Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Casa Glerártorg | S. 462 1010 | casa.is Opið til miðnættis 20% afsláttur af öllu! Kaupaukar fyrir fyrstu 30 sem versla Opnunarteiti Casa Glerártorgi fimmtudaginn 3. nóvember -enn stærri og betri verslun! SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á jólabjór hefst í Vínbúðum ÁTVR í dag og reyndar víðar því nú getur bjóráhugafólk í fyrsta sinn náð sér í forvitnilegan jóla- bjór beint frá þeim örbrugghúsum sem hafa náð sér í leyfi til sölu. Úrvalið í Vínbúðunum verður hreint ótrúlegt eins og síðustu ár, þótt reyndar séu færri tegundir á boðstólum en í fyrra. Það er í fyrsta skipti sem tegundum fækk- ar á milli ára. Alls verða 99 tegundir jólabjórs til sölu í Vínbúðunum að þessu sinni. Þar af eru 73 íslenskar teg- undir en 26 erlendar. Þær íslensku voru 76 í fyrra en þær erlendu 32. Samdráttur í sölu í fyrsta sinn Framboð og eftirspurn helst gjarnan í hendur og þar sem sala á jólabjór dróst saman í fyrra er kannski ekki skrítið að tegundum fækki. Í fyrra seldust 16,5% færri lítrar af jólabjór í Vínbúðunum en Covid-árið 2020. Það ár voru reyndar öll met slegin og vel það og kannski ekki beint marktækur samanburður við önnur ár. Búast má við önnum í Vínbúðum í dag og á morgun en bjóráhuga- fólk getur vel skipulagt innkaupin með því að notast við vefsíðu Vín- búðanna. Jólabjórsúrvalið dreifist enda á búðirnar og vart hægt að ganga að öllum tegundum á einum stað. Í vefversluninni er hægt að panta og sækja svo sendinguna í eina verslun. Tíu bjórtegundir frá einu brugghúsi Þegar úrval jólabjórs þetta árið er skoðað vekur margt forvitni. Borg brugghús er langstórtækast í framleiðslunni þetta árið og slær eigið met í fjölda tegunda. Frá Borg brugghúsi eru væntanlegar tíu tegundir jólabjórs, þar af ein óáfeng. Af þeim níu bjórtegundum frá Borg sem fáanlegar verða í Vínbúðunum eru tvær glænýjar auk einnar óvæntrar endurkomu. Skyrjarmur Nr. 99 og Ketkrókur Nr. 98 eru nýir þessi jólin. Hvor tveggja bjórinn er 8% súrbjór og byggist á þróunarvinnu brugg- meistara Borgar síðustu mánuði og misseri. Að sögn bruggmeistara hjá Borg byggjast vinnsluaðferðir við gerð þeirra á þremur tilrauna- tegundum á árinu sem allar voru byggðar á þekktum kokteilum. Blanda af jólaglöggi og súrbjór „Við gerðum þrjá súrbjóra á árinu sem voru byggðir á Pina Col- ada-, Strawberry Daquiri- og Whisky Sour-kokteilum sem kannski flestir þekkja. Þessi nálg- un gerði okkur kleift að leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala og koma með spennandi nýj- ungar sem bæði ættu að höfða til strangtrúaðra bjórnörda og einnig þeirra sem vilja bragðgóðan bjór í aðdraganda jóla,“ segir Halldór Darri Guðjónsson, einn af brugg- meisturum Borgar. Áðurnefndur Ketkrókur er flokkaður sem „Jólaglögg sour“ en sá bræðingur mun án efa vekja at- hygli margra þetta árið. Festivus gengur í endurnýjun lífdaga Auk súrbjórstegundanna tveggja ákváðu bruggmeistarar Borgar að hræra aftur í IPA- bjórinn Festivus sem átti nokkrum vinsældum að fagna í aðdraganda jóla 2020. Þá var heimsfaraldurinn í hámarki og ekki hægt að selja bjórinn á börum bæjarins. Festi- vus var bruggaður í samvinnu við smábrugghúsið Mono og er að sögn Halldórs Darra ekki eigin- legur jólabjór en eins og nafnið gefur til kynna ætti hann að kæta landsmenn í aðdraganda jóla og einkum á Þorláksmessu. Þá var Festivus, trúlaus mótvægishátíð við jólin, haldin í frægum Seinfeld- þætti. 