Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Vegna skipulagsbreytinga Stefni að því að selja öll veiðarfæri og fleira á sérstöku tilboðsverði. Stangir og hjól frá Hardy og Greys. Vöðluskór með skiptanlegum sólum frá Hodgman. Neoprenemittisvöðlur og skór fyrir strandveiðar, sjóveiðistangir frá Penn, sjóveiðisett frá ABU og sjóviði öngla. Neoprene vöðlur til lax og silungsveiða í stærð no. 11(45), öndunarvöðlur og vöðluskór og Belly bátur frá Snowee. Úrval spúna til lax, silungsveiða og strandveiða. Stangir til strandveiða og hjól. Spúna og flugubox ásamt ýmsu veiðidóti til lax og silungsveiða. Letingjar á mjög hagstæðu verði. Opið verður frá 13:00 til 16:00 3. og 4. nóvember neikvætt, hann stelur og lýgur og erfitt er að hafa mikla samúð með honum. Jafnvel þótt margir geti ef- laust tengt við þá stöðu sem hann var í sem ungur maður að fjármagna húsbyggingu á erfiðum tíma með fjölskyldu til að sjá fyrir. Er Konráð að breytast í einhvern skíthæl hjá þér? „Ég lagði upp með að segja sögu af lögreglumanni sem er enginn dýr- lingur heldur breyskur maður en samt þannig að þú færð ekki endi- lega mikla andúð á honum. Hann hlaut mjög erfitt uppeldi hjá ofbeld- isfullum föður sem var glæpamaður og ég býst við að Konráð sé alltaf að glíma við þá djöfla sem fylgja honum frá þeim tíma, hvort sem það er í einkalífinu eða sem lögreglumaður.“ Glyshallir og risahótel í bænum Í bókum þínum læðast oft með lýs- ingar á staðháttum og skoðanir á samfélaginu sem mann grunar að séu komnar beint eða óbeint frá þeim sem ritar. Í Kyrrþey kemur til að mynda fram að Konráð leiðist orðið að koma niður í miðbæ því „sá vina- legi og handahófskenndi miðbær sem hann þekkti og geymdi eitthvað af sál Reykjavíkur var horfinn undir glyshallir hinna efnameiri og risa- hótel túrismans sem ekki stóðu í neinum tengslum við sögu borg- arinnar“. Skömmu síðar segir að Grjótaþorpið sé „eins og vin í þeirri túristaeyðimörk sem nýi miðbærinn var orðinn“. Kannastu við þetta? Þetta rímar alla vega eilítið við um- mæli í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum þegar þú sagðir að nær ófært væri orðið um landið fyrir fjölda ferðamanna. „Já, og núna er það allt komið aft- ur náttúrlega. Konráð er gamall Reykvíkingur sem ólst upp í gamla Skuggahverfinu og hefur allt annað en jákvæðar skoðanir á því hvernig það vinalega hverfi var eyðilagt með ljótustu blokkum sem byggðar hafa verið á versta stað sem hægt er að hugsa sér. Þessi skipulagsáhugi hans hefur svo víkkað og nær núna yfir þróunina í nýja miðbænum sem hon- um finnst ömurleg. Ég er aðeins að búa til raunsæja persónu. Ég er ekki frá því að margir á hans aldri hugsi eitthvað svipað.“ Óvænt en ánægjulegt hóf Það vakti athygli margra í vikunni að blásið var til útgáfuboðs vegna bókar Arnaldar. Í frétt um hófið var honum lýst sem ófélagslyndum og þótti tíðindum sæta að hann héldi partí. Arnaldur segir að tilefnið hafi verið ærið og því hafi hann slegið til. „Ég á tuttugu og fimm ára rithöf- undaramæli í ár. Það er langur tími og það þótti upplagt að halda upp á þann áfanga með útgáfuboði. Ég hef annars aldrei gert neitt slíkt. Það var feikigaman og mér fannst mikið var- ið í að hitta allt það góða fólk sem mætti,“ segir Arnaldur en hann fékk 25 ára gamalt viskí að gjöf við þetta tækifæri og Salka Sól söng fyrir gesti auk þess sem Jóhann Sigurðar- son las upp úr Kyrrþey. – Má búast við því að þú farir utan til að kynna verk þín í kjölfarið? Ef ég man rétt hættirðu því nær alfarið því slíkar ferðir voru farnar að taka tíma frá skrifunum sjálfum. „Já, ég hef eiginlega lagt slík ferðalög af. Bækurnar hafa nú selst í 18 milljón eintökum og það er varla á það bætandi. Ég gerði mjög mikið af því áður fyrr að þvælast um heiminn að kynna íslenskar bókmenntir og allt sem er íslenskt en núna vil ég helst nota tímann í skriftir og spila golf.“ Sáttur með Arsenal-liðið í ár Og fyrst skáldið minnist á golf er vert að beina sjónum að síðustu að öðru áhugamáli Arnaldar sem er enska knattspyrnan. Hann hefur áður lýst því yfir að hafa verið stuðn- ingsmaður Arsenal frá árinu 1970. Þegar þetta er ritað ber svo við að Arsenal situr á toppi ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu. Aðdá- endur liðsins hafa ekki átt að venjast þessari stöðu svo árum skiptir. Jafn- vel ekki síðan Arsene Wenger var nýr í brúnni þar á bæ og spennu- sagnaunnendur voru rétt að byrja að kynnast rannsóknarlögreglumann- inum Erlendi. – Hvernig líst þér á Arsenal-liðið í dag? Heldurðu að liðið verði meistari í ár? Hefurðu farið á völlinn nýlega eða ertu með áform þar um? „Síðast þegar ég sá Arsenal á Em- irates töpuðu þeir fyrir Man. City og Freddie Ljungberg var með liðið. Þetta var í desember 2019. Í næsta leik tók Arteta yfir og núna loksins hefur maður vonir um að liðið nái einhverjum árangri. Fáir sem spila betri fótbolta í dag en Arsenal.“ Vil nota tímann í skriftir og golf - Lögreglumaðurinn Konráð glímir við sína fornu djöfla í nýjustu glæpasögu Arnaldar Indriðasonar - Bækur Arnaldar hafa selst í 18 milljónum eintaka á 25 árum - Glyshallir og risahótel í miðbænum Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðistund Arnaldur Indriðason fagnaði útgáfu nýjustu skáldsögu sinnar og áritaði bækur í vikunni. VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Aðdáendur rithöfundarins Arnaldar Indriðasonar hljóta að sleikja út um fyrir jólin. Nýjasta bók hans, Kyrr- þey, kom út í vikunni og henni er lýst sem „meistarastykki“ í fimm stjörnu dómi í Morgunblaðinu. Rýnir segir að Arnaldur sé með „alla þræði í hendi sér, nálgast viðfangsefnið að hætti fræðimanns og semur trúverð- uga sögu með stíl sem er svo fagur og seiðandi að það er eins og maður falli í trans við lesturinn“. Þetta þarf kannski ekki að koma á óvart. Kyrrþey er bók númer 26 í röðinni hjá Arnaldi á jafnmörgum ár- um svo það er óhætt að segja að hann sé orðinn nokkuð sjóaður í þessum fræðum. Arnaldur hefur eignast aðdáendur um heim allan og alls hafa nú um 18 milljónir eintaka selst af bókum hans á miklum fjölda tungumála sem þær hafa verið þýdd- ar á. Sjálfur er hann manna róleg- astur yfir þessu havaríi öllu og byrj- ar í samtali við Morgunblaðið á að rifja upp hvernig landslagið sé breytt frá því fyrsta bókin kom út árið 1997. – Síðustu ár hafa sífellt fleiri höf- undar reynt sig við þetta form með misjöfnum árangri en ekkert lát virðist á vinsældunum. Nú er svo komið að meira að segja forsætisráð- herra landsins blandar sér í slaginn fyrir jólin. Eru það ekki alltaf hættu- merki þegar pólitíkusarnir fara að skipta sér af? Eða hvernig líst þér á innkomu Katrínar Jakobsdóttur á þennan markað? „Það er rétt, margt og mikið hefur breyst á þessum aldarfjórðungi og helst það að glæpasagan hefur hlotið þá viðurkenningu sem hún á skilið. Þetta er skemmtilegt útspil sem vek- ur enn meiri áhuga á íslensku spennusögunni og er merki um hvað hún hefur náð langt,“ segir Arn- aldur. Myrkar hliðar koma í ljós Kyrrþey er fimmta bókin sem hverfist um lögreglumanninn Kon- ráð sem er kominn á eftirlaun en gruflar í ýmsum málum, einkum og sér í lagi er snúa að æsku hans sjálfs. Nú virðist heldur betur vera farið að draga til tíðinda í sögu Konráðs og lesendur komast nærri sannleik- anum um hvernig lát föður hans bar að. Arnaldur er spurður hvort hann sé farinn að búa sig undir að kveðja Konráð eða á hann nóg eftir? „Konráð á eitthvað eftir. Eitt mál- ið í Kyrrþey heldur áfram í næstu bók og fær lúkningu þar og tengist vini Konráðs í lögreglunni sem heitir Leó og er ekki allur þar sem hann er séður. Hann er eins konar lærifaðir Konráðs en spilltur og Konráð lætur glepjast ef svo má segja enda frekar veikur á svellinu í þeim efnum.“ – Eftir því sem bókunum um Kon- ráð fjölgar fær lesandinn betur og betur að kynnast forsögu hans. Þú hefur áður talað um að afstaða les- andans til Konráðs kunni að breytast á milli bóka. Í þessari virðist flest sem rifjað er upp úr fortíð hans afar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.