Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
Dönsk stjórn-
mál eru um
margt
notaleg, eins og
dönsk tilvera kem-
ur okkur harð-
skeljunum hér
norður frá stundum fyrir sjón-
ir.
Sveiflur í flokkakerfinu eru
iðulega töluvert litríkar. Sá for-
sætisráðherra sem þar hefur
setið hvað lengst á síðari tím-
um, Poul Schlüter, kom frá
Íhaldsflokknum. Hann var for-
sætisráðherra samfellt í 10 ár
og 4 mánuði. Sveiflur í dönsk-
um stjórnmálum eru miklar og
margvíslegar og fékk Íhalds-
flokkurinn illilega að kenna á
því eftir brottför Schlüters úr
stjórnmálum. Sá flokkur féll
smám saman niður í fáeinar
prósentur í fylgi.
Mörgum útlendingum þótti
dálítið skrítið að næstu þrír
forsætisráðherrar Danmerkur
skyldu allir heita Rasmussen.
Poul Nyrup-, Anders Fogh- og
Lars Løkke Rasmussen og sátu
í ein 22 ár í embætti. Forsætis-
ráðherratíðin hjá þeim síðasta,
Lars Løkke, skiptist reyndar í
tvö tímabil, fyrst 2 ár og svo
aftur 4 ár en Helle Schmidt var
forsætisráðherra í rúmlega 3
og hálft ár þar á milli, uns
Rasmussen var mættur aftur.
Eins fékk kímnigáfa Dana að
njóta sín í heiti flokka, því að
flokkurinn Venstre hefur lengi
verið einn öflugasti hægri
flokkurinn í landinu. Lars
Løkke hafði verið forsætisráð-
herra í þeim flokki, en hefur nú
stofnað nýjan flokk eins og
fyrrverandi flokkssystir hans,
Inger Støjberg, hefur líka gert,
eftir að hafa verið dregin fyrir
Landsrétt, dæmd 2021 og setið
inni í 6 mánuði, fyrir litlar sak-
ir. Það var að minnsta kosti álit
kjósenda, því hinn nýstofnaði
flokkur komst inn með 14 þing-
menn og var henni vel fagnað af
þeim og stuðningsmönnum sín-
um á kosningavöku flokksins.
Løkke gerði aðeins betur og
kom inn með 16 þingmenn.
Hafði þetta allt auðvitað
veruleg áhrif á gamla flokkinn
þeirra, Venstre, og það afhroð
sem hann varð fyrir. Hann mun
hafa tapað 19 þingmönnum.
Rasmussen sagði, þegar
hann greiddi atkvæði sitt, að
hann hefði engan hug á að
verða forsætisráðherra aftur,
en að hann vildi byggja brú
milli flokkanna til hægri og
vinstri og setja heilbrigðis-
málin í forgang.
Mette Frederiksen ýjaði að
samstarfi með Moderaterne,
hinum nýja flokki Rasmussens,
um ríkisstjórn, sem hún myndi
leiða og eins biðlaði Jakob Ell-
emann Jensen í Venstre til
Rasmussens, um samstarf við
sína gömlu flokksfélaga, en svo
virtist á kosninganótt sem sú
glufa hefði lokast.
Kosningabar-
áttan snérist að
miklu leyti um þrjá
málaflokka: Lofts-
lagsmál, verðbólgu
og heilbrigðismál.
Eins og fleiri hafa Danir
áhyggjur af efnahagsmálum
með stighækkandi verðbólgu
og hækkandi vöruverði og 50
þúsund Danir fóru í kröfu-
göngu í Kaupmannahöfn á
sunnudaginn undir merkjum
loftslagsmála.
Það vantaði ekkert upp á
spennuna í dönsku kosning-
unum að þessu sinni, hún hélst
bókstaflega til síðustu talna.
