Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Virka daga 10-17
Laugardaga 11-15
Hjarta heimilisins
Við hönnum innréttingar að þínum þörfum
2000 — 2022
Björn Bjarnason segir frá því á
vef sínum að haft hafi verið eft-
ir framsóknarmanninum Einari Þor-
steinssyni formanni borgarráðs í
fréttum ríkisútvarpsins í fyrradag
„að íbúar Reykjavíkur myndu ekki
finna fyrir niðurskurðaraðgerðum
sem ráðist yrði á
næsta ári í til þess að
takast á við fimmtán
milljarða króna
hallarekstur borgar-
innar.
Í fréttinni var eng-
in skýring á því
hvernig staðið yrði
að því að ná þessum
árangri. Helst mátti
ætla að innan borg-
arkerfisins væru ein-
hverjar fyrningar
sem nú mætti nota,
allt væri hey í harð-
indum.
Annað hvort hefur
Einar Þorsteinsson
gengið beint inn í blekkingarheim
borgarstjórans eða hann veit ein-
faldlega ekki betur. Gerir sér enga
grein fyrir þeim vanda sem við blas-
ir.“
- - -
Björn segir að Þórdís Lóa Þór-
hallsdóttir, borgarfulltrúi Við-
reisnar, hafi viðurkennt að allt hafi
farið úr böndum í fjármálum borg-
arinnar, enda erfitt nú orðið að neita
því.
- - -
Björn minnir einnig á orð aðal-
hagfræðings Samtaka iðnaðar-
ins í samtali við Morgunblaðið um að
hækkun fasteignaskatta borgar-
innar sé glórulaus, eins og sá orðar
það réttilega.
- - -
Þrátt fyrir gríðarlega hækkun
fasteignaverðs ætlar meirihlut-
inn í borginni að halda álagningar-
hlutfalli fasteignagjalda óbreyttu.
Sem er væntanlega sársaukalaust
eins og niðurskurðurinn, ef marka
má formann borgarráðs. Hvernig
dettur meirihlutaflokkunum í hug
að bjóða Reykvíkingum upp á þetta?
Einar
Þorsteinsson
Glórulaust
STAKSTEINAR
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Það stefnir í að á yfirstandandi ári
verði slegið umferðarmet á hring-
veginum. „Nú er útlit fyrir að um-
ferðin í ár slái metið frá árinu 2019 á
hringveginum. Gangi það eftir verð-
ur árið 2022 umferðarmesta árið
fram til þessa,“ segir í frétt á vef
Vegagerðarinnar.
Mælar á hringveginum sýna að
umferðin í nýliðnum október jókst
um 1,9% frá sama mánuði á síðasta
ári. „Þar með var slegið nýtt met í
októberumferð. Umferð jókst á öll-
um landsvæðum en mest um Austur-
land eða um rúm 8% en minnst við
höfuðborgarsvæðið eða um tæpt.
1%,“ segir í umfjölluninni.
Af einstaka talningarstöðum jókst
umferðin mest á Mýrdalssandi eða
um rúmlega 31%. Hins vegar dróst
umferð yfir Hellisheiði saman um
1,2% í októbermánuði. Frá seinustu
áramótum hefur umferðin á hring-
veginum aukist um 3,5% frá sama
tímabili á síðasta ári. Fram kemur að
umferðin hefur aukist mest um
Austurland eða tæp 14% en minnst
við höfuðborgarsvæðið eða tæpt 1%.
„Nú stefnir í nýtt umferðarmet á
hringvegi og að umferðin aukist um
tæp 3% frá árinu 2021. Verði það
raunin verður árið 2022 tæplega 1%
stærra en metárið 2019, á hring-
vegi.“
Stefnir í umferðarmet á hringvegi
- Umferðin hefur aukist um 3,5% frá
áramótum - Aukningin 1,9% í október
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferð Mest er ekið á föstudögum.
Birna G. Bjarnleifs-
dóttir leiðsögumaður
lést á Hrafnistu
Skógarbæ 31. októ-
ber síðastliðinn, 88
ára að aldri.
Birna Guðrún
Bjarnleifsdóttir
fæddist á Ísafirði 14.
september 1934. For-
eldrar hennar voru
hjónin Anna Sólveig
Veturliðadóttir hús-
freyja og Bjarnleifur
Hjálmarsson vél-
stjóri.
Birna lauk gagn-
fræðaskólaprófi á Ísafirði en flutti
til Reykjavíkur til að hefja nám við
Verzlunarskóla Íslands þaðan sem
hún lauk verslunarprófi vorið 1953.
Birna starfaði við skrifstofustörf
hjá H. Ben. hf. á árunum 1953-
1958.
Birna fékk snemma áhuga á
leiðsögustörfum. Hún lauk nám-
skeiðum í leiðsögn hjá Ferðaskrif-
stofu ríkisins á árunum 1965-1970
og hlaut réttindi Ferðamálaráðs
sem leiðsögumaður ferðafólks árið
1983. Hún var forstöðumaður leið-
söguskóla Ferðamálaráðs frá árinu
1976 en tók svo að sér að byggja
upp og hafa umsjón með ferða-
málanámskeiðum MK, sem síðar
varð Leiðsöguskólinn, frá árinu
1987.
Birna vann lengi að
hagsmunamálum leið-
sögumanna. Hún var
formaður Félags leið-
sögumanna á árunum
1973-1979 og ritstjóri
og í ritnefnd félags-
blaðs leiðsögumanna
á árunum 1974-1983.
Á árunum 1979 til
1983 hafði Birna um-
sjón með útvarps-
þáttum um ferðamál
á RÚV og sá einnig
um útvarpsþætti Um-
ferðarráðs. Hún vann
einnig texta fyrir
ferðabæklinga og ferðabækur.
Birna tók saman mikið magn
kennsluefnis fyrir leiðsögunema og
gaf út handbók leiðsögumanna.
Hún var sæmd riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu árið 2000
fyrir fræðslustörf í þágu ferða-
mála.
Þau hjónin voru meðal frum-
byggja í Breiðholtshverfi og létu
sig málefni hverfisins varða. Hún
hafði forgöngu um stofnun Kven-
félags Breiðholts árið 1970 og var
formaður félagsins í mörg ár. Hún
átti einnig sæti í byggingarnefnd
Breiðholtskirkju.
Eiginmaður Birnu var Árni H.
Bjarnason, bankaútibússtjóri.
Hann lést 2020. Dætur þeirra eru
Erla Svanhvít og Anna Sólveig.
Andlát
Birna G. Bjarnleifsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/