Morgunblaðið - 03.11.2022, Page 6

Morgunblaðið - 03.11.2022, Page 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Liðskiptaaðgerð númer 1.000 var gerð á Klíníkinni á þriðjudaginn var. Fyrsta liðskiptaaðgerðin þar var gerð 7. febrúar 2017 og hefur þeim fjölgað ár frá ári og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi mikið. Ým- ist er skipt um mjaðmarlið eða hnjálið. „Það er skipt um aðeins fleiri hné en mjaðmir,“ segir Hjálmar Þorsteinsson, sérfræðingur í bæklunarlækn- ingum hjá Klí- níkinni. „Konur eru í meirihluta þeirra sem fara í liðskiptaaðgerð, þetta eru 56% konur og 44% karlar. Konur lifa að jafnaði lengur en karlar og tíðnin er aðeins hærri hjá þeim.“ Meðalaldur þeirra sem hafa farið í liðskiptaaðgerð hjá Klíník- inni er 68 ár og er meðalaldur, kynjaskiptingin svo og líkams- þyngd sambærileg við þær tölur sem er að finna í gerviliðaskrá Sví- þjóðar. Ekki er til sambærilegt gagnasafn á Íslandi til sam- anburðar. Góðar líkur eru á að gerviliður geti enst í um 20 ár. Flestir fara því aðeins einu sinni í hver lið- skipti. Ef fólk er tiltölulega ungt þegar það fær fyrst gervilið eru meiri líkur á að það þurfi á end- urtekinni aðgerð að halda síðar meir. Greiðsluþátttaka réttlætismál Flestir sem fara í liðskipti hjá Klíníkinni búa hér á landi. Einnig koma hingað Íslendingar sem eru búsettir erlendis, t.d. í Lúxemborg, Eystrasaltslöndunum eða á Spáni. „Það er svolítið merkilegt að sjúkratryggingar Svíþjóðar hafa borgað fyrir aðgerðir hjá okkur á Svíum og Íslendingum sem eru bú- settir í Svíþjóð. Sama á við um sjúkratryggingar í Lúxemborg. Sjúkratryggingar Íslands hafa hins vegar ekki borgað fyrir lið- skiptaaðgerðir hjá okkur,“ segir Hjálmar. Hillir undir einhverja lausn varðandi greiðsluþátttöku í liðskiptaaðgerðum á íslenskum skattborgurum hjá Klíníkinni? „Ég heyri að það er allt annar tónn í núverandi heilbrigð- isráðherra en var í forvera hans,“ segir Hjálmar. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki einfalt mál en mér finnst það vera mikið réttlætismál að fólk fái að minnsta kosti hluta af kostnaðinum endur- greiddan á meðan ríkið getur ekki boðið þessar aðgerðir innan 90 daga. Ef ríkisspítalarnir myndu anna þörfinni fyrir þessar aðgerðir væri ekki þörf á að bæta við öðrum aðilum. En á meðan staðan er eins og hún er í dag er óskiljanlegt að fólk eigi ekki rétt á að fá sína að- gerð greidda af ríkinu. Það á að vera tryggt í lögum.“ Glórulaus meðferð á skattfé Íslendingar sem hafa þurft að bíða lengur en í 90 daga eftir að- gerð hafa getað farið til útlanda í liðskiptaaðgerð. Hjálmar segir að kostnaðurinn við slíka ferð sé mun meiri en ef aðgerðin er gerð hér. „Það er glórulaus meðferð á al- mannafé að senda fólk út í aðgerð sem hægt er að gera hér. Greið- andinn er íslenska ríkið sem líka innheimtir skatta. Eini skatturinn sem það fær til baka af slíkri utan- landsferð er flugvallarskatturinn. Ef aðgerðin er hins vegar gerð hjá okkur fær ríkið um 40-45% af kostnaðinum til baka í fyrstu um- ferð, bæði virðisaukaskatt og tekju- skatt. Þá er munurinn orðinn býsna mikill.“ 2.100 á biðlista eftir aðgerð Hjálmar segir að rúmlega 500 aðgerðir af þessum 1.000 hafi kom- ið á síðustu 24 mánuðum. Hann tel- ur að á þessu ári verði gerðar um 320 liðskiptaaðgerðir hjá Klíníkinni en þær voru 247 í fyrra. Gert er ráð fyrir að liðskiptaaðgerðirnar verði í kringum 500 á næsta ári, samkvæmt áætlun fyrir lið- skiptaaðgerðir árið 2023. Hjálmar segir að samkvæmt síðustu tölum bíði um 2.100 manns eftir lið- skiptaaðgerð á Íslandi. Í janúar á þessu ári voru um 1.800 á biðlista og því ljóst að þeim sem þurfa á liðskiptaaðgerð að halda fjölgar stöðugt. Stefnt að 500 liðskiptaaðgerðum 2023 - Klíníkin gerði þúsundustu liðskiptaaðgerðina frá 2017 - Réttlætismál að fólk fái a.m.k hluta kostnaðar endurgreiddan - Glórulaust að senda fólk til útlanda í aðgerðir sem hægt er að gera hér Ljósmynd/Gunnar Svanberg Hnéaðgerð Klíníkin hyggst fjölga mjög liðskiptaaðgerðum á næsta ári. Hjálmar Þorsteinsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Maður hleypur