Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 44

Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Hlutverk ritara er að sinna innanflokks- málum í Sjálfstæðis- flokknum, sinna grasrótinni. Slíkur fulltrúi þarf að hafa áhuga á að fara um landið og hlusta, hafa síðan styrk til að bera erindi sjálfstæð- isfélaganna og flokksfólks fyrir for- ystufólk og þingflokk. Ritari þarf að hafa trúverðugleika og traust þeirra sem fara með forystu- hlutverk svo á hann sé hlustað. Ritari situr ásamt fjórum öðrum í framkvæmdastjórn flokksins en sú stjórn ber ábyrgð á samræmingu flokksstarfsins og eflingu þess um allt land. Ég treysti mér til þess að sinna því ábyrgðarhlutverki, eiga við ykkur trúnaðarsamband og bera boðin á milli grasrótar og forystunnar, svo við náum árangri. Skýr skilaboð – fleira fólk Við þurfum að skerpa skila- boðin, hitta fólk og mæta því þar sem það er statt. Sýna að- stæðum þess skilning. Við þurfum að muna að til eru kynslóðir sem vita fátt um hvað sjálfstæðisstefnan í raun stendur fyrir. Mín áhersla er að sjálfstæðisstefnan byggist á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Um leið er okkur samofinn vilji til samhjálpar. Það er skylda okkar að gæta þess að enginn komist á vonarvöl þótt hann mæti ofjörlum í sjúkdómum eða fátækt. Grunngildi okkar eiga því að endurspeglast í krafti til at- hafna en standa gegn græðgi, yfir- gangi, ranglæti og skeytingarleysi. Þetta er mín bjargfasta trú. Þess vegna er ég sjálfstæðismaður. Reynsla og traust Það getur tekið tíma að skilja gangverk löggjafarsamkomunnar, sveitarstjórnanna eða stjórnsýslu- stiganna beggja sem eru jafn- rétthá og ná færni til að leiða þar framfaramál til lykta. Það þarf samstarfshæfileika til að ná verkefnum heim í hérað, efla atvinnulífið og samfélagið á hverjum stað. Það þarf traust og tiltrú til að fólk og forysta heyri það sem við höfum að segja. Mér þykir afar vænt um að hafa öðlast það traust í gegnum fjölbreytt störf mín innan flokksins og á vettvangi sem kjörinn fulltrúi til tíu ára. Ég vil flytja áfram ykkar skilaboð, ég vil fylgja þeim eftir og ég veit að ég hef velvild og trúnað forystumanna til að á mig sé hlustað. Ég bið um þinn stuðning til ritara Sjálfstæðisflokksins Vilhjálmur Árnason Vilhjálmur Árnason » Það er skylda okkar að gæta þess að enginn komist á vonar- völ þótt hann mæti ofjörlum í sjúkdómum eða fátækt. Höfundur er frambjóðandi til emb- ættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Saga Sjálfstæðis- flokksins er stór- merkileg. Fortíð flokksins þarf þó ekki að móta framtíð hans. Til lengri tíma litið er samt sem áður ástæðu- laust að hvika frá því einkenni flokksins að hann sé breiðfylking þeirra kjósenda sem styðja borgaraleg gildi. Í því felst að í flokknum þrífast ólík sjónarmið. Íhaldssemi í bland við frjálslyndi. Trú á sjálfstæði og fullveldi landsins en vilji til að starfa með öðrum þjóðum á jafnrétt- isgrundvelli. Ísland hefur á sumum sviðum verið leiðandi á alþjóðavett- vangi og fyrirmynd annarra þjóða. Landsfundurinn um helgina Þrátt fyrir ýmis skakkaföll í kosn- ingum síðan 2009 er Sjálfstæðisflokk- urinn enn fjöldahreyfing og um helgina mun æðsta stofnun hans, landsfundur, velja sér forystu. Ég býð mig fram í embætti ritara flokks- ins enda tel ég að það embætti eigi að þjóna því hlutverki sem ég brenn fyr- ir, að sinna grasrót flokksins og vera tengiliður hennar við forystu flokks- ins. Saman getum við lært svo mikið hvert af öðru. Ritari á þannig að safna saman fróðleik um hvað virki vel í félags- og flokksstarfinu og miðla þeim fróðleik síðan til ein- stakra flokksfélaga. Verði ég kjörinn ritari myndi reynsla mín og færni sem fræðimaður í lögum koma að góðum notum við að