Þegar eitt kjördæmi í Kaup-
mannahöfn var ótalið en 99,8%
atkvæða komin í hús vantaði
rauðu blokk Mette Frederik-
sen forsætisráðherra einn
mann upp á að halda velli. Þeg-
ar þau 0,2% sem upp á vantaði
höfðu bæst við, skömmu fyrir
miðnætti að íslenskum tíma,
snerist taflið og rauða blokkin
var komin í eins manns meiri-
hluta.
Með þessu missti Lars
Løkke Rasmussen stöðu sína
sem ótvíræður oddamaður á
danska þinginu. Staða hans
veiktist verulega og staða for-
sætisráðherrans styrktist að
sama skapi. Skyndilega voru
henni allir vegir færir.
Það breytir því þó ekki að
hún skoðar nú stjórn á breiðari
grunni og yfir miðjuna því að
þrátt fyrir sigurinn er eins
manns meirihluti ekki sérlega
spennandi kostur.
Athygli vekur að Rasmussen
reyndi á kosninganótt að ræða
við annan af þá væntanlegum
fulltrúum Grænlands um að
vinna með bláu blokkinni, þ.e.
til hægri. Því var hafnað, sem
skýrir svo ef til vill ummæli
hans morguninn eftir í fjöl-
miðlum. Hann sagði að það
væru ekki dönsk atkvæði sem
hefðu tryggt forsætisráð-
herranum meirihlutann, það
væru fulltrúar ríkjanna í Norð-
ur-Atlantshafinu, Færeyja og
Grænlands. Grænlensku full-
trúarnir tveir eru ævinlega
vinstra megin og því má segja
að vinstri menn í Danmörku
hefji leikinn á kjördag með tvo í
forgjöf. „Ef þú horfir á Dan-
mörku – ekki danska ríkið held-
ur Danmörku – þá er ekki rauð-
ur meirihluti,“ sagði
Rasmussen.
Berlingske Tidende segir að
þetta sé ekki í fyrsta sinn sem
fulltrúarnir frá Norður-
Atlantshafinu komi til umræðu
í þessu sambandi og veltir því
upp hversu lengi megi búa við
að þeir ráði úrslitum um
dönsku þingkosningarnar.
Svarið er líklega að Danir muni
búa við það á meðan þessir ná-
grannar okkar eru hluti af
danska ríkinu.
Fróðlegt verður að
sjá hvernig spilast
úr í dönskum
stjórnmálum núna}
Litrík dönsk stjórnmál
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
N
okkrar stofnanir ríkisins
gera alvarlegar athuga-
semdir við tillögur að
strandsvæðaskipulagi
fyrir Vestfirði og Austfirði. Telja að
núverandi og ráðgerð atvinnustarf-
semi, sérstaklega sjóeldi, þrengi að
siglingaleiðum og ógni þar með ör-
yggi sjófarenda.
Unnið hefur verið að gerð
strandsvæðaskipulags fyrir Vest-
firði og Austfirði síðustu ár. Svæð-
isráð auglýstu tillögur í upphafi
sumars og barst fjöldi umsagna og
athugasemda. Þannig bárust 124 at-
hugasemdir við tillögu að strand-
svæðaskipulagi á Vestfjörðum og 97
athugasemdir á Austfjörðum.
Athugasemdirnar og umsagnirnar
eru frá ýmsum stofnunum og sam-
tökum sem og einstaklingum.
Árekstur hagsmuna
Samgöngustofa, Vegagerðin og
Landhelgisgæsla Íslands gera sér-
stakar athugasemdir við afmörkun
siglingaleiða. Fram kemur hjá
Landhelgisgæslunni að siglinga-
leiðir hafi til þessa ekki verið skil-
greindar sérstaklega í skipulagi.
Meginreglan hafi verið sú að sjófar-
endur hafi mátt telja allt hafið til
siglingasvæðis. Telur Landhelgis-
gæslan að öryggi siglinga sé ekki
nægilega vel tryggt með þeim til-
lögum sem fram koma í svæðaskipu-
laginu.