99 jólabjórar koma til byggða - Spenna í bjóráhugafólki því sala hefst á jólabjór í Vínbúðunum í dag - Tegundum fækkar á milli ára eftir að sala dróst saman í fyrra - Mandarínur, bláber og jólaglögg á meðal bragðgjafa í ár '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Vinsældir jólabjórs á Íslandi Sala á jólabjór 1989-2021 Þúsundir lítra 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 34 43 53 60 78 88 108 99Fjöldi tegunda 2015-2022 1.192 750 995 343 10 45% seldra jóla- bjóra í fyrra voru Tuborg julebryg 9x Árið 2007 voru 11 tegundir jólabjórs í Vínbúðunum og í ár eru þær 99 34 ár eru síðan jólabjór kom fyrst í sölu á Íslandi 16,5% minna seldist af jólabjór í Vínbúðunum í fyrra en árið 2020 11,5% Sterkasti íslenski jóla- bjórinn í ár erHurðaskellir, heil 11,5% að styrkleika Það skortir ekki hugmyndaauðgina og frjósemina með- al íslenskra brugghúsa þegar kemur að jólabjórsúrval- inu í ár. Þarna má finna hefðbundinn lagerbjór, þykkan og dökkan stout-bjór, fölöl af ýmsum gerðum, porter, IPA-bjór og súrbjór svo stiklað sé á stóru. Auk fjölbreyttra tegunda eru nafngiftirnar líka marg- ar hverjar stórskemmtilegar. Þannig getur fólk náð sér bæði í Jólakisa og Jólasopa en ef það er ekki nóg er hægt að prófa sig áfram með Jóla Nadda, Jólaböl, Jóla Magnús frúktus eða Jóla Kalda súkkulaði porter. Nokk- ur nafnanna vísa til íslenskra jólahefða og ýmissa fyr- irbæra, svo sem Ákaflega gaman þá, Grýla, Grýluhor, Jóla Jóra, Vetrarævintýri, Snjókarl, Freysgoði, Hnetu- brjótur og Jólapakki. En ef fólk vill hafa þetta öruggt og kunnuglegt eru allar gömlu, góðu tegundirnar þarna enn þá: Tuborg, Jóla Kaldi, Víking jólabjór, Einstök Doppel Bock og Thule jólabjór. Og svo er það líka Ora-jólabjórinn sem sló rækilega í gegn í fyrra. Grýluhor, Jólakisi, Hnetubrjótur og Ora FJÖLBREYTT ÚRVAL JÓLABJÓRS Úrval Borg brugghús er stórtækast með tíu tegundir þetta árið. Skátasamband Reykjavíkur og Bandalag íslesnkra skáta héldu afmæliskvöldvöku í gærkvöldi í tilefni 110 ára afmælis skátastarfs á Íslandi og 100 ára afmælis kven- skátastarfs. Kvöldvakan var haldin í Ráð- húsi Reykjavíkur. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd var stemn- ingin góð og mikill fjöldi skáta á öllum aldri sem mætti. Gestir sungu saman og í lok kvöldvök- unnar var skátaheitið endurnýjað. Skátahreyfingin á Íslandi var stofnuð 2. nóvember árið 1912 er Skátafélag Reykjavíkur var stofn- að. Á þeim tíma komu saman nokkrir skátafélagar og hittust í „Fjósinu“ að baki Menntaskólans í Reykjavík. Tíu árum síðar, eða ár- ið 1922, var Kvenskátafélag Reykjavíkur stofnað og árið 1927 var Bandalag íslenskra skáta sett á fót. 110 ára afmæli skáta- starfs á Íslandi fagnað Morgunblaðið/Árni Sæberg Skátar Margir mættu í skátabúningnum sínum til að fagna afmælinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.