efla alla upplýs- ingamiðlun flokksins. Skilaboð frá flokknum eiga að vera skýr, einföld og aðgengileg fyrir alla, þ.m.t. til þeirra kjósenda sem búa yfir tak- markaðri íslenskukunnáttu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er lýðræðisveisla. Fögnum því að tekist sé á um menn og málefni, eftir allt saman hefur eitt af grunngildum flokksins lotið að frjálsri samkeppni. Framboð mitt til emb- ættis ritara flokksins byggist m.a. á því að embættinu eigi að gegna fulltrúi grasrótar og sveitarstjórnarstigs- ins. Að mínum dómi þarf ritaraembættið að þróast á þann veg að það sé ómissandi við að efla félags- og flokks- starfið um land allt og að sá sem gegni því hafi ávallt hugrekki til að tala máli grasrótarinnar. Forysta Sjálfstæðisflokksins má nefnilega aldrei tapa tengslum sínum við grasrót flokksins. Framtíðin Það hefur verið ansi algengt um langt skeið að andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins tali í niðrandi tón um framlag flokksins til þróunar íslensks samfélags. Svara þarf slíku tali af hörku enda á sjálfsstæðisstefnan stóran hlut í því að velmegun á Ís- landi er mikil í samanburði við flest önnur ríki heims. Framtíð Sjálfstæðisflokksins þarf að markast af því að við sem styðjum flokkinn séum stolt af honum. Leiðin til að ná því markmiði er að nýta næstu misseri vel til að bæta félags- og flokksstarfið. Þannig verðum við sterkari og við það verður flokkurinn stærri. Helgi Áss Grétarsson » Verum stoltari af Sjálfstæðisflokkn- um. Þannig eykst sjálfs- traust stuðningsfólks flokksins. Við það verð- ur flokkurinn sterkari og stærri. Helgi Áss Grétarsson Höfundur er frambjóðandi til emb- ættis ritara Sjálfstæðisflokksins. helgigretarsson@gmail.com Sjálfstæðisflokkur- inn: Stoltari, sterkari og stærri Það er stundum erf- itt að sjá að heim- urinn sé orðinn eins siðmenntaður og margir halda fram. Ég var ansi blind á þetta allt á meðan ég var á Íslandi enda var þöggun mikil. Svo við að lesa blöðin á Ís- landi og í öðrum lönd- um sést að það er margt óuppgert í þeim efnum. Það var til dæmis séð sem aum- ingjaskapur á Íslandi minna tíma, fyrir meira en hálfri öld, að láta nokkurn sjá að þú hefðir tilfinn- ingar. Það versta var ef þú lést aðra sjá þig tárfella á almannafæri. Tilfinningar eru auðvitað vítt svið og það er vinna að læra að tjá þær allar vel. Það viðhorf að það væri dyggð að bæla þær algerlega var og er viðhorf sem ég vissi að væri ekki hollt. Eitthvað í mér vissi að það væri brenglun gagnvart lífinu. Seinna las ég bækur eftir guðspek- inginn Alice A. Bailey, sem fræðir okkur um að tilfinningar séu mál sálarinnar og mjög mikilvægar og dýrmætar í samskiptum við okkur sjálf og aðra. Á Íslandi minna tíma var það sem sagt álitið mikil dyggð að bæla tilfinningarnar, en það var enginn skilningur á því hvert þær tilfinn- ingar sem upp komu færu. Ekki einu sinni vilji til að skilja að þær hyrfu ekki si svona, eins og ef ýtt væri á eyðingartakka í heilabúinu. Þegar ég kom hingað til Ástralíu var mér hins vegar sagt að það væri hollara og betra að létta öllu af sér en loka það inni. Það var mikill léttir að heyra að maður mætti vera mannvera með tilfinn- ingar í þessu landi sólarinnar. Og ég fór smám saman að læra um mig upp á nýtt. Eftir að árin fóru að setja mig á hinn endann, og tölvan býður upp á að fylgjast með hvað sé að gerast víða í heiminum, hef ég getað sett fingurinn á púlsinn um hvað sé að gerast í landinu sem ég fæddist í. Land og þjóð á sína sögu, sem ekki verður sögð hér nema það sem snertir þetta með að þjóðin vilji kalla sig siðmenntaða. Hvað felst í því orði? Auðvitað eru blöðin engan veginn alger staðreynd um allt lífið í landinu, en sýna núna vísbendingar um nýtt ris í