Samgöngustofa skrifar í um-
sögn að ásókn í notkun strandsvæða
fari vaxandi og um leið umferð
stórra skipa til hafna landsins. Óhjá-
kvæmilegt sé að hagsmunir rekist á,
jafnvel svo að siglingaöryggi sé ógn-
að. Segir Samgöngustofa að á ýms-
um stöðum í drögum að strand-
svæðaskipulagi rekist siglinga-
öryggi og skipulögð eldisstarfsemi á.
Seyðisfjörður og Reyðarfjörður eru
nefnd sem dæmi fyrir austan og Ísa-
fjarðardjúp fyrir vestan. Eldisstarf-
semin sé hindrun fyrir siglingar eftir
hefðbundnum leiðum.
Eldi í hvítum ljósgeira
Samgöngustofa segir að unnið
sé að undirbúningi ákvörðunar sigl-
ingaleiða þar sem þess er þörf. Hef-
ur stofnunin fengið til liðs við sig
sérfræðinga úr ýmsum áttum til að
vinna að verkefninu.
Í annarri umsögn sem Sam-
göngustofa sendi inn síðar, eftir
samráð við Vegagerðina sem fer
með vitamál, er farið nánar yfir sigl-
ingamálin. Þar er vakin athygli á því
að sigling í hvítum ljósgeirum vita
eigi að vera hindrunarlaus og örugg.
Í tillögum að strandsvæðaskipulagi
hafi sum eldissvæðin verið merkt í
slíkum ljósgeirum, sömuleiðis hafi
nokkur eldissvæði verið merkt ofan í
hefðbundnar almennar siglinga-
leiðir.
Gerð er athugasemd við nokkur
kvíaból í Ísafjarðardjúpi þar sem
kvíar eru í hvítum ljósgeira frá vit-
um auk þess sem eitt svæðið er sagt
á hefðbundinni siglingaleið sem þá
hafi verið skipulögð fjær landi.
Skipulagt svæði í Álftafirði þrengi
verulega að siglingaleið og þröngvi
skipum upp á grynningar. Svipaðar
athugasemdir eru gerðar í Önundar-
firði, Dýrafirði, Arnarfirði, Tálkna-
firði og Patreksfirði en þó aðallega
vegna staðsetningar í ljósgeira vita.
Á Austfjörðum eru mestu
athugasemdirnar gerðar við stað-
setningu eldiskvía og tilfærslu sigl-
ingaleiða í Seyðisfirði og Reyðarfirði
en einnig Mjóafirði, Fáskrúðsfirði
og Berufirði.
Telja að sjóeldi ógni
öryggi sjófarenda
Morgunblaðið/Eggert
Berufjörður Þótt sjókvíar séu almennt við strendur fjarða þarf stundum
að breyta siglingaleið. Stundum eru þær einnig í hvítum ljósgeira vita.
Sjóeldisfyrirtækin og samtök
þeirra telja mörg að tillögur að
strandsvæðaskipulagi séu um
of íþyngjandi fyrir starfsemi
þeirra. Þau þurfi að hafa svig-
rúm til að færa til kvíar og
fjölga svæðum. Þannig segir í
umsögn Arnarlax að langt sé
gengið í friðun og mun lengra
en vísindaleg rök eru fyrir. Arn-
arlax og Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi telja nauðsynlegt
að breyta tillögunum og aug-
lýsa að nýju.
Skiptar skoðanir koma fram
um hvort friða eigi Jökulfirði
fyrir sjókvíaeldi en strandlengj-
an er friðuð, eins og kunnugt er.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
styður friðun en Bæjarráð Bol-
ungarvíkur telur mikilvægt að
útiloka ekki fiskeldi í Jökul-
fjörðum án ítarlegri rannsókna
á áhrifum og telur rétt að vinna
burðarþols- og áhættumat fyrir
svæðið.
