Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 57
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
Hinrik Norðfjörð
Útfararþjónusta
Helena Björk
Magnúsdóttir
Útfararþjónusta
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
✝
Þór Þorbergs-
son fæddist 1.
desember 1936.
Hann lést 22.
október 2022.
Foreldrar hans
voru Þorbergur
Friðriksson (1899-
1941) stýrimaður
og Guðrún Sím-
onardóttir Bech
(1904-1991) hús-
freyja. Þau áttu
heima í Reykjavík. Þór var
þriðja barn, eldri voru Auður
(1933-) héraðsdómari og Guð-
rún Katrín (1934-1998) for-
setafrú og húsfreyja á Bessa-
stöðum, en yngri Þorbergur
(1939-2014) verkfræðingur.
Þór fór í Bændaskólann á
Hvanneyri og lauk búfræði-
prófi 1955 og framhaldsprófi
1960.
Þór kvæntist Arnfríði Mar-
gréti Hallvarðsdóttur, f. 1942.
Foreldrar hennar voru þau
Hallvarður Einar Árnason
(1895-1969) stýrimaður og
Guðrún Kristjánsdóttir (1903-
1986) húsfreyja. Arnfríður lif-
ir mann sinn. Þór og Arn-
fríður eignuðust sex börn:
Þorberg, f. 1961, hagfræð-
ing og þýðanda. Hann á tvö
börn með Nönnu Þórarins-
dóttur, f. 1958, þau Þór, f.
sínum Heimi Garðarssyni, f.
1964, Högna Huldar, f. 2012.
Guðrúnu, f. 29. mars 1972,
menningarstjóra. Hún á tvö
börn með Jóhanni Ásmunds-
syni, f. 1968, Arnfríði Kríu, f.
2005, og Margréti Vörðu, f.
2013.
Þóru Kristínu, f. 1980, að-
ferðafræðing. Hún á tvö börn
með sambýlismanni sínum
Kolbeini Hólmari Stefánssyni,
f. 1975, Auði Freyju, f. 2011,
og Urði Magneu, f. 2015.
Eftir að Þór lauk námi á
Hvanneyri varð hann ráðs-
maður við graskögglaverk-
smiðju á Stórólfshvoli. Seinna
fluttu Þór og Arnfríður til
Selfoss og stofnuðu versl-
unina Þórsbúð. Síðar vann
Þór hjá ÍSAL. Í ársbyrjun
1972 fluttu þau hjón austur á
Skriðuklaustur í Fljótsdal en
Þór tók þar við bústjórn. Þór
vann þar í ríflega áratug.
Upp úr 1980 varð hann land-
búnaðarráðgjafi á Grænlandi
og sinnti báðum störfum um
skeið. Um 1984 sagði Þór
starfi sínu á Skriðuklaustri
lausu. Þau hjón fluttu til
Reykjavíkur en Þór vann
áfram á Grænlandi fram til
1990. Árið 1990 hóf Þór störf
hjá Landsvirkjun og hafði
umsjón með uppgræðslu og
ræktun á virkjunarsvæðum og
sinnti einnig rannsóknum.
Þór vann þar uns hann fór á
eftirlaun í árslok 2006.
Þór verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í dag, 3. nóv-
ember 2022, klukkan 13.
1990, forritara og
Sigríði Margréti,
f. 1994, lækna-
nema. Þór á eina
stúlku sem fæddist
9. ágúst 2022 með
sambýliskonu
sinni Þórunni Lilju
Arnórsdóttur.
Hallvarð, f.
1962, d. 2009,
sölumann og tón-
leikahaldara.
Hann eignaðist tvö börn. Með
Telmu Lucindu Tómasson, f.
1962, eignaðist hann Tönju
Berglindi, f. 1985, framleið-
anda. Með Sigríði Hjaltdal
Pálsdóttur, f. 1969, eignaðist
hann Hauk Pál, f. 1992, forrit-
ara. Tanja Berglind er gift
Ólafi Pálssyni, f. 1981, og eiga
þau Hrafnhildi Míu, f. 2013,
Helenu, f. 2014, og Önnu Mar-
en, f. 2021. Haukur Páll er
kvæntur Luízu Pereira Cal-
umby, f. 1992. Hallvarður
kvæntist Hope Elísabetu Milli-
ngton, f. 1957, sem lifði mann
sinn.
Ingibjörgu Svölu, f. 1966,
myndlistarkonu. Eiginmaður
hennar er Wu Shanzhuan, f.
1960.
Valgerði, f. 1968, leikkonu,
leikskáld og rithöfund. Hún á
eitt barn með sambýlismanni
Fyrir hálfri öld héldum við
Guðrún Katrín í leiðangur um
Austurland. Í húfi var heill
jafnaðarmanna og samvinnu-
fólks. Þingkosningar innan tíð-
ar. Á brattann að sækja.
Þungbúin ský. En á Skriðu-
klaustri var sól í heiði. Þór á
hlaðinu. Tilraunastjórinn.
Bændavinur í þjónustu vísinda.
Höfðingi á setrinu sem Gunnar
skáld gaf þjóðinni.
Bróðir Búbbu. Bjartur yfir-
litum. Karlmannlegur. Kankvís.
Með glampa í augum. Systkinin
göntuðust að gömlum sið. Kær-
leikurinn greinilega djúpstæð-
ur. Á þeim fagnaðarfundi var
frambjóðandanum nánast
ofaukið.
