Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 38
38 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
3. nóvember 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 144.06
Sterlingspund 166.52
Kanadadalur 106.39
Dönsk króna 19.251
Norsk króna 14.072
Sænsk króna 13.178
Svissn. franki 145.07
Japanskt jen 0.9792
SDR 185.5
Evra 143.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.9209
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bókunarvefurinn Airbnb tók á móti
47 þúsund bókunum í september
sem er álíka fjöldi og í sama mánuði
árið 2017. Fleiri bókanir voru gerðar
í september 2018 og 2019 en svo varð
eftirspurnarfall 2020 og 2021 vegna
kórónuveirufaraldursins.
Þetta má lesa úr mælaborði ferða-
þjónustunnar á vef Ferðamálastofu
en tölur í gröfunum hér eru þaðan.
Tölurnar fyrir þetta ár ná fram í
september. Ef tímabilið frá janúar til
september 2017 til 2022 er skoðað
kemur í ljós að gerðar voru að með-
altali 37, 45 og 42 þúsund bókanir á
mánuði 2017, 2018 og 2019. Árin
2020, 2021 og 2022 voru svo gerðar
15, 19 og 36 þúsund bókanir að
meðaltali á mánuði. Það sem af er ári
hafa því að meðaltali verið gerðar
fleiri bókanir á mánuði en samanlagt
árin 2020 og 2021. Földi bókana helst
í hendur við fjölda ferðamanna en
árið 2018 var metár í því efni.
Það sem af er þessu ári hafa flest-
ar bókanir verið gerðar í ágúst, eða
65 þúsund alls, sem verður að
óbreyttu stærsti mánuður ársins í
útleigu Airbnb-íbúða.
Meirihlutinn er úti á landi
Þar af voru 17 þúsund bókanir á
höfuðborgarsvæðinu, 17 þúsund
bókanir á Suðurlandi, átta þúsund
bókanir á Norðurlandi eystra, sex
þúsund bókanir á Vesturlandi, fimm
þúsund bókanir á Austurlandi, þrjú
þúsund bókanir á Norðurlandi
vestra, þrjú þúsund bókanir á Suður-
nesjum og tvö þúsund bókanir á
Vestfjörðum. Með öðrum orðum eru
um 45 þúsund af þessum 62 þúsund
bókunum utan höfuðborgarsvæðis-
ins sem vekur at-
hygli í ljósi þess
að þar er mesta
úrval íbúðarhús-
næðis á landinu.
Ný löggjöf um
heimagistingu
tók gildi í árs-
byrjun 2017 en
upp frá því var
heimilt að leigja
íbúðarhúsnæði í
90 daga á ári án þess að sækja um
rekstrarleyfi og fyrir að hámarki
tvær milljónir króna á ári.
Tímabilið hér fyrir ofan er því
samanburðarhæft hvað regluverkið
varðar en ferðamönnum fjölgaði
hratt á árunum 2012 til 2018 og
myndaðist umframeftirspurn eftir
gistirýmum víða um land.
Jakob Rolfsson, forstöðumaður
hjá Ferðamálastofu, telur aðspurður
ótímabært að spá því að toppnum sé
náð í útleigu Airbnb-gistirýmis á Ís-
landi. Nú viti fólk nákvæmlega að
hverju það gangi, reglurnar séu
skýrar og það veiti leigusölum ör-
yggi. Þar með talið hvað varðar
skattheimtu af leigunni.
„Áður var þessum markaði líkt við
villta vestrið. Ég held að það muni
auka þessa skammtímagistingu, ef
eitthvað er, að það séu komnar
skýrar reglur,“ segir Jakob.
Fleiri Bretar en spáð var
Hann bendir jafnframt á að Bret-
um hafi ekki fækkað mikið í október
líkt og margir reiknuðu með, í kjöl-
far niðursveiflu í bresku efnahagslífi.
