Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Málþing um Gísla J. Johnsen (1881- 1965), athafnamann í Vestmanna- eyjum og síðar í Reykjavík, verður haldið í Ráðhúsinu í Vestmanna- eyjum á laugardaginn kemur, 5. nóvember, og hefst kl. 13. Að mál- þinginu standa nokkrir áhugamenn og er Vestmanna- eyingurinn Helgi Bernódusson, cand. mag. og fyrrverandi skrif- stofustjóri Al- þingis, einn þeirra. Gísli J. John- sen fæddist 10. mars 1881 í Frydendal (seinna Bjarma) í Vest- mannaeyjum. Hann lést árið 1965 í Reykjavík og var jarðsettur í Hóla- vallakirkjugarði. Á leiði hans er út- höggvin brjóstmynd, sú eina í kirkjugarðinum. Gísli er tvímæla- laust einn merkasti athafnamað- urinn í sögu Vestmannaeyja. Varð gjaldþrota í kreppunni „Gísli missti föður sinn ungur en hóf innan við tvítugt verslun, útgerð og ýmiss konar viðskipti. Varð hann á skömmum tíma langsamlega um- svifamesti athafnamaður í Vest- mannaeyjum, hvort sem var í versl- un, útgerð báta eða fiskvinnslu, allt þar til hann varð gjaldþrota 1930 í heimskreppunni. Um það leyti flutt- ist hann til Reykjavíkur og hóf strax atvinnurekstur þar og varð á skömmum tíma meðal stöndugustu stórkaupmanna í höfuðborginni,“ segir í samantekt Helga. Gísli seldi meðal annars bátavélar í verslun sinni og átti því áfram töluverð viðskipti við Vest- mannaeyinga og kom oft til Eyja þar sem tvö börn hans bjuggu. Hann var stórbrotinn persónuleiki og lét margt gott af sér leiða í sam- félaginu. Gamla sjúkrahúsið, nú Ráðhús Vestmannaeyja, er eitt helsta dæmi þess. Guðjón Sam- úelsson húsameistari ríkisins teikn- aði húsið sem var byggt 1927 og gegndi sínu hlutverki til 1973 að nýtt sjúkrahús var tekið í notkun. Gísli var frumkvöðull að byggingu sjúkrahússins og lagði til meg- inhluta kostnaðarins sem var 240 þúsund krónur á sínum tíma. Sannkallaður frumkvöðull „Gísli var sannkallaður frum- kvöðull í sjávarútvegi og verður fjallað sérstaklega um þann merka þátt á málþinginu. Gísli var áhuga- samur um ljósmyndir, myndaði sjálfur og safnaði ljósmyndum. Eru myndir hans varðveittar á safninu. Þar er líka talsvert af munum Gísla og skjölum sem afkomendur hans afhentu fyrir nokkrum árum,“ segir í samantekt Helga. Gísli reisti tvö þekkt glæsihús í Reykjavík, Túngötu 7 sem nú hýsir indverska sendiráðið og Túngötu 18 sem er embættisbústaður sendi- herra Þýskalands. Einn merkasti athafna- maður Vestmannaeyja - Málþing um Gísla J. Johnsen - Umsvifamikill á sinni tíð Ljósmynd/GJJ Kötlugos 1918 Gísli J. Johnsen var áhugasamur ljósmyndari og átti stórt safn eigin ljósmynda og annarra. Talið er að hann hafi tekið þessa mynd. Gísli J. Johnsen Gengið hefur verið frá samkomu- lagi um kaup fjárfestingarfélagsins Kaldbaks, dótturfélags Samherja, á Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Landsbankinn hf. selur Kaldbaki bygginguna fyrir 685 milljónr króna, en félagið átti hæsta tilboðið af sjö sem bárust þegar húsið fór í sölu. Landsbankahúsið er um 2.400 fermetrar að flatarmáli og svip- sterkt kennileiti í miðbæ Akureyr- ar. Nýir eigendur segjast í yfirlýs- ingu vilja beita sér fyrir því að lifandi starfsemi verði í húsinu, því Akureyri sé í sókn sem helsta þétt- býli landsins utan höfuðborgar- svæðisins. Einnig séu þeir meðvit- aðir um tillögur Guðjóns Samúels- sonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra en raunin varð við bygg- ingu þess fyrir um 70 árum. Bankaafgreiðsla verður áfram við Ráðhústorg, í húsnæði sem Landsbankinn mun leigja en átti áður. sbs@mbl.is Kaldbakur keypti Landsbankahúsið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Bankahúsið fær nýja eigendur. VIKUR Á LISTA 3 9 2 3 2 1 7 4 1 3 DAUÐALEIT Höfundur: Emil Hjörvar Petersen Lesari: Hjörtur Jóhann Jónsson GRUNUÐ Höfundur: Laila Brenden Lesari: Lára Sveinsdóttir MYRKRIÐVEIT Höfundur: Arnaldur Indriðason Lesari: Þorsteinn Bachmann BJÖRNINN SEFUR Höfundur: Emelie Schepp Lesari: Kristján Franklín Magnús AFÆTUR Höfundur: Jussi Adler-Olsen Lesari: Davíð Guðbrandsson TÁLSÝN Höfundur: Rannveig Borg Sigurðardóttir Lesari: Birna Pétursdóttir UNDIRYFIRBORÐINU Höfundur: Freida McFadden Lesarar: Katla Njálsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir SYSTURNAR Höfundur: Laila Brenden Lesari: Lára Sveinsdóttir GÁTAN Höfundar: Camilla Läckberg, Henrik Fexeus Lesari: Þórunn Erna Clausen DAGBÓKKIDDAKLAUFA: FLÓTTINN Í SÓLINA Höfundur: Jeff Kinney Lesari: Oddur Júlíusson 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. › › › › › › - - TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 43 www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 Siesta 10% afsláttur til 6. nóvember. Afhending fyrir jól. Á málþinginu um Gísla J. John- sen í Ráðhúsinu í Vestmanna- eyjum 5. nóvember kl. 13 verður m.a. fjallað um frumkvöðulinn Gísli J. Johnsen. Sagt verður frá gjaldþroti Gísla í Eyjum 1930 og upprisu hans sem athafna- manns í Reykjavík. Einnig verður sagt frá því sem tengist Gísla í Safnahúsi Vestmannaeyja og fjallað um ljósmyndarann Gísla J. Johnsen og sýndar myndir úr safni hans. Auk þess verður sagt frá hús- um hans Gísla J. Johnsens í Vestmannaeyjum og Reykjavík og verður gengið að húsinu Breiðabliki, sem var reist fyrir Gísla árið 1908. Rekstur, hús og myndir MÁLÞING Í EYJUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.