Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 32
32 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Veitingaþjónustan Matsmiðjan til- kynnti viðskiptavinum sínum sl. föstudag að fyrirtækið væri farið í gjaldþrot. Matsmiðjan sá meðal annars um veitingasölu í Háskól- anum á Akureyri og Verkmennta- skólanum á Akureyri (VMA). Dæmi eru um að nemendur hafi keypt matarkort hjá fyrirtækinu og hafa skólastjórnendur þurft að bregðast fljótt við stöðunni. „Þetta gerðist rétt fyrir helgi þannig að við erum rétt að átta okkur á umfanginu og hvernig við bregðumst við. Akkúrat núna höf- um við engar upplýsingar um hversu mörg matarkort þetta eru,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rekt- or Háskólans á Akureyri, í samtali við mbl.is. „Þetta kom okkur jafn mikið á óvart og öllum öðrum,“ bætir Eyjólfur við. Nota matarkortin áfram Sigríður Huld Jónsdóttir skóla- meistari VMA tekur undir orð Eyj- ólfs og segir lokunina hafa komið skólanum á óvart. VMA hefur þegar gert tímabund- inn samning við nýjan veitingasala, Ghost Kitchen, um að þjónusta skólann og munu nemendur geta notað matarkort sín hjá þeim. Sig- ríður Huld segir mikilvægt að tryggja að nemendur og starfs- menn hafi aðgang að mötuneyti. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um það að nemendur og starfsmenn hafi aðgang að mat,“ segir Sigríður Huld í samtali við mbl.is en stefnt er að því að fara fljótlega í útboð á þjónustunni. Óljóst er hvort nemendur Há- skólans á Akureyri, sem höfðu keypt matarkort, komi til með að sitja uppi með tjónið. Eyjólfur seg- ir háskólann nú leita leiða til að geta boðið upp á einhverjar veit- ingar. „Við munum nota þessa viku til að finna leiðir til að geta boðið upp á einhverjar veitingar. Í framhald- inu skoðum við hvað verður hægt að gera.“ Spurður hvort möguleiki sé að háskólinn reki sjálfur veitingasölu segir Eyjólfur: „Ég get ekki tjáð mig um það núna hverjir möguleikarnir eru en það eru fleiri en einn möguleiki í boði.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Eftir að veitingafyrirtæki fór í gjaldþrot eru Háskólinn á Akur- eyri og VMA í vanda með matsölu til nemenda og starfsfólks. Veitingasali í þrot sem þjónustaði skólana með mat - Lokun Matsmiðjunnar kom HA og VMA á óvart - Leyst tímabundið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyjólfur Guðmundsson Sigríður Huld Jónsdóttir VMA Nýr veitingasali var ráðinn. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Þetta er gott elliheimili,“ segir Kristinn G. Jóhannsson listmálari sem hefur hreiðrað um sig í vinnu- stofu við Aðalstræti, á gömlu Akur- eyri eins og hann kallar það. „Hér er góður andi og gott að vera.“ Kristinn lætur ekki deigan síga, fæddur 1936, orðinn 86 ára og kveðst hafa ágætis úthald fyrir fjög- urra tíma vinnudag. Er á vinnustof- unni frá því snemma morguns fram að hádegi. „Morgnarnir eru gjöfulastir, mér verður mest úr verki á þeim tíma dags. Að sitja við og mála getur eins og önnur vinna verið þreytandi. Þeg- ar ég fer að finna fyrir þreytunni er kominn tími til að halda heim og snúa sér að öðru,“ segir hann. Verk eftir Kristin eru nú til sýnis í Listasafninu á Akureyri og stendur sýningin fram í miðjan janúar á næsta ári. Kristinn hefur verið býsna ötull undanfarnar vikur, hvorki fleiri né færri en fjórar sýn- ingar voru um tíma í gangi samtímis í heimabæ hans. Í Mjólkurbúðinni sem er í Gilinu var sýning með yfir- skriftinni Kalvíðir og vakti athygli. „Ég hef alltaf gengið mikið og finnst einstaklega gott að ganga í Kjarna- skógi. Einhverju sinni eftir snjó- þungan vetur tók ég eftir hversu illa sum tré voru leikin eftir harðan vet- ur, meira og minna brotin. Þetta kveikti eitthvað í mér og varð upp- spretta að þessari myndröð,“ segir hann. Ágætis hrina Þá sýndi Kristinn einnig nokkur verk á vinnustofunni Rösk, sem fjór- ar listakonur leigja saman í Gilinu, „þær buðu mér veggi til að sýna nokkur verk og ég þáði það“, segir hann. Fjórða sýningin þar sem finna mátti verk eftir Kristin var á Amts- bókasafninu á Akureyri. Kristinn hefur um árin myndskreytt eða gert kápur á tæplega 50 bækur fyrir börn og ungmenni og voru þær til sýnis á safninu. „Þetta var ágætis hrina,“ segir hann og kveðst þegar vera farinn að huga að einhverju nýju, „sem ómögulegt er að segja fyrir um nú hvað verður; bara eitthvað sem leit- ar á hugann og verður kannski eitt- hvað“. Hartnær 70 ár eru frá því Krist- inn sýndi verk sín fyrst. Það var á Varðborg á Akureyri og hann ein- ungs 17 ára gamall, í október árið 1954. Frá þeim tíma hefur hann efnt til um 40 sýninga hér og hvar. „Ég var heppinn á mínum yngri árum að komast undir verndarvæng tveggja öðlinga, Jónasar Jakobssonar mynd- höggvara og Hauks Stefánssonar listmálara. Þeir leiddu mig á þessa braut sem verið hefur mér svo gjöful um árin,“ segir Kristinn. Meira tóm til að sinna listinni Hann er lærður kennari og aðal- starf hans í tæpa fjóra áratugi var við kennslu og skólastjórn, m.a. við Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar og Bröttuhlíðarskóla á Akureyri. „Ég hef lifað tvær ævir, annars vegar sem listmálari og hins vegar opinber starfsmaður. Það var nú ekki alltaf árekstralaus sambúð,“ segir Kristinn. „En þegar opinber- um störfum lauk gafst mér tóm til að sinna listinni af meiri krafti en oft áður. Það er alveg yndislegt að verja öllum morgnum hér á vinnustofunni við að skapa ný verk.“ Sýndi samtímis á fjórum stöðum á Akureyri - Kristinn G. Jóhannsson listmálari er eldsprækur, 86 ára að aldri - Sýning í Listasafninu á Akureyri fram í janúar Morgunblaðið/Margrét Þóra Listmálari Morgnarnir eru gjöfulastir, segir Kristinn G. Jóhannsson sem vinnur hér við listsköpun á vinnustofu sinni við Aðalstræti á Akureyri. Sýning Kristinn á sýningunni í Mjólkurbúðinni, en hún bar yfirskriftina Kalvíðir. Hugmynd sem fæddist er snjóþungur vetur lék Kjarnaskóg hart. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.