Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Casa Glerártorg | S. 462 1010 | casa.is Opið til miðnættis 20% afsláttur af öllu! Kaupaukar fyrir fyrstu 30 sem versla Opnunarteiti Casa Glerártorgi fimmtudaginn 3. nóvember -enn stærri og betri verslun! SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á jólabjór hefst í Vínbúðum ÁTVR í dag og reyndar víðar því nú getur bjóráhugafólk í fyrsta sinn náð sér í forvitnilegan jóla- bjór beint frá þeim örbrugghúsum sem hafa náð sér í leyfi til sölu. Úrvalið í Vínbúðunum verður hreint ótrúlegt eins og síðustu ár, þótt reyndar séu færri tegundir á boðstólum en í fyrra. Það er í fyrsta skipti sem tegundum fækk- ar á milli ára. Alls verða 99 tegundir jólabjórs til sölu í Vínbúðunum að þessu sinni. Þar af eru 73 íslenskar teg- undir en 26 erlendar. Þær íslensku voru 76 í fyrra en þær erlendu 32. Samdráttur í sölu í fyrsta sinn Framboð og eftirspurn helst gjarnan í hendur og þar sem sala á jólabjór dróst saman í fyrra er kannski ekki skrítið að tegundum fækki. Í fyrra seldust 16,5% færri lítrar af jólabjór í Vínbúðunum en Covid-árið 2020. Það ár voru reyndar öll met slegin og vel það og kannski ekki beint marktækur samanburður við önnur ár. Búast má við önnum í Vínbúðum í dag og á morgun en bjóráhuga- fólk getur vel skipulagt innkaupin með því að notast við vefsíðu Vín- búðanna. Jólabjórsúrvalið dreifist enda á búðirnar og vart hægt að ganga að öllum tegundum á einum stað. Í vefversluninni er hægt að panta og sækja svo sendinguna í eina verslun. Tíu bjórtegundir frá einu brugghúsi Þegar úrval jólabjórs þetta árið er skoðað vekur margt forvitni. Borg brugghús er langstórtækast í framleiðslunni þetta árið og slær eigið met í fjölda tegunda. Frá Borg brugghúsi eru væntanlegar tíu tegundir jólabjórs, þar af ein óáfeng. Af þeim níu bjórtegundum frá Borg sem fáanlegar verða í Vínbúðunum eru tvær glænýjar auk einnar óvæntrar endurkomu. Skyrjarmur Nr. 99 og Ketkrókur Nr. 98 eru nýir þessi jólin. Hvor tveggja bjórinn er 8% súrbjór og byggist á þróunarvinnu brugg- meistara Borgar síðustu mánuði og misseri. Að sögn bruggmeistara hjá Borg byggjast vinnsluaðferðir við gerð þeirra á þremur tilrauna- tegundum á árinu sem allar voru byggðar á þekktum kokteilum. Blanda af jólaglöggi og súrbjór „Við gerðum þrjá súrbjóra á árinu sem voru byggðir á Pina Col- ada-, Strawberry Daquiri- og Whisky Sour-kokteilum sem kannski flestir þekkja. Þessi nálg- un gerði okkur kleift að leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala og koma með spennandi nýj- ungar sem bæði ættu að höfða til strangtrúaðra bjórnörda og einnig þeirra sem vilja bragðgóðan bjór í aðdraganda jóla,“ segir Halldór Darri Guðjónsson, einn af brugg- meisturum Borgar. Áðurnefndur Ketkrókur er flokkaður sem „Jólaglögg sour“ en sá bræðingur mun án efa vekja at- hygli margra þetta árið. Festivus gengur í endurnýjun lífdaga Auk súrbjórstegundanna tveggja ákváðu bruggmeistarar Borgar að hræra aftur í IPA- bjórinn Festivus sem átti nokkrum vinsældum að fagna í aðdraganda jóla 2020. Þá var heimsfaraldurinn í hámarki og ekki hægt að selja bjórinn á börum bæjarins. Festi- vus var bruggaður í samvinnu við smábrugghúsið Mono og er að sögn Halldórs Darra ekki eigin- legur jólabjór en eins og nafnið gefur til kynna ætti hann að kæta landsmenn í aðdraganda jóla og einkum á Þorláksmessu. Þá var Festivus, trúlaus mótvægishátíð við jólin, haldin í frægum Seinfeld- þætti. 