Þrengt að
sjókvíaeldi
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
U
m liðna helgi fór fram málþingið
Samvinna í nútíð og framtíð á
Bifröst í Borgarfirði sem haldið
var í minningu Jóns Sigurðs-
sonar, fyrrverandi ráðherra og
formanns Framsóknarflokksins. Góðmennið,
hugljúfinn, málamiðlarinn, skynsemismað-
urinn; hinn ósvikni samvinnumaður. Ritstjór-
inn, kennarinn, doktorinn, rektorinn og seðla-
bankastjórinn eru allt orð sem hægt er að
hengja á Jón. Þessi mikli hugsjónamaður var
einnig íslenskufræðingur og var með meistara-
gráðu í kennarafræðum, málefni sem hann lét
sig sérstaklega mikið varða.
Jón veitti mér innblástur í starfi mínu sem
mennta- og menningarmálaráðherra og gerir
enn. Mér er enn í fersku minni þegar ég las
grein hans „Íslenska eða Ís-enska“ í fyrsta skipti
– en hún birtist í Skírni árið 2017. Í greininni rekur hann
þær áskoranir sem tungumálið okkar, íslenskan, stendur
frammi fyrir. Inngangsorð Jóns í greininni kjarna stað-
reynd málsins, en þau hljóma svo: „Móðurmálið, þjóðtung-
an íslenska, lifir og dafnar, breytist og þroskast áfram ef al-
menningur í landinu vill, svo lengi sem sú afstaða er almenn
og því aðeins að svo sé. Framtíð þjóðtungunnar er undir
þessu komin. Vilji almennings um þetta mótast ekki síst af
fordæmi og fyrirmyndum svokallaðra málstétta. Þær eru
sjónvarps- og útvarpsfólk, blaðamenn, sönglistafólk, kenn-
arar, rithöfundar og skáld, kennimenn, sviðlistamenn og
margir sem gegna forystu á opinberum vettvangi.“
Þetta eru orð að sönnu og hugvekja sem hefur hvatt
mig áfram í störfum mínum – þar sem ég hef lagt áherslu
á að taka málefni íslenskunnar föstum tökum og hefur
margt áunnist.
Árið 2019 samþykkti Alþingi þingsályktun
um að efla íslensku sem opinbert mál á Ís-
landi og aðgerðaáætlun sem henni fylgdi.
Meginmarkmið hennar var að íslenska væri
notuð á öllum sviðum samfélagsins, íslensku-
kennsla og menntun yrði efld á öllum skóla-
stigum og að framtíð íslenskrar tungu í staf-
rænum heimi yrði tryggð. Fjármunum var
einnig forgangsraðað í að styðja við menn-
ingu og skapandi greinar þar sem íslenska er
aðalverkfærið, hvort sem um er að ræða
bókaútgáfu, fjölmiðla eða annað. Til þess að
setja umfang þeirra aðgerða sem ráðist var í
á síðasta kjörtímabili í samhengi, þá voru um
10 milljarðar króna settir í málefni íslensk-
unnar.
Okkur er alvara með því að snúa vörn í sókn
fyrir móðurmálið okkar og það hefur svo
sannarlega mikið vatn runnið til sjávar á aðeins fimm ár-
um í þeim efnum. Það er margt sem kallast á við skrif og
sýn Jóns við það sem stjórnvöld hafa hrint í framkvæmd.
En betur má ef duga skal enda verkefnið stórt sem kallar
á samvinnu okkar allra. Í ráðuneyti mínu er nú unnið að
uppfærðri aðgerðaáætlun fyrir íslenskuna, þar sem meðal
annars verður lögð áhersla á aukið aðgengi að íslensku í
atvinnulífinu með stórauknu framboði á íslenskukennslu
fyrir útlendinga og að íslenskan verði í fyrsta sæti í al-
mannarými svo eitthvað sé nefnt. Framlag og vitund-
arvakning öndvegismanns íslenskunnar, Jóns Sigurðs-
sonar, mun hvetja okkur áfram í þeirri vinnu og koma
tungumálinu okkar til góða um ókomna tíð.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Öndvegismaður íslenskunnar
Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og
varaformaður Framsóknar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen