Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 20
Reykjavík glæpasaga
Ragnar Jónasson
Katrín Jakobsdóttir
1 Gættu þinna handa
Yrsa Sigurðardóttir
Veðurteppt um jólin
Sarah Morgan
Hrekkjavaka með Láru
Birgitta Haukdal
Bannað að ljúga
Gunnar Helgason
Keltar -
Áhrif á íslenska tungu
Þorvaldur Friðriksson
Saknaðarilmur
Elísabet Jökulsdóttir
Kyrrþey
Arnaldur Indriðason
Leyniviðauki 4
Óskar Magnússon
2
3
7
9
8
10
6
4
Metsölulisti
Vikuna 26. október - 01. nóvember
5
Reykjavík glæpasaga
Flugvallarkilja
Ragnar og Katrín
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og
HS Orku hf. undirrituðu viljayfirlýs-
ingu í gær um rannsóknir og nýtingu
ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík.
Þar er meginstefið orkuöflun, nátt-
úrusérkenni og menningarminjar,
þannig að þessir þættir fái að njóta
sín sem best.
Möguleikar eru til þess að afla
bæði jarðhita og ferskvatns á Krýsu-
víkursvæðinu auk þess að fara þar í
uppbyggingu á vistvænni ferðaþjón-
ustu og orkutengdri starfsemi. Slíkt
væri þá samkvæmt almennum við-
miðum og áformum um græna iðn-
garða, hringrásarhagkerfi og heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna auk
áætlana um minnkun kolefnislos-
unar og -bindingu.
Mikil þekking og
leyfi til rannsókna
Hafnarfjarðarbær er eigandi
Krýsuvíkur, svæðis sem þykir vænt-
legt til framtíðaruppbyggingar hita-
veitu á höfuðborgarsvæðinu og
styrkingar á afhendingaröryggi
hennar. Hjá HS Orku er til staðar
mikil þekking á nýtingu auðlinda,
svo sem gufu, koldíoxíðs, jarðsjóar
og ylsjóar sem nýtt er til grænna
orkulausna, ræktunar, eldis og mat-
vælaiðnaðar auk ferðamennsku. Auk
þess aflar HS Orka ferskvatns og
framleiðir heitt vatn og rafmagn fyr-
ir veitur á Suðurnesjum. HS Orka
hf. hefur rannsóknarleyfi Orkustofn-
unar í Krýsuvík til næstu þriggja
ára héðan í frá.
Um skeið ráku Hafnarfjarðarbær
og HS Orka saman félagið Suður-
lindir til að halda utan um samstarf
þeirra um rannsóknir og hugsanlega
nýtingu auðlinda í landi Krýsuvíkur.
Félagið var síðar lagt niður og við
tók samstarfsyfirlýsing sem þáver-
andi bæjarstjóri Hafnarfjarðar-
bæjar og forstjóri HS undirrituðu á
útmánuðum 2006. Nú er því sam-
starfi haldið áfram, enda er fólk
sammála um mikilvægi rannsókna
og hugsanlegrar nýtingar auðlinda
við Krýsuvík án þess þó að það komi
niður á náttúru eða aðdráttarafli
svæðisins sem útivistar- og ferða-
mannasvæðis. Fólk er því sammála
um að verði orkuver reist á svæðinu
skuli staðsetning þess og útlit vera í
samræmi við landslag og falla vel að
því. Til að geta staðið við
rannsóknaráætlun er gert sam-
komulag sem nefnt verður Nýting-
arsamningur. Sá samningur er for-
senda þess að á næsta ári verði
boruð rannsóknarhola í Krýsuvík til
staðfestingar á nýtanlegri jarðhita-
auðlind á svæðinu.
Möguleikar til atvinnu-
uppbyggingar
„Mikil tækifæri eru fólgin í áfram-
haldandi samstarfi og samhliða í efl-
ingu rannsókna og nýtingar á svæð-
inu. Þar vegur þyngst afhendingar-
öryggi heits vatns á höfuðborgar-
svæðinu, uppbygging innviða til
útivistar og vistvænnar ferðaþjón-
ustu og fjölbreyttir möguleikar til
atvinnuuppbyggingar,“ segir í til-
kynningu, haft eftir Rósu Guðbjarts-
dóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar.
Fjallað er um jarðhita í Krýsuvíkur-
landi við Seltún á vefnum visit-
reykjanes.is. Þar segir að á sínum
tíma hafi verið borað eftir gufu í
Krýsuvík og rætt um virkjun hennar
fyrir Hafnarfjarðarbæ. Árangur af
því starfi varð ekki í samræmi við
væntingar og því var tilraunum
hætt, það var um 1950. Svonefnd
Drottningarhola sem var um 230 m
djúp stíflaðist haustið 1999 og
sprakk tíu dögum síðar. Við það
myndaðist stór gígur. – Krýsuvík er
innan Reykjanesfólkvangs sem er
300 ferkílómetrar að stærð, lang-
stærsta friðlýsta svæði sinnar teg-
undar á Íslandi – yfirleitt vel gróið
með annars fjölbreyttu náttúrufari
og áhugaverðu.
Morgunblaðið/Eggert
Landslag Litbrigðin við Seltún í Krýsuvík eru sterk. Jörðin kraumar og á jarðhitasvæðunum er landið gult að sjá.
Auðlindir í Krýsuvík
teknar til rannsóknar
- Hafnarfjörður og HS Orka semja - Gnótt af heitu vatni
Undirritun Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, og Rósa Guðbjarts-
dóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gengu frá Krýsusamningunum í gær.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Náttúra Krýsuvíkursvæðið er vinsæll ferðamannastaður, enda er umhverfið
þar stórbrotið. Við hugsanlega orkunýtingu verður lögð áhersla á að áfram
haldi sér þau sérkenni svæðisins sem eru einstök og mikið aðdráttarafl.