99 jólabjórar koma til byggða - Spenna í bjóráhugafólki því sala hefst á jólabjór í Vínbúðunum í dag - Tegundum fækkar á milli ára eftir að sala dróst saman í fyrra - Mandarínur, bláber og jólaglögg á meðal bragðgjafa í ár '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Vinsældir jólabjórs á Íslandi Sala á jólabjór 1989-2021 Þúsundir lítra 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 34 43 53 60 78 88 108 99Fjöldi tegunda 2015-2022 1.192 750 995 343 10 45% seldra jóla- bjóra í fyrra voru Tuborg julebryg 9x Árið 2007 voru 11 tegundir jólabjórs í Vínbúðunum og í ár eru þær 99 34 ár eru síðan jólabjór kom fyrst í sölu á Íslandi 16,5% minna seldist af jólabjór í Vínbúðunum í fyrra en árið 2020 11,5% Sterkasti íslenski jóla- bjórinn í ár erHurðaskellir, heil 11,5% að styrkleika Það skortir ekki hugmyndaauðgina og frjósemina með- al íslenskra brugghúsa þegar kemur að jólabjórsúrval- inu í ár. Þarna má finna hefðbundinn lagerbjór, þykkan og dökkan stout-bjór, fölöl af ýmsum gerðum, porter, IPA-bjór og súrbjór svo stiklað sé á stóru. Auk fjölbreyttra tegunda eru nafngiftirnar líka marg- ar hverjar stórskemmtilegar. Þannig getur fólk náð sér bæði í Jólakisa og Jólasopa en ef það er ekki nóg er hægt að prófa sig áfram með Jóla Nadda, Jólaböl, Jóla Magnús frúktus eða Jóla Kalda súkkulaði porter. Nokk- ur nafnanna vísa til íslenskra jólahefða og ýmissa fyr- irbæra, svo sem Ákaflega gaman þá, Grýla, Grýluhor, Jóla Jóra, Vetrarævintýri, Snjókarl, Freysgoði, Hnetu- brjótur og Jólapakki. En ef fólk vill hafa þetta öruggt og kunnuglegt eru allar gömlu, góðu tegundirnar þarna enn þá: Tuborg, Jóla Kaldi, Víking jólabjór, Einstök Doppel Bock og Thule jólabjór. Og svo er það líka Ora-jólabjórinn sem sló rækilega í gegn í fyrra. Grýluhor, Jólakisi, Hnetubrjótur og Ora FJÖLBREYTT ÚRVAL JÓLABJÓRS Úrval Borg brugghús er stórtækast með tíu tegundir þetta árið. Skátasamband Reykjavíkur og Bandalag íslesnkra skáta héldu afmæliskvöldvöku í gærkvöldi í tilefni 110 ára afmælis skátastarfs á Íslandi og 100 ára afmælis kven- skátastarfs. Kvöldvakan var haldin í Ráð- húsi Reykjavíkur. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd var stemn- ingin góð og mikill fjöldi skáta á öllum aldri sem mætti. Gestir sungu saman og í lok kvöldvök- unnar var skátaheitið endurnýjað. Skátahreyfingin á Íslandi var stofnuð 2. nóvember árið 1912 er Skátafélag Reykjavíkur var stofn- að. Á þeim tíma komu saman nokkrir skátafélagar og hittust í „Fjósinu“ að baki Menntaskólans í Reykjavík. Tíu árum síðar, eða ár- ið 1922, var Kvenskátafélag Reykjavíkur stofnað og árið 1927 var Bandalag íslenskra skáta sett á fót. 110 ára afmæli skáta- starfs á Íslandi fagnað Morgunblaðið/Árni Sæberg Skátar Margir mættu í skátabúningnum sínum til að fagna afmælinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.