Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 29

Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 SKEIFAN 11 - 108 RVK - S:520-1000 - SPORTIS.IS SPORTÍS HOKA KAHA 2 - LÉTTIR OG VATNSHELDIR GÖNGUSKÓR FYRIR VETURINN! LITIR: SVARTIR, BLÁIR OG BRÚNIR Jónas Hallgrímsson er fæddur og alinn upp á Siglufirði. Þar er „heima“ þótt hann hafi ekki búið þar frá átján ára aldri og meira verið tengdur við Seyðisfjörð þar sem hann starfaði sem bæjarstjóri og stjórnandi í ferðaþjónustu meginhluta starfsævinnar. „Ástæða þess að ég flutti til Seyðisfjarðar með fjölskyldu minni haustið 1974 er að þegar síldin færði sig frá Norðurlandi höfðu nokkrir Siglfirðingar flust tímabundið til Austfjarða, meðal annars Seyðisfjarðar. Einn skóla- bræðra minna í Verslunarskól- anum, Lárus Halldórsson, var þaðan og mér bauðst að vinna í Fiskiðjunni þar sem hefja átti síldarsöltun,“ segir Jónas. Þetta sumar kynntist hann meðal ann- ars Theodór Blöndal. Þessi kynni báru annan ávöxt síðar. Þegar Theodór var kosinn í bæjarstjórn 1974 og sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn mynd- uðu meirihluta kannaði hann hug Jónasar til að taka að sér starf bæjarstjóra. Hann hafði þá starf- að í rúm fimm ár hjá Álafossi hf., fyrst sem innkaupastjóri og seinni árin sem útflutningsstjóri og gekk vel í starfi. Hann viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun að söðla um. „Ég hef stundum heyrt að ég sé fljóthuga og kannski stundum um of. Það getur vel verið rétt og þá er bara að búa við það,“ segir Jónas. Hann segir að nýja bæjarstjór- anum hafi verið vel tekið af þorra bæjarbúa en á því hafi vissulega verið undantekningar. Pólitíkin hafi verið hörð og persónuleg og hann strax fengið vissu um að ekki yrði auðvelt að eiga við þetta starf. „En lánið var með mér eins og oftar, samstarfsfólkið frábært og ég líklega nógu kjaftfor til að lækka rostann í andstæðingum. Þetta lagaðist svo með tíð og tíma og langflestir reyndu á endanum að leggja sig fram með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,“ segir Jónas. Beið ekki skaða af vinnu En aftur að upprunanum. Jónas fæddist á Siglufirði 19. apríl 1945 og eru báðir foreldrar hans úr Fljótunum. Jónas segist hafa átt því láni að fagna að kynnast for- feðrum og skyldfólki í Fljótum en það hafi verið harðduglegt og heiðarlegt fólk. Hugurinn leitaði mikið „inn í Fljót“ og þar var Jónas í sveit, fyrst í Fyrirbarði, síðan Langhúsum og lengst af í Haganesi syðra. „Það átti við um okkur systk- inin, eins og marga aðra krakka á uppvaxtarárum okkar á Siglu- firði, að ganga til verka á síldar- plönum með mæðrum okkar, þeg- ar söltun stóð yfir, hvort heldur var að degi eða nóttu. Mamma hausskar og slógdró síldina og lagði niður í neðstu raðirnar og svo tókum við krakkarnir, Dúa systir mín og ég, við og fylltum tunnuna. Líklega myndi slíkt at- hæfi varða við lög í dag en svona gengu hlutirnir fyrir sig í þá daga og ég trúi því að ekkert okkar hafi hlotið skaða af,“ segir Jónas. Uppátæki strákanna í „villi- mannahverfinu“ í útbænum voru margbreytileg. Jónas nefnir sem dæmi að þegar hann var átta ára eða þar um bil hafi þeir strák- arnir búið til kajaka úr aflögðum bárujárnsplötum. Hann hafi ekki látið sitt eftir liggja og farið í jómfrúarferðina þar sem ýtt var úr vör í Hvanneyrarbót. Ekki komst báturinn þó langt frá landi því hann reyndist míglekur og sökk en „skipstjórinn“, ósyndur, komst við illan leik á hundasundi að landi og fékk verðskuldaðar móttökur í foreldrahúsum, að eig- in sögn. Þegar Jónas var á ellefta ald- ursári var illa komið í atvinnu- málum á Siglufirði, síldin hafði að mestu brugðist sumrin á undan og ekki lífvænlegt fyrir duglegt fólk, nema þá til sjós. