Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 ✝ Sigurborg var fædd á Ísafirði 22. janúar 1932. Hún lést á Land- spítalanum Foss- vogi 22. október 2022. Sigurborg var dóttir hjónanna Helga Finnboga- sonar sjómanns og verkamanns á Ísa- firði, f. 9. júní 1885, d. 21. mars 1969, og Sigurrósar Finnbogadóttur húsmóður, f. 19. ágúst 1888, d. 24. júlí 1967. Sigurborg var næstyngst 11 systkina. Nöfn þeirra eru: Guð- mundína Jóhanna, f. 12.1. 1911, d. 2.7. 1964, Jón Elías, f. 15.7. 1912, d. 2.2. 1998, Sigurbjörn Gestur, f. 19.10. 1915, d. 10.6. 1916, Sigríður Friðgerður, f. 10.12. 1918, d. 8.11. 2016, Finn- björg Ásta, f. 27.6. 1921, d. 10.7. 2005, Þorsteinn Helgi, f. 14.7. 1925, d. 19.5. 2011, Samúel, f. 7.3. 1927, d. 27.7. 1997, Svein- björg Elísabet, f. 19.1. 1929, d. 2.8. 2016, Soffía Sigurlína, f. 25.1. 1930, Elías Gunnar, f. 29.5. 1935, d. 14.8. 1992. Soffía er ein hennar er Víglundur Helgason, f. 1973. Dætur Kristínar eru Ágústa Borg, f. 2001, Una Borg, f. 2006, og Freydís Borg, f. 2013. Börn Víglundar eru Vera, f. 2004, og Krummi, f. 2009. Elmar Helgi, f. 29.12. 1993, sambýliskona hans er Svava Hildur Bjarnadóttir, f. 1993. Snæbjörn Börkur, f. 10.2. 1962. Linda Björk, f. 21.7. 1968, unn- usti hennar er Sverrir Árnason, f. 1.12. 1958. Sonur Lindu er Hugi, f. 17.11. 1995. Sigurborg ólst upp á Ísafirði og lauk gagnfræðaprófi þaðan. Þar vann hún á elliheimili þar til hún fór norður í Eyjafjörð 1954 og gerðist kaupakona á Þormóðsstöðum í Sölvadal. Þar kynnist hún manni sínum Þor- móði. Þau bjuggu á Þormóðs- stöðum og Akureyri til ársins 1965 þegar þau flytjast til Reykjavíkur. Hún var heima- vinnandi framan af búskap þeirra, vann sumarstörf, þar á meðal hjá Þvottahúsinu Grýtu og Sælgætisgerðinni Amor. Ár- ið 1980 hóf hún störf hjá prjóna- stofunni Hildu hf. og jafnframt því prjónaði hún lopapeysur og seldi. Síðar starfaði hún hjá Hagkaupum, bæði á grænmet- istorgi og bakaríi. Þar vann hún þar til hún fór á eftirlaun. Útför Sigurborgar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 3. nóv- ember 2022, klukkan 13. systkinanna á lífi. Eiginmaður Sig- urborgar var Þor- móður Snæbjörns- son, f. 5.7. 1927, d. 10.6. 2006, þau gift- ust þann 27.1. 1968. Foreldrar hans voru Snæbjörn Hjálmarsson, f. 8.1. 1899, d. 13.6. 1987, og Laufey Guð- mundsdóttir, f. 1.5. 1895, d. 2.2. 1982. Börn Sigurborgar og Þor- móðs eru Laufey Sigurrós, f. 22.11. 1956, eiginmaður hennar er Hafsteinn Þ. Júlíusson, f. 14.2. 1946. Börn þeirra eru Þór- unn Gyða, f. 26.6. 1978, og Haf- þór Finnur, f. 3.9. 1984, dóttir Þórunnar er Tanja Lind, f. 2011. Helga, f. 17.6. 1959, sambýlis- maður hennar er Ólafur Helgi Hreinsson, f. 2.11. 1963. Börn þeirra eru Bjarki Þór, f. 15.4. 1976, eiginkona hans er Inga Rut Jónasdóttir, f. 1978. Börn þeirra eru Hermann Óli, f. 2001, og Hulda Líf, f. 2006. Kristín Ýr, f. 2.6. 1983, eiginmaður Þegar við systkinin settumst niður og ræddum um ömmu okk- ar komu margar hlýjar minning- ar upp. Ætli það sé ekki þannig í flestra augum að amma sé ein mikilvægasta manneskja hvers- dagsins. Allavega var amma okk- ar það. Í samtali okkar kom upp að öll sáum við ömmu sem öryggið okk- ar á einhverjum tímapunkti í líf- inu. Hún var sú sem við fórum til eftir skóla, sem tók upp lestrar- bækurnar með okkur og kenndi okkur að lesa og passaði alltaf að við ættum nóg af ullarsokkum og vettlingum – því engum mátti verða kalt. Enda prjónaði hún af einstakri snilld, allt til lokadags. Amma var alltaf með faðminn opinn. Hún var ekki kona margra orða og líklega gerði hún sér aldr- ei grein fyrir hvað hún var sterk í þögninni sinni. En við systkinin leituðum alltaf til hennar þegar okkur vantaði ró. Eitt spælt egg að hætti ömmu, smá graslaukur yfir og spjall um allt og ekkert voru ómetanlegar stundir. Oft vissi hún að eitthvað gekk á lífi