Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 20
Reykjavík glæpasaga Ragnar Jónasson Katrín Jakobsdóttir 1 Gættu þinna handa Yrsa Sigurðardóttir Veðurteppt um jólin Sarah Morgan Hrekkjavaka með Láru Birgitta Haukdal Bannað að ljúga Gunnar Helgason Keltar - Áhrif á íslenska tungu Þorvaldur Friðriksson Saknaðarilmur Elísabet Jökulsdóttir Kyrrþey Arnaldur Indriðason Leyniviðauki 4 Óskar Magnússon 2 3 7 9 8 10 6 4 Metsölulisti Vikuna 26. október - 01. nóvember 5 Reykjavík glæpasaga Flugvallarkilja Ragnar og Katrín Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og HS Orku hf. undirrituðu viljayfirlýs- ingu í gær um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík. Þar er meginstefið orkuöflun, nátt- úrusérkenni og menningarminjar, þannig að þessir þættir fái að njóta sín sem best. Möguleikar eru til þess að afla bæði jarðhita og ferskvatns á Krýsu- víkursvæðinu auk þess að fara þar í uppbyggingu á vistvænni ferðaþjón- ustu og orkutengdri starfsemi. Slíkt væri þá samkvæmt almennum við- miðum og áformum um græna iðn- garða, hringrásarhagkerfi og heims- markmið Sameinuðu þjóðanna auk áætlana um minnkun kolefnislos- unar og -bindingu. Mikil þekking og leyfi til rannsókna Hafnarfjarðarbær er eigandi Krýsuvíkur, svæðis sem þykir vænt- legt til framtíðaruppbyggingar hita- veitu á höfuðborgarsvæðinu og styrkingar á afhendingaröryggi hennar. Hjá HS Orku er til staðar mikil þekking á nýtingu auðlinda, svo sem gufu, koldíoxíðs, jarðsjóar og ylsjóar sem nýtt er til grænna orkulausna, ræktunar, eldis og mat- vælaiðnaðar auk ferðamennsku. Auk þess aflar HS Orka ferskvatns og framleiðir heitt vatn og rafmagn fyr- ir veitur á Suðurnesjum. HS Orka hf. hefur rannsóknarleyfi Orkustofn- unar í Krýsuvík til næstu þriggja ára héðan í frá. Um skeið ráku Hafnarfjarðarbær og HS Orka saman félagið Suður- lindir til að halda utan um samstarf þeirra um rannsóknir og hugsanlega nýtingu auðlinda í landi Krýsuvíkur. Félagið var síðar lagt niður og við tók samstarfsyfirlýsing sem þáver- andi bæjarstjóri Hafnarfjarðar- bæjar og forstjóri HS undirrituðu á útmánuðum 2006. Nú er því sam- starfi haldið áfram, enda er fólk sammála um mikilvægi rannsókna og hugsanlegrar nýtingar auðlinda við Krýsuvík án þess þó að það komi niður á náttúru eða aðdráttarafli svæðisins sem útivistar- og ferða- mannasvæðis. Fólk er því sammála um að verði orkuver reist á svæðinu skuli staðsetning þess og útlit vera í samræmi við landslag og falla vel að því. Til að geta staðið við rannsóknaráætlun er gert sam- komulag sem nefnt verður Nýting- arsamningur. Sá samningur er for- senda þess að á næsta ári verði boruð rannsóknarhola í Krýsuvík til staðfestingar á nýtanlegri jarðhita- auðlind á svæðinu. Möguleikar til atvinnu- uppbyggingar „Mikil tækifæri eru fólgin í áfram- haldandi samstarfi og samhliða í efl- ingu rannsókna og nýtingar á svæð- inu. Þar vegur þyngst afhendingar- öryggi heits vatns á höfuðborgar- svæðinu, uppbygging innviða til útivistar og vistvænnar ferðaþjón- ustu og fjölbreyttir möguleikar til atvinnuuppbyggingar,“ segir í til- kynningu, haft eftir Rósu Guðbjarts- dóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Fjallað er um jarðhita í Krýsuvíkur- landi við Seltún á vefnum visit- reykjanes.is. Þar segir að á sínum tíma hafi verið borað eftir gufu í Krýsuvík og rætt um virkjun hennar fyrir Hafnarfjarðarbæ. Árangur af því starfi varð ekki í samræmi við væntingar og því var tilraunum hætt, það var um 1950. Svonefnd Drottningarhola sem var um 230 m djúp stíflaðist haustið 1999 og sprakk tíu dögum síðar. Við það myndaðist stór gígur. – Krýsuvík er innan Reykjanesfólkvangs sem er 300 ferkílómetrar að stærð, lang- stærsta friðlýsta svæði sinnar teg- undar á Íslandi – yfirleitt vel gróið með annars fjölbreyttu náttúrufari og áhugaverðu. Morgunblaðið/Eggert Landslag Litbrigðin við Seltún í Krýsuvík eru sterk. Jörðin kraumar og á jarðhitasvæðunum er landið gult að sjá. Auðlindir í Krýsuvík teknar til rannsóknar - Hafnarfjörður og HS Orka semja - Gnótt af heitu vatni Undirritun Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, og Rósa Guðbjarts- dóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gengu frá Krýsusamningunum í gær. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Náttúra Krýsuvíkursvæðið er vinsæll ferðamannastaður, enda er umhverfið þar stórbrotið. Við hugsanlega orkunýtingu verður lögð áhersla á að áfram haldi sér þau sérkenni svæðisins sem eru einstök og mikið aðdráttarafl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.