Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 66
MENNING66
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Komið og
skoðið úrvalið
Stólar
Sófasett
Borðstofuborð
Skenkar/skápar
Hvíldarstólar
o.m.fl.
Klassísk gæðahúsgögn
á góðu verði
D
áin heimsveldi er nýjasta
bók Steinars Braga. Um
er að ræða vísindaskáld-
sögu sem gerist á jörðinni
og nágrenni hennar í framtíðinni
þar sem lífsskilyrði borgara eru
verulega breytt. Óþekkt fyrir-
brigði, „Kubburinn“, hefur komið
sér fyrir nálægt jörðinni og helsta
vísindafólk jarðar hefur, þegar
meginefni sögunnar á sér stað,
verið að rannsaka fyrirbrigðið í
um 10 ár og reynt að eiga við það
samskipti en með litlum árangri.
Helsta sögupersónan er sænski
skrásetjarinn Emil. Hann er
dagdrykkjumaður sem hefur
helst unnið sér það til ágætis
að útbúa „dauðagrömm“ fyrir
efnaða einstaklinga þar sem þeir
fá tækifæri til þess að kveðja sína
nánustu með eins konar þróuðu
instagrammávarpi. Emil hefur sem
sé ekki afrekað mikið en af óþekkt-
um ástæðum hefur hann fengið
það verkefni af yfirvöldum að taka
viðtal við þann eina aðila sem hef-
ur farið inn í „Kubbinn“ og komið
þaðan aftur út, vísindamanninn Pí.
Við fylgjumst með ævintýralegu
ferðalagi hans frá jörðinni yfir til
himna þar sem Pí býr ásamt allra
efnuðustu jarðarbúum, Pró-
sentinu. Fjölmargt kynngimagnað
gerist á leiðinni og spennan eykst
stöðugt eftir því sem lengra líður á
lestur bókarinnar.
Höfundur
fléttar inn í
söguna umfjöll-
un um margt af
því sem telja má
að í heiminum
í dag og hæðist
með hárbeittri
kímnigáfu að
ýmsum gildum
og verðmæta-
mati nútímamannsins. Hann lýsir
andstyggð stéttaskiptingar og
auðsöfnunar og hve fátækt fólk
þarf að fórna eigin velferð fyrir
hagsmuni hinna betur settu. Þá
er eitt meginstef sögunnar skil
efnisheims og rafræns heims og
möguleg hætta á að mennskan sé
að hverfa í sífellt tæknivæddari
heimi þar sem vélar með gervi-
greind taka við hlutverkum mann-
fólks með tilfinningar og hlýju.
Raunar veltir höfundur jafnframt
upp hvort réttlætanlegt sé og eðli-
legt að berjast fyrir tilvist manna
í ljósi þess hve mannskepnan er
grimm og tillitslaus.
Dáin heimsveldi er ekki einföld
bók sem hægt er að glugga í með
takmarkaðri athygli, slompaður
á sundlaugarbakkanum. Lesandi
þarf í upphafi sögu að hafa sig
allan við að setja sig inn í vísinda-
skáldsöguheim Steinars Braga.
Takist lesanda það er hann kom-
inn inn í magnaðan ævintýraheim
þar sem atburðarás rennur áfram
áreynslulaust, spennan eykst stöð-
ugt og endar í ófyrirséðri stórkost-
legri fléttu.
Dáin heimsveldi er ein besta bók
Steinars Braga. Áhugafólk um
vísindaskáldsögur eða skylt efni
ætti ekki að láta þessa fram hjá
sér fara. Í raun ættu allir sem hafa
áhuga á vönduðum bókmenntum
að lesa þessa bók.
Ófyrirséð stór-
kostleg flétta
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Steinar Bragi „Höfundur fléttar inn í söguna umfjöllun um margt af því
sem telja má að í heiminum í dag,“ segir rýnirinn í umsögn sinni.
BÆKUR
PÁLL EGILL
WINKEL
Vísindaskáldsaga
Dáin heimsveldi
Eftir Steinar Braga.
Mál og menning 2022. Innb. 368 bls.
Þ
egar vakin er athygli
á mannshvarfi sperra
menn eyrun. Leysist mál-
ið varpa menn öndinni
léttar. Annars er hætta á að það
fenni hægt og sígandi í sporin
nema hjá nánustu ættingjum hins
horfna. Beri einhver eða einhverj-
ir sök á hvarfinu er hugsanlegt að
viðkomandi sofi ekki rótt þar til
yfir lýkur.