okkar – en hún spurði aldrei. Hún bara leyfði okkur að vera, vera við og fela okkur fyrir umheim- inum heima hjá sér. Minningarnar um ömmu eru svo ótal margar. Ekkert barna- afmæli var haldið án draumtert- unnar hennar og fjallsins af pönnukökum sem hún varði heil- um degi í að baka. Engin jól voru án heita súkkulaðisins hennar – og ef við kölluðum það kakó feng- um við skammir fyrir. Amma óx aldrei upp úr því að vera grallari og hafði mikinn húmor. Ein jólin var hún til dæmis beðin að skutla kartöflunum yfir borðið og hún að sjálfsögðu skutlaði þeim. Henti einni af alkunnri snilld yfir borðið og hló svo manna hæst á eftir. Öll sem okkur systkinin þekkja vita hvað amma var okkur kær. Hún var fasti punkturinn í tilveru okkar. Fasti punkturinn í tilveru svo margra. Hún ól ekki bara upp börnin sín fjögur, hún nefnilega ól okkur barnabörnin og barnabarnabörnin upp líka. Hún passaði líka upp á heilt hverfi, enda ótal margir sem lögðu leið sína til ömmu í Borgó - hvort sem það var til að fá eitt kex og mjólkurglas eftir skóla eða næla sér í nýprjónaða vettlinga. Það er skrítið að syrgja ömmu sína. Ömmu sem fékk tækifæri til að lifa í 90 ár og góðu lífi megnið af þeim tíma. Hún fékk að eldast og búa heima hjá sér þar til nokkrum vikum fyrir andlát. Hún fékk það hlutskipti að eiga heim- ilið sem var samastaður okkar allra, fyrst í Borgargerðinu með afa og svo núna síðast í Hæðar- garðinum. Ef það átti að hitta ein- hvern úr fjölskyldunni þá var svarið alltaf „hittumst bara heima hjá ömmu“ og þegar þang- að var komið var oftast fullt hús. Alltaf einhver að koma bara rétt við á leið heim úr vinnunni. Það er skrítið að eiga ekki þann sama- stað lengur. Amma var orðin gömul kona og hringrás lífsins segir okkur að á þessum aldri falli fólk frá. Sorg- inni fylgja því góðar minningar og þakklæti yfir því að hún fékk að lifa á þennan hátt. En sorginni fylgir líka ómældur söknuður, því ekkert okkar þekkir lífið án ömmu í Borgó. Allt okkar líf hefur hún verið öryggið okkar og akkeri. Tilveran á eftir að vera skrítin án hennar. Bjarki Þór, Kristín Ýr og Elmar Helgi. Í dag kveð ég konu sem var mér kær. Ég var á barnsaldri þegar ég kynntist Boggu. Hún var mamma bestu vinkonu minnar. Ég var uppburðalítill krakki og ekkert sérstaklega fær í að fóta mig í til- verunni. Feimin og vandræðaleg við flest fólk og sérstaklega á ókunnum heimilum. En á heimili vinkonu minnar leið mér strax vel og fannst ég örugg. Reyndar leið mér svo vel að ég nánast flutti inn um tíma. Þannig andrúmsloft bjó Bogga til. Með sinni afslöppuðu hlýju, milda fasi, umburðarlyndi, húm- or og glettni. Þar var alltaf auð- velt að vera. Enda sóttu fleiri þangað. Eld- húsið hennar Boggu var alltaf fullt af fólki. Mér er til efs að hún hafi eldað margar máltíðir án þess að fólk með heimilisfesti annars staðar settist að snæðingi. Fjölskylda, vinir, nágrannar og ekki síst vinir barnanna og barnabarnanna. Og þegar fréttist af að von væri á hennar frægu fiskibollum, þá margfaldaðist gestafjöldinn. Bogga var einstök hannyrða- kona, eftir hana liggja mörg lista- verkin. Og hún var örlát á þau. Öll börn sem hún frétti að væru væntanleg fengu einhverja dá- semdina frá henni. Ég dáðist allt- af að því hvernig henni tókst að lesa sig í gegnum uppskriftir á öllum mögulegum tungumálum þótt hún talaði ekkert þeirra. Þar kom þrautseigjan til og glögg- skyggnin. Áhugi hennar á hann- yrðum var svo smitandi að á ung- lingsárum okkar sátum við flest kvöld í stofunni hjá Boggu og lærðum að prjóna, hekla og sauma út. Í stað þess að vera úti að dandalast eða einar uppi í her- bergi. Við vorum bara ekki meira töff en það og völdum frekar að eyða kvöldunum með henni. Þannig nærveru hafði Bogga. Konur sem byggja upp fjöl- skyldur og fólk njóta ekki alltaf sannmælis eða mestu virðingar- innar. Við