Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Virka daga 10-17 Laugardaga 11-15 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum 2000 — 2022 Björn Bjarnason segir frá því á vef sínum að haft hafi verið eft- ir framsóknarmanninum Einari Þor- steinssyni formanni borgarráðs í fréttum ríkisútvarpsins í fyrradag „að íbúar Reykjavíkur myndu ekki finna fyrir niðurskurðaraðgerðum sem ráðist yrði á næsta ári í til þess að takast á við fimmtán milljarða króna hallarekstur borgar- innar. Í fréttinni var eng- in skýring á því hvernig staðið yrði að því að ná þessum árangri. Helst mátti ætla að innan borg- arkerfisins væru ein- hverjar fyrningar sem nú mætti nota, allt væri hey í harð- indum. Annað hvort hefur Einar Þorsteinsson gengið beint inn í blekkingarheim borgarstjórans eða hann veit ein- faldlega ekki betur. Gerir sér enga grein fyrir þeim vanda sem við blas- ir.“ - - - Björn segir að Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir, borgarfulltrúi Við- reisnar, hafi viðurkennt að allt hafi farið úr böndum í fjármálum borg- arinnar, enda erfitt nú orðið að neita því. - - - Björn minnir einnig á orð aðal- hagfræðings Samtaka iðnaðar- ins í samtali við Morgunblaðið um að hækkun fasteignaskatta borgar- innar sé glórulaus, eins og sá orðar það réttilega. - - - Þrátt fyrir gríðarlega hækkun fasteignaverðs ætlar meirihlut- inn í borginni að halda álagningar- hlutfalli fasteignagjalda óbreyttu. Sem er væntanlega sársaukalaust eins og niðurskurðurinn, ef marka má formann borgarráðs. Hvernig dettur meirihlutaflokkunum í hug að bjóða Reykvíkingum upp á þetta? Einar Þorsteinsson Glórulaust STAKSTEINAR Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Það stefnir í að á yfirstandandi ári verði slegið umferðarmet á hring- veginum. „Nú er útlit fyrir að um- ferðin í ár slái metið frá árinu 2019 á hringveginum. Gangi það eftir verð- ur árið 2022 umferðarmesta árið fram til þessa,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Mælar á hringveginum sýna að umferðin í nýliðnum október jókst um 1,9% frá sama mánuði á síðasta ári. „Þar með var slegið nýtt met í októberumferð. Umferð jókst á öll- um landsvæðum en mest um Austur- land eða um rúm 8% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða um tæpt. 1%,“ segir í umfjölluninni. Af einstaka talningarstöðum jókst umferðin mest á Mýrdalssandi eða um rúmlega 31%. Hins vegar dróst umferð yfir Hellisheiði saman um 1,2% í októbermánuði. Frá seinustu áramótum hefur umferðin á hring- veginum aukist um 3,5% frá sama tímabili á síðasta ári. Fram kemur að umferðin hefur aukist mest um Austurland eða tæp 14% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða tæpt 1%. „Nú stefnir í nýtt umferðarmet á hringvegi og að umferðin aukist um tæp 3% frá árinu 2021. Verði það raunin verður árið 2022 tæplega 1% stærra en metárið 2019, á hring- vegi.“ Stefnir í umferðarmet á hringvegi - Umferðin hefur aukist um 3,5% frá áramótum - Aukningin 1,9% í október Morgunblaðið/Árni Sæberg Umferð Mest er ekið á föstudögum. Birna G. Bjarnleifs- dóttir leiðsögumaður lést á Hrafnistu Skógarbæ 31. októ- ber síðastliðinn, 88 ára að aldri. Birna Guðrún Bjarnleifsdóttir fæddist á Ísafirði 14. september 1934. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Sólveig Veturliðadóttir hús- freyja og Bjarnleifur Hjálmarsson vél- stjóri. Birna lauk gagn- fræðaskólaprófi á Ísafirði en flutti til Reykjavíkur til að hefja nám við Verzlunarskóla Íslands þaðan sem hún lauk verslunarprófi vorið 1953. Birna starfaði við skrifstofustörf hjá H. Ben. hf. á árunum 1953- 1958. Birna fékk snemma áhuga á leiðsögustörfum. Hún lauk nám- skeiðum í leiðsögn hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins á árunum 1965-1970 og hlaut réttindi Ferðamálaráðs sem leiðsögumaður ferðafólks árið 1983. Hún var forstöðumaður leið- söguskóla Ferðamálaráðs frá árinu 1976 en tók svo að sér að byggja upp og hafa umsjón með ferða- málanámskeiðum MK, sem síðar varð Leiðsöguskólinn, frá árinu 1987. Birna vann lengi að hagsmunamálum leið- sögumanna. Hún var formaður Félags leið- sögumanna á árunum 1973-1979 og ritstjóri og í ritnefnd félags- blaðs leiðsögumanna á árunum 1974-1983. Á árunum 1979 til 1983 hafði Birna um- sjón með útvarps- þáttum um ferðamál á RÚV og sá einnig um útvarpsþætti Um- ferðarráðs. Hún vann einnig texta fyrir ferðabæklinga og ferðabækur. Birna tók saman mikið magn kennsluefnis fyrir leiðsögunema og gaf út handbók leiðsögumanna. Hún var sæmd riddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu árið 2000 fyrir fræðslustörf í þágu ferða- mála. Þau hjónin voru meðal frum- byggja í Breiðholtshverfi og létu sig málefni hverfisins varða. Hún hafði forgöngu um stofnun Kven- félags Breiðholts árið 1970 og var formaður félagsins í mörg ár. Hún átti einnig sæti í byggingarnefnd Breiðholtskirkju. Eiginmaður Birnu var Árni H. Bjarnason, bankaútibússtjóri. Hann lést 2020. Dætur þeirra eru Erla Svanhvít og Anna Sólveig. Andlát Birna G. Bjarnleifsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.