Við Þór urðum fljótt góðir
vinir og félagar á vettvangi
hugsjóna. Í sérhverjum kosn-
ingum. Þó fyrst og fremst bróð-
ir Búbbu. Ætíð hrókur fagn-
aðar þegar fjölskyldan kom
saman.
Bændurnir á Héraði kunnu
vel að meta kosti Þórs; fylgdu
að mestu ráðunum sem fræðin
buðu. Á skömmum tíma varð
hann foringi í sveitum sem allt
frá fyrri öld höfðu valið leið-
toga af kostgæfni.
Síðan hélt Þór til Grænlands.
Löngu áður en hið stórbrotna
land komst í tísku. Verkefnið
að kenna innfæddum landbún-
að, slá tún á sumrin og hirða
um fé á dimmum vetrum. Verk-
efnið erfitt. Strjálbýli og engir
vegir. Fór á bátum til næstu
byggða. Varð oft að bíða vikum
saman eftir að veður leyfðu
siglingu til baka.
Grænlendingar voru í fyrstu
tortryggnir. Höfðu um aldir
skotið sel og róið á kajak. Lítt
gefnir fyrir breytingar. Sáu þó
fljótt kosti Þórs og gerðu hann
að eðalvini. Foringjarnir héldu
áfram að sækja hann heim í
Reykjavík þegar sjálfstæðis-
baráttan var komin á dagskrá.
Að loknum frægðartíma á
ströndum ísbreiðunnar kaus
Landsvirkjun að nýta hæfni
Þórs. Réð hann til að ræða við
bændur um afréttir og land-
kosti. Stjórnendurnir á efstu
hæð önduðu nú léttara. Sáu hve
listilega hann náði samningum í
öllum sveitum.
Þegar við Búbba fórum til
Bessastaða lá beint við að Þór
annaðist æðarvarpið. Var í ess-
inu sínu á sérhverju vori. Koll-
urnar tóku honum fagnandi.
Kunnu að meta Þór – eins og
allir.
Hann var burðarstoð í fjöl-
skyldunni. Vinurinn sem næsta
kynslóð eignaðist, dætur okkar
Búbbu og aðrir afkomendur
Guðrúnar Bech, sjómannsekkju
sem kom börnum sínum til
manns og mennta. Nú eru þau
öll dáin nema Auður.
Við syrgjum Þór en varð-
veitum í minningunni glaða
daga. Vottum Fríðu og fjöl-
skyldunni einlæga samúð.
Þeirra missir er mestur.
Ólafur Ragnar
Grímsson.
Hann hallaði höfðinu, hélt
um pípuna, munnstykkið skorð-
að milli tannanna, kímdi létt,
horfði djúpt í augun og spurði:
„Hvernig hefur þú það
frænka?“
Þessi augu, sem sáu flest og
vissu svo margt. Það var gott
að tala við hann.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vinna á tilraunabúinu á
Skriðuklaustri þrjú sumur og
hálfan vetur. Það var mikið
happ. Þór var bústjóri og Fríða
ráðskona. Saman ráku þau fjöl-
mennt myndarbú. Þór raðaði á
útiverkin, sagði til og fylgdist
með framvindu. Hann var góð-
ur verkstjóri, tók sjálfur til
hendinni, leiðbeindi, var hvetj-
andi, drífandi og oft stríðinn.
Honum fannst gaman að við
værum bæði freknótt með gul-
rótarhár. Það var oft glatt á
hjalla, mikið spjallað og hlegið,
en þegar veðurfréttir voru
lesnar varð að vera alger þögn.
Hjá þeim hjónum lærði ég til
verka og lærði að vinna. Fyrir
það er ég eilíflega þakklát.
Við Oddur kveðjum frænda
minn með djúpri virðingu. Ást-
vinir allir eiga okkar samúð.
Þóra „Búbbudóttir“
Þóra
Þórarinsdóttir.
Æskufélagi minn hann Dussi
er farinn. Við vorum leikfélagar
frá því ég man eftir. Við ólumst
upp hlið við hlið frá barnsaldri.
Systkinin á Bræðraborgarstíg
52 og Ásvallagötu 67 voru ákaf-
lega samrýnd enda á svipuðum
aldri. Dussi, eins og hann var
alltaf kallaður, var mitt hlið-
arsjálf allar götur þar til leiðir
skildi vegna mismunandi skóla-
göngu. Eftir það voru minni
samskipti.
Það var líf og fjör í þessum
hluta Vesturbæjarins á þeim
tímum.
Margt brölluðum við Dussi
sem ég læt ósagt svo barna-
börnin og barnabarnabörnin
taki ekki upp þá siði. Eitt vor-
um við Dussi þó frægir fyrir og
það var flökkueðlið. Ekki man
ég hver stjórnaði þeim leið-
öngrum en nokkrum sinnum
var leitað til lögreglu til að hafa
uppi á okkur. Eitt sinn fund-
umst við meira að segja út við
Ægisíðu og einu sinni á Frí-
kirkjutröppunum, en það hafa
verið löng spor fyrir litla fætur.
Selsvörin var okkar griða-
staður og bryggjurnar hjá
Slippnum en hvort tveggja
bannsvæði.
Við Magga sendum öllum að-
standendum Dussa okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur.
Jón
Eysteinsson.
Þór
Þorbergsson