eigum þeim samt allt að þakka. Bogga var einmitt ein slík. Það fór ekki mest fyrir henni, en stuðningurinn, hlýjan, mildin og kærleikurinn skipti öllu fyrir fólkið í kringum hana. Bogga var með sínum í liði. Ef þú varst undir vængnum hjá henni, þá áttirðu vísan stuðning. Og vængurinn rúmaði marga. Ég verð alltaf óendanlega þakklát fyrir að fá að vera heim- alningur hjá Boggu á mínum við- kvæmustu árum. Þvílík gæfa í líf- inu. Góða ferð í sumarlandið mín kæra, ég veit þú ferð strax að búa í haginn fyrir þá sem á eftir fylgja. Elfa. Sigurborg HelgadóttirElskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og systir, SIGRÍÐUR FINNBJÖRNSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, lést síðastliðinn sunnudag á Landspítalanum. Útför fer fram föstudaginn 4. nóvember klukkan 15:00 frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Halldór G. Hilmarsson Björn Másson Sandra Liliana Magnúsdóttir Kristján Másson Ásbjörg Ólöf Sigurðardóttir Theodór Halldórsson Erna Leifsdóttir systkini og barnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, VILHELMÍNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Sogavegi 77. Auðun Ólafsson Róbert Ólafur Jónsson Sæmundur Ólafsson Oddrún Ólafsdóttir Jón Páll Fortune og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra PÉTURS STEFÁNSSONAR skipstjóra. Sérstakar þakkir fær starfsfólk krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Þórunn Halla Guðmundsd. Sigurveig Víðisdóttir Jóhann Jónsson Sigríður Rósa Víðisdóttir Gunnar S. Olsen Anna Aldís Víðisdóttir Ívar Sigurgíslason Ósk Víðisdóttir og fjölskyldur Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR SVANDÍSAR MAGNÚSDÓTTUR. Magnús G. Benediktsson Birgitta Thorsteinson Hólmfríður Benediktsdóttir Þorgils Ingvarsson ömmu- og langömmubörn Okkar uppáhalds, BIRGIR INGIMARSSON frá Siglufirði, lést föstudaginn 21. október á krabbameinsdeild Landspítalans. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju á morgun, föstudaginn 4. nóvember, klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvini Grensáss. Birna Dís Benediktsdóttir Vilborg Jónsdóttir Helga Rún Viktorsdóttir Brynjar Ýmir Birgisson Björg Þórsdóttir Arnar, Birna Rún, Freyja Björk, Dúa, Lóa og Ása Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ARNBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, ÖDDU, Suðurgötu 96, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11E LSH og HERU fyrir yndislega umönnun og ljúft viðmót. Ástgeir Þorsteinsson Sigurveig Ástgeirsdóttir Erlingur Örn Bartels Jónsson Lína Dögg Ástgeirsdóttir Barry Lennon Sigurður Ástgeirsson Harpa Kristín Hlöðversdóttir barnabörn Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, stjúpi, tengdafaðir og afi, KARL HARRY SIGURÐSSON, lést föstudaginn 28. október. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 13. Hrönn Helgadóttir Helena Þuríður Karlsdóttir Guðjón Jóel Björnsson Hanna Lillý Karlsdóttir Oddur Björn Tryggvason Helgi Hermannsson Heimir Hermannsson Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir Björn Harry, Helena K.G., Þóranna Bjartey og Emma Hrönn Elskulegur faðir minn, sonur, bróðir, mágur, vinur og fósturfaðir, HJÁLMTÝR SÆMUNDUR HALLDÓRSSON plötu- og ketilsmiður, lést á heimili sínu laugardaginn 29. október. Kári Sæmundsson Guðný Hjartardóttir Kristín Halldórsdóttir Haukur Sigurðsson Guðni Halldórsson Hildur Mikaelsdóttir Pétur Haraldsson Henný Gestsdóttir Jóhann Sigurðarson Okkar elskaði eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS KRISTJÁNSSON, Ásbrekku 3, Álftanesi, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 27. október. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 13. Halldóra Jónsdóttir Loftur Sveinn Magnússon Margrét Lilja Magnúsdóttir Ragnar Björgvinsson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.