Fréttablaðið - 31.12.2022, Síða 64

Fréttablaðið - 31.12.2022, Síða 64
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun Torg ehf. dReifing Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Óttars Guðmundssonar n Bakþankar Reykjavík • Mörkin 3 | Akureyri • Undirhlíð 2 Í VEFVERSLUN ALLA HELGINA EKKI MISSA AF ÞESSU Verslanir lokaðar í dag, ekki missa af Útsölu Ársins í vefverslun alla helgina icewear.is FÍFA Síð Ecodown® kápa kr. 29.990,- Gleðilega útivistUm aldir hefur tíðkast um áramót að velja mann ársins. Árið 920 varð Þorgeir Hávarsson fyrir valinu fyrir auðsýndan hetjuskap. Hann var að sækja hvönn í Hornbjarg þegar aurskriða brast undan fótum hans. Honum tókst að grípa í hvannar­ drjóla og hékk þar daglangt enda vildi hann ekki hrópa á hjálp. Í greinargerð dómnefndar kom fram að Þorgeir hefði með þessu sýnt fádæma þvermóðsku og hugrekki. Eggert Ólafsson skáld var valinn maður ársins 1768. Hann sýndi eitr­ aða karlmennsku þegar hann lagði út á Breiðafjörðinn í brjáluðu veðri og hlustaði ekki á varnaðarorð karl­ skarfa í fjörunni. Skipið sökk undan Eggert en minningin um góðan dreng og fífldjarfan lifir. Árið 1780 voru þeir Reynistaðabræður Bjarni og Einar Halldórssynir kosnir menn ársins. Þeir lögðu á Kjöl um vetur í leiðindaveðri með nokkur hundruð fjár þvert á ráðleggingar. Þeir urðu úti með allt féð. Maður ársins 2022 er rútustjór­ inn sem virti í tvígang að vettugi vegatálma björgunarsveitanna við Vík í Mýrdal. Þetta er sannur Íslendingur sem hlýðir engu og æðir út í snjómugguna á rútunni fullri af erlendum ferðamönnum. Með þessu athæfi veitti hann ferða­ mönnunum innsýn í íslenskan vetrarveruleika og þjóðarsál. Þessi maður ætti líka að fá frumkvöðla­ verðlaun Ferðamálaráðs fyrir nýstárlega landkynningu. Þorgeir, Eggert, Reynistaða­ bræður og rútustjórinn láta engan segja sér fyrir verkum. Við eigum að heiðra svona þvergirðinga að verðleikum. Danir vildu um aldir flytja alla Íslendinga á Jótlands­ heiðar enda væri landið óbyggilegt. Við getum þakkað þjóðhollu fólki sem hlýðir engum fyrirmælum að Ísland er enn í byggð. n Maður ársins takk fyrir viðskiptin á líðandi ári GLEÐILEGT NÝTT ÁR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.