2013 skipaði Barack Obama
Bandaríkjaforseti hana sem forstjóra
NOAA, hafrannsókna og loftslags
stofnunar Bandaríkjanna. Kathy sem
er jarðfræðingur að mennt er mikill
Íslandsvinur og hefur heimsótt Ísland
við mörg tækifæri.
Safnið verðlaunaði jafnframt land
könnuðina Will Steger og J.R. Harris frá
Bandaríkjunum, Dominique Gonçalves
frá Mósambík, Geoff Green frá Kanada
og Belén Garcia Ovide frá Spáni, en
hún er forstöðukona Ocean Missions
á Húsavík. Formaður dómnefndar var
Jeff Blumenfeld, deildarforseti hjá The
Explorers Club í Bandaríkjunum. n
Landkönnuðir verðlaunaðir á Húsavík
Kathy Sullivan við Laxá, neðan bæjarins Helluvaðs í Mývatnssveit, við uppáhaldsveiðistað geimfarans Neil Armstrong.
Myndir/ragnar Th. SigurðSSon
Halldór Kiljan Laxness skrifaði grein í
Morgunblaðið þennan dag árið 1970
sem hann nefndi Hernaðurinn gegn
landinu. Greinin vakti margvísleg and
svör og deilur í þjóðfélaginu. Hann var
hættur að láta að sér kveða í flokkspóli
tískum deilumálum á Íslandi en hélt þó
áfram að skrifa um ýmis hugðarefni sín
í blöðin.
Í greininni tók hann sér stöðu sem
umhverfissinni þar sem hann mót
mælti meðal annars hugmyndum um
stórvirkjanir, eins og framkvæmdir í
Laxá við Mývatn og Norðlingaöldulón
í Þjórsárverum. Greinin spratt upp úr
umræðu um aukna stóriðju í landinu
og átti þátt í því að ýmsar stórtækar
hugmyndir um virkjanir voru lagðar á
hilluna um sinn.
Í grein sinni skrifar Halldór meðal
annars um Laxá og Mývatn en greinina
má sjá og lesa á vefsíðu Gljúfrasteins.
„Laxár og Mývatnssvæðið er sérstæð
asta og dýrmætasta vatnasvæði í heimi
frá líffræðilegu og náttúrufræðilegu
sjónarmiði séð.
Við Mývatn bjuggu til skams tíma
þesskonar menn, og við munum marga
þeirra enn, sem á hverjum tíma Íslands
sögunnar hefðu verið kallaðir mannval.
Og svo hefði verið hvar sem var í heim
inum. Þó þeir ynnu hörðum höndum og
gætu aldrei orðið ríkir, þá voru þeir and
legir höfðíngsmenn. Verðmæti þeirra
voru ekta. Þeir orkuðu á mann einsog
prófessorar frá einhverjum hinna betri
háskóla, en stundum einsog væru þar
komnir öldúngar er staðið hefðu upp af
bekk sínum hjá Agli og Njáli til að ræða
við okkur um sinn. Margir þeirra voru
þjóðkunn skáld. Einn þeirra, Sigurður á
Arnarvatni, hann orti um Mývatnsríkið
þessar ljóðlínur:
Hér á andinn óðul sín
öll sem verða á jörðu fundin.
Ég man þá tíð að sumum þótti þetta
í meira lagi djúpt tekið í árinni; en núna
þegar verið er að basla við að tortíma
Mývatni finnum við að hver stafur í
þessum vísuorðum er gull. Sannar var
ekki hægt að segja það.“ n
Þetta gerðist: 31. desember 1970
Kiljan fremstur í flokki umhverfissinna
Halldór Kiljan Laxness.
Ástkær mamma, tengdamamma,
amma og langamma okkar,
Guðrún Ingimarsdóttir
áður Smárahlíð 5a, Akureyri,
lést Þorláksmessudag 23. desember.
Verður hún jarðsungin fimmtudaginn
5. janúar frá Glerárkirkju á Akureyri.
Fyrir hönd aðstandenda,
H. Brynja Sigurðardóttir Hafliði Gunnarsson
Sævar Freyr Rut Jónsdóttir
Heimir Snær Sigurðsson Guðlaug Heiðdís Sveinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Lilja Gísladóttir
Suðurlandsbraut 58,
áður til heimilis Espigerði 4,
lést á Hjúkrunarheimilinu Grund
miðvikudaginn 28. desember. Útför hennar verður
frá Lindakirkju klukkan 13.00, þriðjudaginn 3. janúar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir
frábæra umönnun.
Klemenz Hermannsson
Gísli Klemenzson Birna Guðjónsdóttir
Kristinn Klemenzson Margrét Steinþórsdóttir
Guðlaug Björk Klemenzdóttir Jón Ásgeir Helgason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðrún Rósa Pálsdóttir
kennari á Siglufirði og Akureyri,
síðast til heimilis að Blöndubakka 1,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
22. desember síðastliðinn. Útför hennar verður frá
Grafarvogskirkju fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.00.
Eiríkur Páll Eiríksson Guðrún Jónasdóttir
Hrafnkell Eiríksson
Herdís Eiríksdóttir
Brynjar Eiríksson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Sigurðsson
Stillholti 19, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi, laugardaginn 17. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Sigríður Vigdís Jónsdóttir
Margrét Ágústa Jónsdóttir Loftur Ingi Sveinsson
Sigurður Jónsson Heiða María Guðlaugsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigmar Bjarni Ákason
Hamraborg 34,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
26. desember. Útförin fer fram frá
Lindakirkju, Kópavogi, mánudaginn 2. janúar kl. 13.
Ísabella Þórðardóttir
Ásgeir Þór Sigmarsson Hansína Sturlaugsdóttir
Eyþór Áki Sigmarsson Guðveig Guðmundsdóttir
Áslaug Anna Sigmarsdóttir Grímur Thomsen Holm
Stefánsson
Rögnvaldur Erlingur Sigmarsson Sigurbjörg Kristinsdóttir
Gunnar Ólafur Sigmarsson María Leifsdóttir
Þórður Sigmarsson
Karel Halldórsson Halldóra Matthildur
Matthíasdóttir
Guðrún Halldórsdóttir Reynir Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Auðunn Hlynur
Hálfdanarson
tæknifræðingur,
lést á aðfangadag, 24. desember, á
hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum.
Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík, fimmtudaginn
5. janúar kl. 13.
Berta Sveinbjarnardóttir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir Valdimar Birgisson
Hlynur Þór Auðunsson Eyrún Steinsson
Helga Kristín Auðunsdóttir Sveinn Biering Jónsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jóhannes Hólm Reynisson
framkvæmdastjóri Fínpússningar,
Vallarási 15,
Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn
29. desember. Útför auglýst síðar.
Ásdís Runólfsdóttir
Sólveig Þóra Jóhannesdóttir
Ólafur Þór Jóhannesson Aldís Arnardóttir
Elsa Guðrún Jóhannesdóttir Jón Kjartan Kristinsson
Óttarr Makuch Marcin Makuch
Runólfur Ólafur Gíslason Haddý Fanndal
Þórir Guðlaugsson Rannveig Erlingsdóttir
Heiðar Már Guðlaugsson Brynhildur Kristinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
FréttablaðiðLAUGARDAGUR 31. desember 2022 Tímamót 33L