Þetta er helsta umfjöllunar-
efni Katrínar Jakobsdóttur og
Ragnars Jónassonar í spennu-
sögunni Reykjavík. 15 ára stúlka,
enn eitt barnið í forgrunni nýrrar
íslenskrar glæpasögu, hverfur
sporlaust í Viðey sumarið 1956,
málið er rifjað upp tíu árum síðar
og aftur 1976 en það er ekki fyrr
en 30 árum síðar að farið er ofan
í það sem gerðist, spurninga
spurt og gengið eftir svörum.
Höfundar hafa ekki farið leynt
með áhuga sinn á Agöthu Christie
og tileinka hinni ensku drottn-
ingu sakamálasagna
bókina. Það kemur ekki
á óvart, því fyrirmyndin
er augljós, þó þeim takist
ekki að fara í fötin hennar
frekar en öðrum.
Stíllinn er góður og
rennur vel, sagan er
vel uppbyggð og strax í
byrjun er tónninn gefinn,
þegar ungur og óreynd-
ur lögreglumaður fær
aðfinnslur frá yfirmanni
yfirmanns síns fyrir að
spyrja þekktan og vel tengdan
lögmann inn í pólitíkina óþægi-
legra spurninga. Þegar skipun um
þöggun kemur að ofan þýðir lítið
fyrir nýliða að malda í móinn og
hann lyppast niður. Þar fór lítið
fyrir efnilegan mann og bíður
hann þess ekki bætur. Góð sýn á
afleiðingar ranglætis.
Þrjátíu árum síðar
er ungur blaða-
maður á vikublaði,
á svipuðum aldri
og fyrrnefndur
lögreglumaður var
þegar hann tók við
málinu án árangurs.
Upprifjun hans á
hvarfi barnsins vekur
athygli og hann setur
stefnuna hátt. Systir
hans kallar hann
stjörnublaðamann
og er Valur því sennilega lang-
fyrsti Íslendingurinn sem fær það
viðurnefni, þó það komi ekki fram
fyrr en nú!
Systkinin Valur og Sunna, sem
minnir í mörgu á Katrínu Jak-
obsdóttur, eru frá Húsavík og í
aðalhlutverkum. Lýsing á persón-
unum er góð og ekkert vefst fyrir
þeim. Klíkan úr Miðbæjarskólan-
um er líka áberandi og einkenni
og hættir einstaklinganna eru
dregin fram á trúverðugan hátt.
Mikið er gert úr helstu við-
burðum ársins 1986 og hvað hafi
helst verið í sjónvarpinu eins og
sakamálaþættir með Columbo
og Dalgliesh. Hugsanlega er það
fyrst og fremst gert með erlenda
lesendur í huga, en virkar of
mikið af hinu góða fyrir innfædda
án þess þó að trufla um of.
Gangur sögunnar er stöðugur,
hringurinn þrengist að hætti
Agöthu en engu að síður er
ýmsum spurningum ósvarað. Það
bendir hugsanlega til þess að
haldið verði áfram á sömu braut.
Ljósmynd/Baldur Kristjánsson
Höfundarnir „Sagan er vel uppbyggð,“ segir gagnrýnandinn um Reykjavík,
spennusöguna sem Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir skrifuðu saman.
BÆKUR
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
Spennusaga
Reykjavík
Eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar
Jónasson.
Veröld 2022. Innbundin, 349 bls.
Tekist á við samtrygg-
ingu og valdablokkir
Flamenco-sýningar Reynis og félaga
Flamenco-gítarleikarinn Reynir
Hauksson mun á næstu dögum í
samstarfi við spænska gítarleik-
arannn Jeronimo Maya setja
upp tónlistar- og danssýningu
víða um land þar sem íslenskri
tónlist hefur verið blandað saman
við flamenco-tónlist, að sögn
Reynis á einstakan hátt og muni
ólíkir menningarheimar vera
sameinaðir á sýningum þeirra.
Fyrsti viðburðurinn verður
í Máli & menningu við Lauga-
veg í kvöld, fimmtudag, kl. 21.
Leikurinn verður endurtekinn í
Gamla kaupfélaginu á Akranesi á
sama tíma annað kvöld, föstudag.
Loks koma Reynir og félagar
fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði á
laugardagskvöld kl. 20.
Með gítarleikurunum Reyni og
Jeronimo Maya koma fram hér
á landi dansarinn Daniel Caball-
ero, söngvarinn Miguel Jimenez
og slagverksleikarinn Einar
Scheving.
Reynir hefur búið á Spáni
síðustu árin þar sem hann hefur
starfað sem flamenco-gítarleik-
ari og hefur útsett mörg íslensk
lög fyrir flamenco-gítar. „Mér
finnst viðeigandi að taka þann
tónlistararf sem ég kem úr inn í
flamenco-tónlistina. Hún er svo
mikill bræðingur af tónlistar-
stefnum,“ segir hann.
Gítarleikarinn Reynir Hauksson
starfar sem gítarleikari á Spáni.