Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 1

Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 1
F I M M T U D A G U R 3. N Ó V E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 257. tölublað . 110. árgangur . Sigraðu innkaupin 3.–6. nóvember ÞRÁIR BREYTINGAR Í RÚSSLANDI BARÁTTAN UM NORRÆNU TRYGGÐU TITILINN MEÐ SIGRI Á ERKIFJENDUNUM JÓNAS BÆJARSTJÓRI 28 OG 29 VALGEIR MEISTARI 62MASHA Í PUSSY RIOT 64 Gísli Freyr Valdórsson Karítas Ríkharðsdóttir Nokkuð er tekist á um hugmyndafræði og innra starf Sjálfstæðisflokksins í kappræðum fram- bjóðenda til formanns í flokknum. Þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðar- son, umhverfisráðherra, sem skorað hefur Bjarna á hólm, eru gestir Dagmála í dag. Þátt- urinn er aðgengilegur í opinni dagskrá á mbl.is. Í umræðum um það hvort núverandi flokka- kerfi, þar sem margir flokkar hafa náð inn kjörn- um fulltrúum á Alþingi, sé komið til að vera eða ekki, má heyra mismunandi skoðanir þeirra Bjarna og Guðlaugs Þórs. Þegar sá síðarnefndi tilkynnti um framboð sitt sl. sunnudag hafði hann orð á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefði minnkað á undanförnum árum og rakti það beint og óbeint til forystu flokksins. Aðspurður um þetta í Dagmálum segir Bjarni að úrslit í kosn- ingum hafi tekið mið af raunverulegum aðstæð- um hverju sinni. Hann benti á að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði náð inn 21 þingmanni í kosn- ingunum 2016. Það hefði alla jafna gefið færi á að mynda tveggja flokka stjórn en aftur á móti hafi enginn einn flokkur haft burði til að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þeim tíma. Vantar alla trú Guðlaugur Þór segist aftur á móti skynja upp- gjafartón í forystu Sjálfstæðisflokksins og vísaði þar til orða Bjarna. Hann bendir á að tími óvæntra kosningaúrslita sé ekki liðinn, enda sjá- ist það í kosningum beggja megin Atlantshafs- ins. „Fólk sættir sig ekki við þá stöðu sem flokk- urinn er í. Það vantar alla trú. Ég vona að við séum ekki búin að missa trúna á því að geta gert betur,“ segir Guðlaugur Þór í viðtalinu. „Ég er ekki að segja það,“ svarar Bjarni að bragði og segir mótframbjóðanda sinn vera með útúrsnúning. „Það dugar ekki að segja að við ætlum að vera langstærsti flokkurinn. Þetta er bara innihalds- laust upphróp. Ef þú ætlar að gera þetta, þá þarftu að vera með plan. Markmið án þess að vera með plan er ekkert annað en draumur. Og planið sem ég er með er að vinna markvisst að því að skila árangri fyrir fólk, þannig að það sjái það að við séum traustsins verð og að við skilum árangri sem bæta lífskjör og lífshamingju í land- inu.“ Guðlaugur Þór svarar því til að áætlun sín feli það í sér að valdefla fólk innan flokksins og leggja áherslu á að flokkurinn sé breiðfylking. „Við þurfum að vera fastari á grunngildum Sjálf- stæðisflokksins, það er sú uppskrift sem við höf- um haft frá því að flokkurinn var stofnaður og alla jafna gengið mjög vel,“ segir Guðlaugur Þór. Bjarni segist ekki gera ágreining um það að vera föst á grunngildum. „Það þarf samt að taka svona yfirlýsingar og þýða þær yfir í stefnumál, pólitísk mál sem varða nútímann,“ segir hann. Tekist á um innra starf Morgunblaðið/Eggert Dagmál Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson bjóða sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi. - Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson takast á í Dagmálum - Ólík sýn á raunverulega aðstöðu og tækifæri Sjálfstæðisflokksins MFormannsslagur »2 og 4 „Ég var orðinn mjög slæmur en átti ekki að komast í aðgerð fyrr en í fyrsta lagi í vor,“ segir Gísli Wiium, lögregluvarðstjóri, sem varð eittþús- undasti sjúklingurinn til að gangast undir liðskipti hjá Klíníkinni. Hann var með ónýtt hné, mjög kvalinn og vart vinnufær. Fremur en að bíða sárþjáður í allan vetur fór Gísli í að- gerð á eigin kostnað. „Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég þarf á skurðaðgerð að halda. Þá þarf ég að borga hana sjálfur þótt ég sé búinn að leggja í opinbera púkkið í fimmtíu ár! Mér finnst heilbrigðiskerfið hafa svikið mig og aðra í sömu stöðu.“ Hjá Klíníkinni verða gerðar um 320 liðskiptaaðgerðir á þessu ári en þær voru 247 í fyrra. Gert er ráð fyr- ir um 500 liðskiptaaðgerðum 2023, að sögn Hjálmars Þorsteinssonar bæklunarlæknis. Um 2.100 eru á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. »6 Morgunblaðið/Eggert Klíníkin Gísli Wiium var útskrifaður með nýtt hné af Klíníkinni í gær. Var settur á biðlista til vors - Keypti hnjáaðgerð _ Landsvirkjun hefur sótt um virkj- unarleyfi til Orkustofnunar vegna Búrfellslundar. Er það í fyrsta skipti sem sótt er um slíkt leyfi fyr- ir fullbúnum vindmyllulundi hér á landi. Einar Mathiesen, fram- kvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun, upplýsir þetta í aðsendri grein í blaðinu í dag. Búrfellslundur var færður í nýt- ingarflokk rammaáætlunar í júní sl., þegar Alþingi samþykkti upp- færða flokkun virkjunarkosta. Um- fang Búrfellslundar hefur verið minnkað úr 200 MW í 120 MW. Ein- ar telur mögulegt að tengja Búr- fellslund við raforkukerfið fyrir árslok 2025. »43 Vilja virkjunarleyfi fyrir Búrfellslund

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.