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Það var mikil breyting fyrir „frjálsborið landsbyggðarbarn“, eins og Jónas tekur til orða, að setjast í 11 ára bekk í Melaskóla en það hafi van- ist sæmilega. Hann hafi þó farið á Siglufjörð á hverju vori og flutt þangað alfarið á 16. ári og sest í 4. bekk gagnfræðaskólans. Hann fór síðan í Verslunarskólann, lauk þaðan verslunarprófi, og þaðan í Búnaðarskólann á Hólum í Hjalta- dal. Hann sér ekki eftir þeim tíma. Hafði mikinn áhuga á hesta- mennsku og tamningum og vann Morgunblaðsskeifuna sem veitt var þeim nemanda sem sýndi bestan árangur í þessum greinum. Að loknu námi var hann um tíma bóndi á Arnarnesi í Eyjafirði. Þegar hann var ráðinn til Ála- foss þótti það kostur að hann hafði verið í búnaðarskóla og bú- skap og hefði þannig vit á ull enda var það starf hans fyrstu árin að kaupa ull innanlands og utan. Una hag sínum vel Jónas og kona hans, Ágústa Inga Pétursdóttir, búa nú á Úlfs- stöðum á Völlum og una hag sín- um vel. „Af okkur er harla lítið að segja, nema flest gott og sumt bara ágætt. Að sjálfsögðu sakna ég þeirrar athafnasemi, daglegra samskipta og umsvifa sem ég var í. En allt hefur sinn tíma og nú er þessum kafla lokið,“ segir Jónas. Pólitíkin hörð og persónuleg - Jónas Hallgrímsson er Siglfirðingur ættaður úr Fljótum en var mestalla starfsævina bæjarstjóri og ferðamálafrömuður á Seyðisfirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferja Nýja Norræna kom fyrst til landsins 2003. Hún hefur nú verið endurbætt og er hið glæsilegasta skip. Tilkoma Smyrils á sínum tíma og síðan Norrænu breytti miklu fyrir ferðaþjónustu og útflytjendur á Norður- og Austurlandi rétti tíminn kæmi. Urðu margir ánægðir með það sem út úr því kom, þegar Jónas og Austfar innleystu bréfin. Það er ferjan sem enn siglir en henni hefur verið haldið vel við og var endurbætt verulega fyrir tveim- ur árum. Í upphafi var afgreiðsla ferjunnar í tjaldi og litlum skúr. Þegar skúrinn fauk á haf út þurfti eitthvað að gera fyrir næsta vor. Byggði Austfar af- greiðsluhús og gjörbreytti það allri aðstöðu við móttöku gesta. Austfar og Smyril line stofnuðu saman Norrænu ferðaskrifstofuna í Reykjavík. Hún starfaði í mörg ár en verkefnin minnkuðu mikið í kórónuveirufaraldrinum og er fyrir- tækið nú í slitameðferð. Austfar er enn starfandi undir stjórn Jóhanns Jónssonar sem var hægri hönd Jónasar og tók síðan við keflinu. Það leigir út húsnæðið við ferjuhöfnina til Smyril line og fleiri fyrirtækja og rekur sumarhús. Seg- ist Jónas eiga frábæru samstarfs- fólki hjá fyrirtækinu mikið að þakka. Jónas hefur ekki lengur neina að- komu að ferjurekstrinum en spurð- ur um stöðuna segir hann að tekist hafi að snúa rekstrinum við. Hann hafi gengið vel undanfarin ár og seg- ist hann ekki sjá annað en fyrir- tækinu sé vel stjórnað í dag. Færeyjar sem fyrirmynd Það var í gegn um kunningsskap við Færeyingana sem Jónas