Morgunblaðið - 19.11.2022, Side 1
BRASSARNIR
KOMASTERK-
IR TIL LEIKS
HM Í KNATTSPYRNU 48
• Stofnað 1913 • 272. tölublað • 110. árgangur •
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2022
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/idBuzz
Pantaðu þinn
Volkswagen ID.Buzz núna.
er mættur!
Börnin fylgdust spennt með er ljósin voru tendruð
Jólaþorpið í Hafnarfirði var opnað í gærkvöldi
á Thorsplani er ljósin voru tendruð á Cux-
haven-jólatrénu. Tréð er gjöf frá Cuxhaven,
vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Karlakór-
inn Þrestir og Klara Elias voru á meðal þeirra
sem fluttu tónlistaratriði en staðgengill
sendiherra Þýskalands, formaður bæjarráðs
og formaður vinabæjarfélagsins Hafnarfjörð-
ur-Cuxhaven tendruðu ljósin á trénu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rætt um að gera
skammtímasamning
„Við ætlum að gefa okkur tíma
fram að mánaðamótum til að gera
heiðarlega tilraun til að sjá hvort
við getum náð þessu saman,“ seg-
ir Vilhjálmur Birgisson, formað-
ur SGS. Rætt hefur verið um gerð
skammtímasamnings í viðræðum
Starfsgreinasambandsins og
Samtaka atvinnulífsins. „Það er
engin launung á því að það hefur
verið rætt að gera kjarasamning
fram til þarnæstu áramóta eða
fram í janúar [2024], og þá erum
við fyrst og fremst að horfa til þess
að sjá viðbrögð Seðlabankans,
verslunar og þjónustu, sveitarfé-
laga og annarra, sem bera hér líka
ríka samfélagslega ábyrgð. Það
er ekwki hægt að varpa þessari
ábyrgð eingöngu yfir á launafólk
eins og ætíð er gert.”» 2
Eiginlega frekar
lélegir rokkarar
„Bæði líkamlega og andlega
er ég á miklu betri stað,“ segir
Georg Hólm, bassaleikari Sigur
Rósar, sem fór í áfengismeðferð
fyrir 20 mánuðum og segir í
samtali við Sunnudagsblaðið
mikilvægt að tala opinskátt um
ferlið. Hann viðurkennir þó að
ekki hefði verið heillavænlegt að
stökkva beint á tónleikaferðalag
þegar meðferðinni lauk. „Ég var
búinn að vera edrú í eitt ár þegar
tónleikaferðin hófst og er mjög
feginn að sá tími var liðinn. Ég
veit ekki alveg hvernig það hefði
virkað að stökkva beint á túr en
þetta er heljarinnar ferðalag
og verður alltaf skemmtilegra
með hverjum deginum. Eftir
að ég hætti að drekka erum við
eiginlega frekar lélegir rokkarar.
Strákarnir fá sér nú rauðvín og
svona en þeir ná að halda þessu
ágætlega í skefjum.“
Morgunblaðið/Hallur Már
Túr Georg Hólm á tónleikum á La
Zénith í París í byrjun nóvember.
„Það er krefjandi áskorun að standa
undir aukinni eftirspurn í jafn langan
tíma og raun ber vitni. Það snýr ekki
aðeins að því að afla heita vatnsins,
heldur einnig flutningskerfinu til að
dreifa því til notenda,“ segir Hrefna
Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hita-
veitu hjá Veitum. Til að undirbúa
fyrirtækið undir verkefni næstu ára
er búið að kortleggja auðlindirnar og
raða þeim eftir fýsileika. Hrefna segir
að framkvæmdir við að afla viðbót-
arvatns og auka flutningsgetu kosti
milljarða á næstu árum.
Kostunum er raðað eftir ýmsum
mælikvörðun þar sem hagkvæmni og
sjálfbærni vega þyngst. Efst á blaði
er að bæta nýtingu lághita á höfuð-
borgarsvæðinu. Þar er átt við mögu-
lega nýtingu núverandi lághitasvæða,
fyrst og fremst Reykjahlíðar, en einnig
rannsóknir og vonandi framtíðarnýt-
ingu á Kjalarnesi og í Geldinganesi.
Rannsóknir eru hafnar á báðum svæð-
um en ekki liggur fyrir hverju þau skila
Veitum. Á sama tíma er verið að bæta
tækni til að hámarka afköst núverandi
kerfis. Þar ber hæst svokallaðar djúp-
dælur sem gefa möguleika á að nýta
meira vatn úr borholunum þegar á
þarf að halda.
Ekki eru áformaðar nýjar virkjan-
ir á Hengilssvæðinu en ráðstafanir
hafa verið gerðar til að sækja meira
heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun og
Nesjavallavirkjun. HS Orka áformar
virkjun á háhitasvæðinu í Krýsuvík og
eru Veitur í samtali við fyrirtækið um
kaup á heitu vatni, ef virkjun verður að
veruleika. Langan tíma tekur að virkja.
lVeitur horfa til lághitasvæðanna í Reykjahlíð, á Kjalarnesi og í Geldinganesi
lHeitt vatn gæti komið frá Krýsuvík ef rannsóknir HS Orku leiða til virkjunar
Leita hita á nýjum stöðum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Horft til meiri nýtingar …» 11
Ljósmynd/Veitur/Atli Már Hafsteinsson
HitaveitaHeitavatnstankarnir eru
helsta tákn hitaveitunnar.
DÝRMÆT
REYNSLA OG
KYNNI AF TÖKULIÐI
MASAHIRO MOTOKI 50