flæði lífs- reynslu fólks; atvika og atburða í lífi ein- staklinga, sem sást ekki eða heyrðist í fjölmiðlum fyrir meira en 35 árum. Siðmenning á háu stigi getur ekki orðið veruleiki fyrr en tilfinningar eru virtar og það skilið að þær eru mjög mikilvægur hluti lífsins, ekki bara mannkyns heldur líka margra dýra. Hvernig við vinnum úr þeim er svo verkefnið. Ótal greinar í blöðum og at- hugasemdir sýna allt annað en að allir einstaklingar þjóðarinnar eða heimsins hafi alist upp til að vera siðmenntaðir. Og jafnrétti, sem oft er haldið fram að Ísland sé í sér- flokki um, er í raun ekki að verki þegar litið er á fjölda tilfella af heimilisofbeldi og öðru sem sýnir að stór hluti þeirra sem minna mega sín nýtur ekki þess jafnréttis. Það sýnir líka að einstaklingar beggja kynja hafa ekki fengið þá leiðsögn sem þarf til að siðmenntun geti ríkt á hverju heimili. Hið innra jafnræði sem allir þurfa að ná að finna í sér. Konur að hafa styrk til að stoppa ofbeldi gegn sér, svo að jafnvægi sé á milli maka og vina. Það að vita röklega að við konur og karlar höfum raunverulegt virði er ekki nóg. Það verður að vírast inn í öll taugakerfi líkamans til að við njótum þess að upplifa alvöruvirði. Það að einhverjar konur njóti hárra launa og slíks, og konur geti fengið þungunarrof, er ekki endi- lega staðfesting á góðum lífsskil- yrðum. Sagan um tólf ára stelpu sem var lögð í einelti er bara eitt sorglegt dæmi um þann skort. Sú staðreynd að börn helli öllum sínum óunnu tilfinningum úr sér er af því að þau hafa ekki lært þetta með tilfinn- ingar af ótal gráðum og stigum, né lært að skilja mikilvægi nærgætni við að tjá allan skala tilfinninga á mannúðlegan hátt. Það er blanda af tilfinningasemi og rökhyggju. Börn úti á götu öskruðu á eftir mér sem barni fyrir meira en sex- tíu árum af því að ég var lægri í loftinu en sum börn. En ég gat ekki sagt neinum það. Og hugtakið einelti hafði ekki komið upp í orða- forðanum. Rökhyggjan ein er ísköld, hún er ekki allt svarið í lífinu ef hjartað er ekki með í dæminu. Við þurfum að þekkja hið innra í okkur og læra hvernig við meltum tilfinningarnar til að skila þeim út á réttan hátt. Bælingarkrafa virkar ekki. Ef þess er krafist, þá neyðist undirvitundin til að reyra þær niður í iður, svo að þær læsast inni í óræðan tíma, sem getur orðið áratugir, og gera okkur að eins konar vélmennum á hópsál- arskala. Svo fara þær smám saman að skemma út frá sér af því að bæl- ingin gerir tilfinningar að eitri þeg- ar þær fá ekki þá úrvinnslu sem þarf. Þær gömlu geta komið upp ann- aðhvort eins og mikið eldgos ára- tugum síðar eða eins og rólegt gos í ótal smátörnum. Það birtist í að einhver atriði sem koma að okkur frá öðru fólki eða frá fjölmiðlum hreyfa við einhverju í líkamanum sem setur ferli í gang hið innra og tárin flæða. Læknirinn Gabor Maté hefur skrifað nokkrar bækur um það, og er með það allt á hreinu út frá eig- in rannsóknum og rannsóknum annarra í gegn um tíðina. Ég vissi ekki um þær bækur þegar ég var að uppgötva fyrir sjálfa mig hið innra sem ung kona að slíkt færi allt inn en hyrfi ekki si svona eins og reynt var að láta fólk trúa. Síð- asta bók hans ber titilinn „The Myth of Normal“ og ætti alla vega mikið af efni hennar að vera kennt í öllum skólum. Mannverur eru þegar upp er staðið flóknari en virðist hafa verið viðurkennt. Það er mikil vinna að koma sjálfum sér úr langtímalífi bælingar. Matthildur Björnsdóttir » Siðmenning á háu stigi getur ekki orðið veruleiki fyrr en tilfinn- ingar eru virtar og það skilið að þær eru mjög mikilvægur hluti lífsins. Matthildur Björnsdóttir Höfundur býr og starfar í Ástralíu. Engin siðmenning án tilfinninga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.