ekki á eftir bóf- um á annarri löppinni. Ég hefði ekki getað labbað út í móa ef bíll hefði oltið, gleymdu því! Ég gat varla setið í bíl fyrir tannpínu- verkjum í hægra hnénu. Það var tekin mynd sem sýndi að ég átti ekki val um annað en að láta skipta um hnjáliðinn í heilu lagi,“ segir Gísli Wiium. Hann er 64 ára, varðstjóri í lögreglunni í Vík í Mýrdal og fyrrverandi sjómað- ur. Gísli er númer 1.000 í röð þeirra sem gengist hafa undir liðskiptaaðgerð hjá Klíníkinni. Hann fékk nýtt hné í fyrradag og var útskrifaður í gær. „Það kom í ljós 2015 að það var lítið eftir af brjóski í báðum hnjá- liðum. Líðanin var þolanleg þang- að til nú í ágúst. Þá gerðist eitt- hvað í hægra hnénu. Þegar ég átti orðið erfitt með að komast út úr bílnum lét ég kíkja á þetta. Þá kom í ljós að það var bein í bein báðum megin í hnénu,“ segir Gísli. Þetta olli því að hann átti erfitt með að sinna vinnunni. Gísli var settur á biðlista eftir lið- skiptaaðgerð hjá opinbera heil- brigðiskerfinu. „Ég var orðinn mjög slæmur en átti ekki að komast í aðgerð fyrr en í fyrsta lagi í vor. Þá fékk Gilli Wiium sjokk. Það skipti engu máli hvernig mér leið! Ég ákvað að kanna með að fara til Danmerkur í aðgerð, sem ég á rétt á eftir 90 daga bið, en líðanin var þannig að ég gat ekki beðið. Ég var hættur að sofa fyrir stöðugum tann- pínuverkjum í hnénu. Hefði ég beðið fram á vor hefði ástandið orðið enn verra. Allir vöðvar hefðu rýrnað og endurhæfing og sjúkraþjálfun orðið miklu erfið- ari. Ég hefði ábyggilega líka þurft bæði sálfræðing og geð- lækni og eitthvað hefði það kost- að!“ Gísli ákvað að spyrjast fyrir um liðskiptaaðgerð hjá Klíníkinni á eigin kostnað. Jú, hann gat fengið aðgerð eftir tíu daga og fór í hana. „Þetta er frábær staður og ferl- ið fullkomið. Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Það er ekkert hægt að Ekki á eftir bóf- um á einni löpp Morgunblaðið/Eggert Hnéþegi Gísli Wiium kominn með nýtt hné og laus við kvalirnar. lýsa því öðruvísi,“ segir Gísli. „Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég þarf á skurðaðgerð að halda. Þá þarf ég að borga hana sjálfur þótt ég sé búinn að leggja í opinbera púkkið í fimmtíu ár! Mér finnst heilbrigðiskerfið hafa svikið mig og aðra í sömu stöðu.“ Gísli er almennt vel á sig kom- inn og kveðst vilja vera fótgang- andi en ekki skröltandi á öðrum fæti. Hann verður í veikindaleyfi fram í lok janúar 2023 samkvæmt læknisráði. „Mér líður mun betur en fyrir aðgerðina og tannpínuverkurinn er farinn. Þetta er enn bólgið og ég þarf að jafna mig, en þetta er allt annað líf,“ segir Gísli. Náttúrustofa Austurlands hefur birt drög að tillögum um hreindýrakvóta ársins 2023 á heimasíðu sinni (na.is). Það er gert í þeim tilgangi að hafa opið samráð um tillöguna og er tekið við skriflegum athugasemdum til miðnættis 25. nóvember nk. Þetta er annað árið í röð sem Náttúrustofan hefur þennan hátt á. Endanlegar kvótatillögur munu liggja fyrir í desember að venju. Fram kemur í inngangi að tillög- unni að áframhaldandi fækkun hreindýra á veiðisvæði 2 á veiðitíma 2022 veki enn spurningar um hvern- ig best sé að haga veiðistjórnun þar sem fjöldi dýra innan veiðisvæðis geti verið breytilegur milli ára og jafnvel árstíma. Lagt er til að veiðikvóti næsta árs verði 938 dýr, 501 kýr og 437 tarfar. Það er um 9% minni kvóti en var í haust. Lagt er til að stilla veiðum mikið í hóf á veiðisvæði 2 á næsta ári frá því sem verið hefur undanfarin ár. gudni@mbl.is Minni hreindýrakvóti næsta ár - Opið samráð um tillögu NA Hreindýrakvótatillögur eftir veiðisvæðum Heimild: Náttúrustofa Austurland Kvóti 2022 Kvótatillögur 2023 Breyting 2022-2023 Svæði Kýr Trafar Alls Kýr Trafar Alls Kýr Trafar Alls 1 80 110 190 121 118 239 41 8 49 2 100 70 170 15 15 30 -77 -49 -126 3 48 45 93 50 54 104 -6 3 -3 4 42 15 57 54 22 76 12 7 19 5 60 45 105 47 39 86 -13 -6 -19 6 40 60 100 40 64 104 0 4 4 7 110 70 180 120 80 200 10 10 20 8 28 30 58 22 22 44 -6 -8 -14 9 38 30 68 32 23 55 -6 -7 -13 Alls 546 475 1.021 501 437 938 -45 -38 -83

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.