gerðist einn af helstu talsmönnum jarð- gangagerðar á Austfjörðum. Honum finnst að Íslendingar ættu að geta haft Færeyjar sem fyrirmynd að því hvernig komið er á öruggum sam- göngum á milli einangraðra byggð- arlaga. Norðfjarðargöng breyttu miklu og Fjarðaheiðargöng til Seyð- isfjarðar eiga að vera næst í röðinni. Jónas leggur höfuðáherslu á að stað- ið verði við áætlanir um að grafa þau sem og að leggja heilsársveg yfir Öxi. Þetta fellur vel að áhugamálum Jónasar í stjórnmálum. Hann var varaþingmaður Framsóknarflokks- ins á árunum 1987 til 2002 og tók oft á þeim tíma sæti á Alþingi. Hann segir að þau mál sem hann flutti hafi flest snúist um samgöngubætur við afskekkt byggðarlög. Telur hann að á sig hafi verið hlustað. Einnig í nefndastarfi þegar umræður voru um virkjanir og atvinnuuppbygg- ingu á Austfjörðum en þar hafi oft verið tekist hart á. Skemmtiferðaskip og laxeldi Nokkrum árum eftir slaginn um farþegaferjuna lét hann sér detta í hug að taka skemmtiferðaskip inn til Seyðisfjarðar. Hann fékk ekki mikl- ar undirtektir við þá hugmynd í upp- hafi en ræddi við Helga Jóhannsson forstjóra Samvinnuferða og seldi honum hugmyndina. Þurfti að leggja út í einhvern kostnað til að þetta gæti orðið að veruleika og lof- aði hann félögum sínum á Seyðisfirði að hann myndi persónulega greiða þann kostnað ef ekkert kæmi út úr þessari tilraun. Hann var eins og áður heppinn með veður þegar fyrsta skipið sigldi inn fjörðinn og framhaldið þekkja margir, þangað hefur verið stöðugur straumur skemmtiferðaskipa sem hefur verið lyftistöng fyrir staðinn. Jónas var í mörg ár á kafi í nor- rænu samstarfi, var í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins og formaður um tíma. Vestnorræna ráðið beitti sér fyrir könnun á möguleikum til laxeldis í Færeyjum og á Aust- fjörðum Íslands og veitti síðar fjár- magn til uppbyggingar sem Byggða- stofnun annaðist úthlutun á. Einstaklingar og fyrirtæki byggðu upp laxeldi í nokkrum fjörðum með þessum stuðningi. Mikil áföll urðu þegar marglyttutorfur settust að kvíunum á haustin. Jónas segir að þetta hafi gerst óvænt, væri ekki þekkt í þessum mæli í öðrum lönd- um, og menn hafi ekki haft þekkingu á aðstæðum. Fyrirtækin hafi orðið fyrir miklu tjóni og laxeldið lagst af á Austfjörðum í það skiptið. Mar- glytturnar koma enn inn á haustin en fiskeldismenn sem nú starfa við laxeldið á Austfjörðum hafa réttan búnað og þekkingu til að takast á við þær. Hinn lands- þekkti hag- yrðingur, Hákon Aðal- steinsson frá Vaðbrekku, var lengi lög- regluþjónn og tollvörður á Egils- stöðum og kom í starfi sínu að tollskoðun og að halda uppi lögum og reglu þegar Smyr- ill og Norræna komu til Seyð- isfjarðar. Eitt sinn hímdu þeir Jónas saman undir húsvegg í norðaustan garra og biðu eftir skipinu. Það voru að koma kosn- ingar og Jónas var með kosn- ingaskrifstofu Framsóknar- flokksins í hluta húsnæðis Austfars. Þess vegna blakti fáni flokksins þar við hún en Hákon var ekki mikill aðdáandi þess flokks þrátt fyrir það sem segir í síðustu línu vísunnar sem hann orti til Jónasar við þetta tæki- færi, um leið og hann tuggði munnstykki pípunnar: Ég er vinur Jónasar og þarf mörgu að sinna. En undir fána framsóknar finnst mér gott að vinna. Ég er vinur Jónasar HÁKON Hákon Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.