„Bretum hefur ekki fækkað en
þeir voru 15% af öllum erlendum
ferðamönnum í október sem er
meira en margir reiknuðu með. Það
þarf að aftur til ársins 2016 til að
finna hærra hlutfall Breta í október
en þeir voru þá 19,7% erlendra
ferðamanna. Þeir voru um fjórðung-
ur árin þar á undan en árið 2019 var
hlutfall þeirra í október komið niður
í 12,8%,“ segir Jakob en þessi niður-
staða kann að skýrast að hluta af
auknu flugframboði.
Skilar heimilum meiri tekjum
Á grafinu hægra megin hér fyrir
ofan má sjá tekjur af útleigu Airbnb-
gistirýma frá ársbyrjun 2015. Miðað
er við tímabilið frá janúar til sept-
ember hvert ár og er því samanburð-
arhæft. Tekjurnar eru á verðlagi
hvers árs en þær hafa að nafnvirði
aldrei verið jafn háar og í ár eða um
11,8 milljarðar króna. Tekjurnar
þetta tímabil 2019 voru hins vegar
um 12 milljarðar á núvirði sé miðað
við þróun verðlags frá desember
2019 til október 2022.
Tekjur af Airbnb fara nærri metári
- Fyrstu níu mánuði ársins skilaði útleiga Airbnb-íbúða 11,8 milljörðum - Á núvirði er 2019 enn metár
Fjöldi bókana á gistingu í gegnum Airbnb á Íslandi
Frá ársbyrjun
2017 til sept.
2022
Þúsundir
bókana
Heimild: Ferða-
málastofa/Airdna
80
60
40
20
0
2017 2018 2019 2020 2021 2022
61
69
43
65
76
26
Tímabilið janúar
til september
2015 til 2022
Milljarðar króna
2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
Útleiga Airbnb-gistirýma á Íslandi
1,1
4,5
9,0
8,5
10,4
2,4
5,1
11,8
Heimild: Ferðamálastofa
Jakob
Rolfsson
Hagnaður Vogabakka nam í fyrra
um 6,4 milljónum evra, eða um 920
milljónum króna á núverandi gengi,
samanborið við tap upp á 2,2 millj-
ónir evra árið áður. Tekjur félagsins
námu um 6,7 milljónum evra en voru
aðeins 25 þúsund evrur árið áður.
Rekstrarkostnaður nam um 300 þús-
und evrum.
Þetta kemur fram í ársreikningi
félagsins fyrir síðasta ár, en Voga-
bakki er í eigu félaga sem aftur eru í
eigu Árna Haukssonar og hjónanna
Hallbjörns Karlssonar og Þorbjarg-
ar Helgu Vigfúsdóttur. Vogabakki á
meðal annars stóran hlut í fasteigna-
félaginu Hásfelli, meirihluta í Múr-
búðinni og í öðrum fasteignaverkefn-
um auk hlutar í vefsíðunni
Kjarnanum.
Eigið fé félagsins var rúmar 27
milljónir evra í árslok, eða um 3,9
milljarðar króna á núverandi gengi.
Félagið greiddi um 820 þúsund evr-
ur í arð á síðasta ári.
Morgunblaðið/Eggert
Fjárfestar Hallbjörn Karlsson og
Árni Hauksson.
Högnuðust um
tæpan milljarð
- Vogabakki var
með um 27 millj-
ónir evra í árslok
Þín útivist - þín ánægja
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
ASOLO
Falcon herra
Kr. 29.990.-
HVÍTANE
Merínó húfa
Kr. 3.990.-
FUNI unisex dúnúlpa
Kr. 33.990.-
REYKJAVÍK ullarúlpa
Kr. 47.990.-
BRIMNES
meðalþykkir
Kr. 2.150
HVÍTANES Merínó ullarpeysa
Kr. 13.990.-
GEYSIR ullarjakki
Kr. 28.990.-
HVÍTANES Merínó ullarbuxur
Kr. 11.990.-
GRÍMSEY hanska
Kr. 2.990.-
r
sokkar
.-
VINDUR barna ullarúlpa
Kr. 18.990.-
S